Ef við fylgjumst með spyrjandanum úr fjarlægð nálgast svartholið myndi okkur virðast að hann færi alltaf hægar og hægar. Það er vegna sveigju tímarúmsins. Ef spyrjandinn væri með úr á sér og við sæjum á það myndi okkur sýnist sem úrið hægði einnig á sér. Þegar spyrjandinn kæmi að sjónhvörfum svartholsins myndi okkur virðast sem tíminn hjá honum liði óendanlega hægt og hann stæði í stað. Frá sjónarhóli spyrjandans eru hlutirnir hins vegar allt öðruvísi. Fyrir honum mundi tíminn ekki hægja á sér. Sá hluti spyrjandans sem félli á undan inn í svartholið mundi verða fyrir mun meiri þyngdarkrafti en aðrir líkamspartar. Kraftarnir mundu sundra spyrjanda í frumeindir og jafnvel sundra frumeindunum líka. Þetta er í stuttu máli það sem mundi gerast ef spyrjandi færi inn í svarthol. Heimildir og frekara lesefni:
- Hverfur allt sem fer inn í svarthol eða kemur eitthvað út úr þeim aftur? eftir Kristján Rúnar Kristjánsson
- Hvað er svarthol? eftir Tryggva Þorgeirsson og Þorstein Vilhjálmsson
- Hvernig myndast svarthol í geimnum? eftir Tryggva Þorgeirsson og Þorstein Vilhjálmsson
- Kemur maður inn í aðra veröld ef maður færi í gegnum svartholið? eftir JGÞ