
Það liggur engan veginn í augum uppi hvernig best sé að meta fjölda þeirra sem aðhyllast tiltekin trúarbrögð. Er til dæmis rétt að telja börn með, sem hafa kannski ekki enn tekið afstöðu til trúarbragða? Er rétt að treysta á þær tölur sem trúfélögin sjálf gefa upp eða þarf að spyrja fólkið sjálft?