Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2003 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað merkir forna mánaðarheitið ýlir?

Ýlir er annar mánuður vetrar að íslensku misseratali. Hann tekur því við af gormánuði og hefst á mánudegi í fimmtu viku vetrar á tímabilinu 20. nóvember til 27. nóvember og nær til þess er mörsugur tekur við seint í desember. Sami mánuður er í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu nefndur frermánuður. Þar stendur:Frá jafnd...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er silfurbaksgórilla stór og hvar lifir hún?

Svonefndur silfurbakur eða silfurbaksgórilla, eins og spyrjandi kallar hana, er heiti á karlkynsgórillum (Gorilla spp.). Þegar karldýrin eru um 12 ára gömul fá þau silfurgljáan lit á bakið. Í fjölskylduhóp er þroskað karldýr eða silfurbakur, fjöldi kvendýra og afkvæmi silfurbaksins. Silfurbakar eru stærstu prímata...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er útselskópur?

Útselskópur er afkvæmi útsels (Halichoerus grypus) en svo nefnist önnur tveggja selategunda sem kæpa hér á landi. Hin tegundin er landselur (Phoca vitulina). Útselir eru stórar skepnur. Brimlarnir geta orðið allt að 300 kg að þyngd og 3 metrar á lengd en urturnar verða mest um 180 kg að þyngd. Kópar útselsins ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Augusto Pinochet?

Augusto Pinochet (1915-2006).Augusto José Ramón Pinochet Ugarte var hershöfðingi og síðar einræðisherra Síle. Hann var giftur Lucía Hiriart de Pinochet og eignuðust þau fimm börn. Pinochet fæddist 25. nóvember 1915 og hann lést 10. desember árið 2006. Pinochet komst til valda árið 1973 eftir byltingu hersins g...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Geta fiskar lifað í geimnum?

Fiskar geta ekki lifað í geimnum.Óvarðir og án útbúnaðar geta fiskar ekki lifað í geimnum, ekki frekar en menn. Fiskar draga súrefni úr vatni og það er ekkert vatn úti í geimnum. Jafnvel þótt fiskurinn fengi vatnsskál festa á hausinn á sér, eins og geimfarar eru með hjálma, myndi hinn lági þrýstingur í geimnum öru...

category-iconLandafræði

Hvað er Beringssund breitt?

Beringssund er sundið á milli Desnjév-höfða í Rússlandi, sem er austasti hluti meginlands Asíu, og Prince of Wales-höfða í Alaska, en það er vestasti hluti meginlands Norður-Ameríku. Mörkin á milli heimsálfanna tveggja liggja um mitt sundið. Beringssund er um 85 km breitt og dýpið þar er á bilinu 30-50 m. Sundi...

category-iconLandafræði

Hvað tekur um það bil langan tíma að fljúga frá Íslandi til Frakklands?

Þegar ferðatími flugfélaga frá Keflavík til Parísar, höfuðborgar Frakklands, er skoðaður sést að það tekur tæplega 3 klukkustundir og 30 mínútur að fljúga þar á milli. Einnig er hægt að skoða hve langt er á milli Keflavíkur og Parísar og hve hratt farþegaflugvélar fljúga. Hér verður þó að hafa í huga að flugvé...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er jörðin fullkomlega hnöttótt?

Við þessari spurningu er til einfalt svar: Nei, það er hún ekki. Jörðin er mjög nálægt því að vera hnöttótt, en vegna snúnings hennar um möndul sinn og ónógs miðsóknarkrafts er hún eins og miðaldra karl með vömb; örlítið flatari við pólana og með bungu um miðbauginn. Þetta frávik frá kúlulögun veldur því að þve...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað mundi gerast ef ég færi inn í svarthol?

Flest við svarthol er ólíkt því sem við eigum alla jafna að venjast. Ef við hugsum okkur að spyrjandi lenti í því óláni að sogast að svartholi er hægt að fjalla um hvað gerist frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar frá sjónarhóli þeirra sem verða vitni að atburðinum og hins vegar frá sjónarhóli þess sem lendir í s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjar eru líkurnar á því að flatfiskurinn silfurbrami verði algengari við Íslandsstrendur í náinni framtíð?

Silfurbrami (Pterycombus brama) er fiskur af bramaætt (Bramidae). Innan íslensku fiskveiðilögsögunnar hafa veiðst þrjár tegundir af þessari ætt og er stóri bramafiskur (Brama brama) algengastur. Heildaraflinn er þó ekki mikill, aðeins fáein tonn hin síðari ár. Silfurbrami (Pterycombus brama). Fiskar af þessari ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu margir búa í Bandaríkjunum?

Áætlað er að í upphafi árs 2010 hafi Bandaríkjamenn verið rúmlega 308 milljónir og er landið það þriðja fjölmennasta í heimi á eftir Kína og Indlandi. Á vef bandarísku hagstofunnar U.S. Census Bureau má sjá að áætlað er að á hverjum 8 sekúndum komi einn Bandaríkjamaður í heiminn, á hverjum 12 sekúndum verði eit...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða trúarbrögð eru algengust í Sviss?

Langflestir Svisslendingar eru kristinnar trúar. Kaþólikkar eru fjölmennastir eða um 41,8% landsmanna. Yfirmaður kaþólsku kirkjunnar er páfinn í Róm en um hann er meðal annars fjallað í svari við spurningunni Hvert er hlutverk páfans? Mótmælendur eru næst fjölmennastir en 35,3% Svisslendinga teljast til þeirra...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um Álandseyjar?

Álandseyjar samanstanda af um það bil 6.700 eyjum og skerjum í hafinu á milli Finnlands og Svíþjóðar, á mörkum Eystrasalts og Helsingjabotns. Um það bil 60 eyjar eru í byggð. Stærstu eyjarnar eru Fasta Áland, Föglö, Degerö, Vårdö, Kumlinge og Kökar. Álandseyjar eru sjálfstjórnarsvæði innan Finnlands. Það þýðir ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur einhvern tíma verið vatn á Mars?

Já, vatn hefur verið á Mars og það er þar enn þá. Frosið vatn er á báðum heimskautasvæðunum og er sífreri víða undir yfirborðinu. Ekki er vitað til þess að rennandi vatn sé á Mars. Þegar Fönix-geimfarið lenti á Mars þann 25. maí árið 2008 fann það merki um vatn undir yfirborðinu. Grafið var ofan í jarðveginn o...

category-iconHugvísindi

Hvað heita allar bækur sem Eoin Colfer hefur skrifað?

Eoin Colfer fæddist í Wexford á suðausturströnd Írlands árið 1965. Strax í barnaskóla fékk hann áhuga á að skrifa og nú er hann einn af þekktari barnabókahöfundum heims. Fyrsta bók hans Benny and Omar kom út árið 1998. Segja má að Colfer hafi öðlast alþjóðlega frægð eftir að fyrsta bókin um Artemis Fowl kom út ...

Fleiri niðurstöður