Eins og gefur að skilja eru Bandaríkjamenn langt frá því að vera einsleitur hópur. Talið er að tæplega 80% Bandaríkjamanna séu hvítir, tæp 13% eru blökkumenn, 4,5% af asískum uppruna, frumbyggjar um 1% en aðrir tilheyri annað hvort fleiri en einum hópi eða eigi sér annan uppruna en hér hefur verið nefndur. Einhver kann reka augun í að hér eru ekki talað sérstaklega um fólk frá rómönsku Ameríku (e. Hispanic eða Latino), en eins og margir vita er sá hópur töluvert fjölmennur í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að í gögnum bandarísku hagstofunnar er litið svo á að fólk frá rómönsku Ameríku geti komið úr hvaða hópi sem er af þeim sem taldir voru upp hér að ofan. Áætlað er að um 15% Bandaríkjamanna eigi rætur í rómönsku Ameríku. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum: Heimildir og mynd:
- U.S. Census Bureau - State & County QuickFacts. Skoðað 13. 1. 2010.
- U.S. Census Bureau - Newsroom: U.S. Population of 308.4 Million on New Year’s Day. Skoðað 13. 1. 2010.
- Mynd: USA states population color map á Wikimedia Commons. Sótt 13. 1. 2010.