Lengi hefur ríkt nokkuð jafnvægi á milli kaþólikka og mótmælenda. Í stærstu borgum landsins, Bern, Zürich og Basel, eru mótmælendur fjölmennari en kaþólsk trú útbreiddari í miðhluta landsins og Ticino sem er “ítalski” hluti Sviss. Um 4,3% Svisslendinga eru múslímar. Trúarbrögð þeirra kallast íslam og eru meðal yngstu “stóru” trúarbragðanna. Upphaf íslams má rekja til opinberana Múhameð spámaður en lesa má um útbreiðslu trúarinnar í svari við spurningunni Hvernig breiddist íslam út? Um 1,8% teljast til rétttrúnaðarkirkjunnar en 5,7% Svisslendinga aðhyllast önnur trúarbrögð en hér hefur verið getið um. Loks má geta þess að 11,1% landsmanna eru trúleysingjar. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum
- Hvað eru til mörg trúarbrögð í heiminum?
- Hvaða trúarbrögð eru útbreiddust í heiminum?
- Hvaða kona er á svissneskum myntum?
- Hvað vitið þið um hinn óvenjulega svissneska fána?
- Switzerland á Wikipedia
- The World Factbook
- Mynd: World Religious Travel Association. Höfundur myndar: Mike Capodanno
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.