Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjir eru helstu hjartagallarnir sem börn greinast með?

Bylgja Valtýsdóttir

Það eru margir hjartagallar sem börn greinast með en á Íslandi eru það þrír sem eru algengastir:

  • Op á milli gátta (e. atrial septal defect, skammstafað ASD).
  • Op milli slegla (e. ventricular septal defect, skammstafað VSD).
  • Opin fósturæð (e. patent ductus arterio, skammstafað PDA).

Op á milli gátta

Stundum fæðast börn með op á milli gátta. Oft eru opin það lítil að þau hafa engin áhrif á hvernig hjartað vinnur. Þegar hjartað vex lokast götin af sjálfu sér. Þegar götin eru stór hleypa þau meira blóði á milli gáttanna og getur það haft alvarlegar afleiðingar. Eins eru minni líkur á að þau lokist af sjálfu sér. Ef opinu er ekki lokað getur það leitt til skemmda á hjarta og lungum. Oftast er slíkt gert í skurðaðgerð en í sumum tilfellum er hægt að loka þeim í hjartaþræðingu. Op á milli gátta er með algengustu hjartagöllunum sem börn á Íslandi fæðast með.

Skýringarmynd af af hjarta þar sem op er á milli slegla.

Op milli slegla

Þegar stór göt eru á milli neðri hólfa, sleglanna, erfiðar hjartað of mikið og blóðþrýstingur eykst hægra megin í hjarta og lungum vegna aukins blóðflæðis. Þetta aukna álag getur leitt til hjartaáfalls og hefur óæskileg áhrif á vöxt hjartans. Gatinu er lokað með opinni hjartaaðgerð. Sé það ekki gert getur þessi mikli þrýstingur í lungunum skaðað æðakerfið þar og leitt til háþrýsings í lungum (e. pulmonary arterial hypertension).

Opin fósturæð

Á meðan fóstur er í móðurkviði hefur það ekki þörf fyrir lungu þar sem það fær allt sitt súrefni frá móðurinni og hleypir fósturæðin blóðinu fram hjá lungunum. Eftir fæðingu lokast fósturæðin venjulega af sjálfu sér á nokkrum klukkustundum eða nokkrum dögum. Stundum gerist það ekki og þá þarf að loka henni með aðgerð eða lyfjum.

Svar þetta byggir á fræðsluefni hjartagáttarinnar á vef Neistans, styrktarfélags hjartveikra bara og er birt með leyfi þeirra.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Bylgja Valtýsdóttir

nemi í hagnýtri ritstjórn og útgáfu

Útgáfudagur

30.3.2016

Spyrjandi

Heiða Ósk Guðmundsdóttir

Tilvísun

Bylgja Valtýsdóttir. „Hverjir eru helstu hjartagallarnir sem börn greinast með?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68595.

Bylgja Valtýsdóttir. (2016, 30. mars). Hverjir eru helstu hjartagallarnir sem börn greinast með? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68595

Bylgja Valtýsdóttir. „Hverjir eru helstu hjartagallarnir sem börn greinast með?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68595>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjir eru helstu hjartagallarnir sem börn greinast með?
Það eru margir hjartagallar sem börn greinast með en á Íslandi eru það þrír sem eru algengastir:

  • Op á milli gátta (e. atrial septal defect, skammstafað ASD).
  • Op milli slegla (e. ventricular septal defect, skammstafað VSD).
  • Opin fósturæð (e. patent ductus arterio, skammstafað PDA).

Op á milli gátta

Stundum fæðast börn með op á milli gátta. Oft eru opin það lítil að þau hafa engin áhrif á hvernig hjartað vinnur. Þegar hjartað vex lokast götin af sjálfu sér. Þegar götin eru stór hleypa þau meira blóði á milli gáttanna og getur það haft alvarlegar afleiðingar. Eins eru minni líkur á að þau lokist af sjálfu sér. Ef opinu er ekki lokað getur það leitt til skemmda á hjarta og lungum. Oftast er slíkt gert í skurðaðgerð en í sumum tilfellum er hægt að loka þeim í hjartaþræðingu. Op á milli gátta er með algengustu hjartagöllunum sem börn á Íslandi fæðast með.

Skýringarmynd af af hjarta þar sem op er á milli slegla.

Op milli slegla

Þegar stór göt eru á milli neðri hólfa, sleglanna, erfiðar hjartað of mikið og blóðþrýstingur eykst hægra megin í hjarta og lungum vegna aukins blóðflæðis. Þetta aukna álag getur leitt til hjartaáfalls og hefur óæskileg áhrif á vöxt hjartans. Gatinu er lokað með opinni hjartaaðgerð. Sé það ekki gert getur þessi mikli þrýstingur í lungunum skaðað æðakerfið þar og leitt til háþrýsings í lungum (e. pulmonary arterial hypertension).

Opin fósturæð

Á meðan fóstur er í móðurkviði hefur það ekki þörf fyrir lungu þar sem það fær allt sitt súrefni frá móðurinni og hleypir fósturæðin blóðinu fram hjá lungunum. Eftir fæðingu lokast fósturæðin venjulega af sjálfu sér á nokkrum klukkustundum eða nokkrum dögum. Stundum gerist það ekki og þá þarf að loka henni með aðgerð eða lyfjum.

Svar þetta byggir á fræðsluefni hjartagáttarinnar á vef Neistans, styrktarfélags hjartveikra bara og er birt með leyfi þeirra.

Heimildir og mynd:

...