Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 958 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvenær voru jarðskjálftamælar fundnir upp og hvenær komu þeir fyrst til Íslands?

Fyrstu raunverulegu jarðskjálftamælarnir komu til sögunnar undir lok nítjándu aldar og ollu þeir byltingu í túlkun manna og mati á jarðskjálftahreyfingum. Luigi Palmieri (1807-1896) var ítalskur veðurfræðingur og eðlisfræðingur, en upphaflega menntaður sem arkitekt. Honum tókst að smíða nothæfan jarðskjálftamæl...

category-iconJarðvísindi

Hver var aðdragandi eldgosanna á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli árið 2010?

Í árslok 2009 tók land að rísa við Eyjafjallajökul og í kjölfarið jókst jarðskjálftavirkni verulega. Í lok febrúar færðist landris í aukana, og í byrjun mars margfaldaðist jarðskjálftavirknin. Almannavarnir, í samstarfi við vísindamenn, ákváðu þá að setja á lægsta stig viðvörunar vegna hættu á eldgosi í Eyjafjalla...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru fótboltameiðsli mjög algeng og hver eru algengustu meiðslin hjá knattspyrnumönnum?

Til þess að svara því hvort meiðsli séu algeng í knattspyrnu þurfum við að setja okkur einhver viðmið. Hvað teljum við að sé algengt og við hvað á að miða? Hvernig eigum við til dæmis að geta borið saman ólíkar íþróttagreinar með tilliti til tíðni meiðsla? Það er ekki nóg að telja meiðslin og bera saman milli grei...

category-iconHeimspeki

Hvað eru fordómar?

Orðið fordómar er nokkuð gagnsætt orð í íslensku. Fordómar eru þeir dómar sem við fellum án þess að hugsunin fái að gerjast eða þegar aðeins ein hlið máls hefur verið skoðuð. Fordómar eru oft skilgreindir sem andstæða gagnrýninnar hugsunar. Oft er talað um fordóma samhliða mismunun en bann við hinu síðarnefnda er ...

category-iconHagfræði

Hvernig geta stórfyrirtæki komið sér undan því að borga skatta og er ekkert gert við þessu?

Alþjóðleg stórfyrirtæki sem starfa í mörgum löndum geta að vissu marki fært tekjur og hagnað milli landa. Sé þetta gert markvisst þannig að hagnaður sé talinn fram í löndum þar sem fjármagnstekjuskattur er lágur geta fyrirtækin lækkað skatthlutfall sitt talsvert. Slík skattahagræðing skekkir samkeppnisgrundvöll he...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvenær var uppþvottavélin fundin upp?

Upprunalega hljóðaði spurningin svonaHvenær kom fyrsta uppþvottarvélin til Íslands og hvenær urðu þær algengar á íslenskum heimilum? Fyrstu uppþvottavélarnar voru gerðar í Bandaríkjunum um miðja 19. öld. Leirtaui og borðbúnaði var snúið í þessum vélum með handafli á meðan vatn sprautaðist yfir. Þessar fyrstu vé...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hverjar eru helstu uppfinningar Kínverja til forna?

Vísindaleg nálgun í Kína til forna markaðist mjög af hagnýtum sjónarmiðum landbúnaðarsamfélagsins í óhjákvæmilegu samspili sínu við náttúruna. Heimsfræði Kínverja á síðustu öldum fyrir Krist mótaðist út frá hinu forna spádómskerfi breytinganna (Yijing eða I Ching 易經). Markmiðið var að miklu leyti það...

category-iconHagfræði

Er hagfræði vísindi? Geta hagfræðingar t.d. gefið góð svör um hvaða áhrif efnahagsaðgerðir muni hafa?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er hagfræði vísindi? Í aðdraganda og kjölfar efnahagshrunsins voru íslenskir og erlendir fræðimenn spurðir álits um áhrif efnahagsaðgerða. Iðulega fengust þversæð svör, jafnvel um einfalda spurningu eins og t.d. áhrif vaxtahækkana Seðlabankans. Ef fræðimenn geta ekki orðið...

category-iconVísindafræði

Eru vísindi byggð á fyrirfram gefnum forsendum?

Stutta svarið við þessari ágætu spurningu er bæði já og nei, eftir því hvernig hún er skilin. Einkum eru það orðin „vísindi“ og „forsendur“ sem þurfa skoðunar við. Sterk hefð er fyrir því í vísindum að menn huga að þeirri þekkingu sem fyrir er, áður en þeir setja fram veruleg nýmæli, og sýna það með því að vísa...

category-iconLæknisfræði

Hvernig gengur að þróa lyf við Alzheimers-sjúkdómnum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Óeðlilegar útfellingar prótína í heilanum er talið orsök Alzheimers. Verið er að þróa nýtt lyf, Aducanumab. Spurning mín er; á hvaða stigi eru þróun lyfsins, og/eða væntingar til þess? Í Alzheimers-sjúkdómi falla út óeðlileg prótín á milli taugafrumna, svokallað amyloid, og eru...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver fann upp straujárnið?

Engar heimildir eru til um það hvenær byrjað var að reyna að slétta tauefni með einhverjum aðferðum en það eru einhver þúsund ár síðan. Talið er að Kínverjar hafi verið fyrstir til að nota heita málmhluti til að strauja föt. Þeir notuðu opið málmílát með handfangi sem í voru sett heit kol. Ílátinu var svo strokið ...

category-iconHugvísindi

Er hægt að rökstyðja það af hverju mér finnst jarðarberjasulta bragðbetri en bláberjasulta?

Rökstuðningur getur verið með ýmsu móti og almennt er talað um tvenns konar rök, afleiðslu og tilleiðslu. Um þetta má til dæmis lesa í svari Erlendar Jónssonar við spurningunni Hvað eru skynsamleg rök? og svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Er hægt að rökstyðja allt? Hér verður gert ráð fyrir að fyrst o...

category-iconStærðfræði

Hver var Sophus Lie og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Niðurstaða óformlegrar og óvísindalegrar könnunar, sem höfundur þessa svars framkvæmdi á gagnabanka Ameríska stærðfræðafélagsins, er að Norðmaðurinn Sophus Lie (1842-1899) sé áhrifamesti stærðfræðingur sem uppi hefur verið. Gagnabankinn geymir upplýsingar um öll rannsóknarrit í stærðfræði sem komið hafa út á alþjó...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar rannsóknir á atferli dýra stundaði Konrad Lorenz og hver eru helstu rit hans?

Um Konrad Lorenz er einnig fjallað í svari eftir sama höfund við spurningunni: Hver var Konrad Lorenz og hvert var framlag hans til vísindanna? Árið 1973 deildi Lorenz Nóbelsverðlaunum í læknis- og lífeðlisfræði með tveimur kollegum, landa sínum Karl von Frisch (1886-1982) og Hollendingnum Nikolaas Tinbergen (1...

category-iconLæknisfræði

Hvað getið þið sagt mér um Florence Nightingale?

Florence Nightingale fæddist árið 1820 og lést árið 1910. Foreldrar hennar tilheyrðu ensku yfirstéttinni og hún bjó við góð efni alla ævi. Nightingale naut góðrar menntunar á heimili sínu og á löngum ferðalögum um Evrópu og Austurlönd nær kynntist hún ólíkum þjóðum og siðum. Líkt og margir samferðamenn hennar ...

Fleiri niðurstöður