Hver knattspyrnuleikur er 90 mínútur (ef ekki er framlengt) og í hvoru liði eru 11 leikmenn. Gefum okkur að 4 meiðsli hafi orðið hjá einu liði í 8 leikjum. Samanlagður tími leikmanna liðsins í þessum 8 leikjum er þá: 8 leikir x 90 mín x 11 leikmenn = 7920 mínútur eða 132 klukkustundir. Það urðu því 4 meiðsli á 132 klukkustundum hjá leikmönnum þessa liðs sem gerir 4/132x1000 = 30,3 meiðsli á hverjar 1000 klukkustundir í leik.Tíðni meiðsla í knattspyrnu karla í efstu deildum í Evrópu er á bilinu 23,9 - 35,3 meiðsli á hverjar 1000 klukkustundir í leikjum og 2,1 - 4,1 á hverjar 1000 klukkustundir á æfingum (Arnason o.fl., 2004; Fuller o.fl., 2007a, b; Hagglund o.fl., 2009). Í kvennaknattspyrnu er tíðni meiðsla hins vegar 16,1 – 24,0 meiðsli/1000 klukkustundir í leik og 2,8 - 3,8 meiðsli/1000 klukkustundir á æfingum (Fuller o.fl., 2007a, b; Hagglund o.fl., 2009). Meiðsli í knattspyrnuleikjum eru töluvert algengari en sjá má til dæmis í handknattleik og körfuknattleik, en færri en til dæmis í amerískum fótbolta. Aftur á móti er minni munur á tíðni meiðsla á æfingum í þessum íþróttagreinum (Hootman o.fl., 2007).

Meiðsli í fótbolta eru töluvert algengari en í handknattleik og í körfuknattleik. Hættan á meiðslum meðal atvinnumanna í knattspyrnu er langt yfir þeim mörkum sem talin væru ásættanleg við verksmiðjuvinnu og vinnu við smíðar.
- Arnason A, Sigurdsson SB, Gudmundsson A, Holme I, Engebretsen L, Bahr R: Risk factors for injuries in football. Am J Sports Med 2004;32:5S-16S.
- Drawer S, Fuller CW: Evaluating the level of injury in English professional football using a risk based assessment process. Br J Sports Med 2002;36:446-451.
- Fuller CW, Dick RW, Corlette J, Schmalz R: Comparison of the incidence, nature and cause of injuries sustained on grass and new generation artificial turf by male and female football players. Part 2: training injuries. Br J Sports Med 2007a;41 Suppl 1:i27-32.
- Fuller CW, Dick RW, Corlette J, Schmalz R: Comparison of the incidence, nature and cause of injuries sustained on grass and new generation artificial turf by male and female football players. Part 1: match injuries. Br J Sports Med 2007b;41 Suppl 1:i20-26.
- Hagglund M, Walden M, Ekstrand J: Injuries among male and female elite football players. Scand J Med Sci Sports 2009;19:819-827.
- Hawkins RD, Fuller CW: A prospective epidemiological study of injuries in four English professional football clubs. Br J Sports Med 1999;33:196-203.
- Hewett TE, Myer GD, Ford KR: Anterior cruciate ligament injuries in female athletes: Part 1, mechanisms and risk factors. Am J Sports Med 2006;34:299-311.
- Hootman JM, Dick R, Agel J: Epidemiology of collegiate injuries for 15 sports: summary and recommendations for injury prevention initiatives. J Athl Train 2007;42:311-319.
- Inklaar H, Bol E, Schmikli SL, Mosterd WL: Injuries in male soccer players: team risk analysis. Int J Sports Med 1996;17:229-234.
- Mynd: Top 5 most common football injuries - At Home magazine. (Sótt 19. 11. 2013).