Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru Bandaríkin stór að flatarmáli?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Bandaríki Norður-Ameríku eru þriðja stærsta land í heimi á eftir Rússlandi og Kanada. Flatarmál þess eru rúmlega 9.631.000 ferkílómetrar (km2) eða um 6,5% af þurrlendi jarðar. Til viðmiðunar eru Bandaríkin litlu minni en Evrópa, um það bil helmingur af stærð Suður Ameríku og um 90 sinnum stærri en Ísland.

Alaska er lang stærsta fylki Bandaríkjanna, tæplega 1.531.000 km2. Næst Alaska að stærð er Texas sem er 691.000 km2 og Kalifornía sem er um 411.000 km2. Minnsta fylkið er Rhode Island sem er 3.139 km2. Reyndar er District of Colombia enn minna en eins og fram kemur í svari Ulriku Andersson við spurningunni Hvað er District Of Columbia? Er það ríki í Bandaríkjunum? er það ekki fylki í sama skilningi og önnur fylki Bandaríkjanna.

Flatarmál og fólksfjöldi fer ekki endilega saman eins og sést vel þegar fólksfjöldi í einstökum fylkjum Bandaríkjanna er skoðaður. Þó Alaska beri höfuð og herðar yfir önnur fylki þegar litið er á stærð er annað upp á teningnum þegar litið er á fólksfjölda. Alaska er eitt af fámennustu ríkum Bandaríkjanna og voru íbúar þar einungis um 634.900 árið 2000 eða 0,2% þjóðarinnar. Á sama tíma voru íbúar Rhode Island rétt rúmlega 1 milljón og íbúar Kaliforníu, fjölmennasta fylkis Bandaríkjanna, um 34,5 milljónir.

Heimildir:Skoðið einnig önnur svör á Vísindavefnum:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

10.7.2002

Spyrjandi

Ríkharður Helgason, f. 1991

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað eru Bandaríkin stór að flatarmáli?“ Vísindavefurinn, 10. júlí 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2581.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2002, 10. júlí). Hvað eru Bandaríkin stór að flatarmáli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2581

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað eru Bandaríkin stór að flatarmáli?“ Vísindavefurinn. 10. júl. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2581>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru Bandaríkin stór að flatarmáli?
Bandaríki Norður-Ameríku eru þriðja stærsta land í heimi á eftir Rússlandi og Kanada. Flatarmál þess eru rúmlega 9.631.000 ferkílómetrar (km2) eða um 6,5% af þurrlendi jarðar. Til viðmiðunar eru Bandaríkin litlu minni en Evrópa, um það bil helmingur af stærð Suður Ameríku og um 90 sinnum stærri en Ísland.

Alaska er lang stærsta fylki Bandaríkjanna, tæplega 1.531.000 km2. Næst Alaska að stærð er Texas sem er 691.000 km2 og Kalifornía sem er um 411.000 km2. Minnsta fylkið er Rhode Island sem er 3.139 km2. Reyndar er District of Colombia enn minna en eins og fram kemur í svari Ulriku Andersson við spurningunni Hvað er District Of Columbia? Er það ríki í Bandaríkjunum? er það ekki fylki í sama skilningi og önnur fylki Bandaríkjanna.

Flatarmál og fólksfjöldi fer ekki endilega saman eins og sést vel þegar fólksfjöldi í einstökum fylkjum Bandaríkjanna er skoðaður. Þó Alaska beri höfuð og herðar yfir önnur fylki þegar litið er á stærð er annað upp á teningnum þegar litið er á fólksfjölda. Alaska er eitt af fámennustu ríkum Bandaríkjanna og voru íbúar þar einungis um 634.900 árið 2000 eða 0,2% þjóðarinnar. Á sama tíma voru íbúar Rhode Island rétt rúmlega 1 milljón og íbúar Kaliforníu, fjölmennasta fylkis Bandaríkjanna, um 34,5 milljónir.

Heimildir:Skoðið einnig önnur svör á Vísindavefnum:

...