Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Bíta höfrungar baðstrandarfólk eins og hákarlar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Bíta höfrungar baðstrandarfólk eins og hákarlar? Hversu algengt er að vera bitin af hákarli eða öðru sjávardýri og hvar er það algengast? Afar sjaldgæft er að höfrungar ráðist á menn. Í flestum tilfellum synda þeir einfaldlega í burtu ef menn gerast of nærgöngulir. Þó eru þ...
Eru til einhverjar þjóðsögur um tígrisdýr?
Upprunalega var einnig spurt um hvenær ár tígrisdýrsins var seinast og hve mörg dýr eru í kínverska almanakinu. Þeim spurningum er svarað í lok þessa svars. Asíubúar eiga aragrúa þjóðsagna um tígrisdýr. All frá Indlandi og austur til Ussuri í Rússlandi, þar sem hið svokallaða síberíska tígrisdýr lifir, finnast ...
Kærastan mín vill fá ogguponsu mjólk í teið sitt, hvað á hún eiginlega við?
Öll spurningin hljóðaði svona: Kærastan mín sagðist vilja fá 'ogguponsu' mjólk í teið. Ég finn ekkert um þetta orð í neinni orðabók, málið.is innifalið. Getið þið sagt mér hvaðan þetta orð kemur? Orðið ogguponsu um eitthvað mjög lítið er orðið til í barnamáli. Oggu- er ummyndun á ógnar-. Ógn merkir ‘skelfing, ...
Hvers konar brauð er ærláfubrauð?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nýlega rakst ég á orð sem ég er ekki kunnugur úr sóknarlýsingu prests á Norðausturlandi um ca. 1780. Þar stóð: „Fyrir prestinn var borið nýbakað ærláfubrauð". Ekki getið þið útskýrt þetta orð 'ærláfubrauð'? Í Íslenskri orðabók Eddu (2002:873) er við flettiorðið láfa ...
Af hverju verðum við ástfangin?
Spurningin af hverju við verðum ástfangin er tengd spurningunni Hvað er ást? Í stuttu máli er þörfin og hæfileikinn til að verða ástfanginn manneskjunni eðlislægur. Forsendur hvers einstaklings eru þó misjafnar hvað varðar hvort tveggja. Þessar forsendur eru félagslegar, persónulegar, tilfinningalegar, kynferðisle...
Hvað merkir orðatiltækið 'að beygja af'? Er svarið 'að gráta' eða 'beygja af leið'?
Orðasambandið beygja af getur bæði merkt 'fara að gráta' og 'víkja af leið, víkja af tekinni stefnu'. Í síðara tilvikinu eru undanskilin orðin leið, vegur eða eitthvert annað orð í svipaðri merkingu. Fyrri merkingin gæti tengst því að sögnin beygja af er sums staðar á landinu notuð um að slá fram og beygja skafla ...
Hver var Bjarni Sæmundsson og hvert var hans framlag til náttúrufræða á Íslandi?
Bjarni Sæmundsson (1867 - 1940) var brautryðjandi í rannsóknum á lífríki Íslands. Hann fæddist á Járngerðarstöðum í Grindavík þann 15. apríl 1867 og voru foreldrar hans Sæmundur Jónsson útvegsbóndi og Sigríður Bjarnadóttir. Snemma kom í ljós að Bjarni var gæddur miklum gáfum og var hann einnig mjög hagur. Það lá ...
Hvað er ferðasúpa?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég hnaut um eitt orð í samheitaorðabók um daginn - en það var orðið ferðasúpa með samheitinu sultarsúpa. Hvað þýðir þetta orð nákvæmlega? Hvað er ferðasúpa? Einu dæmin sem ég hef fundið um ferðasúpu og sultarsúpu eru í Riti þess Islendska Lærdóms-Lista Felags sem gefi...
Hver var Lise Meitner og hvert var framlag hennar til eðlisfræðinnar?
Lise Meitner var meðal þekktustu kjarneðlisfræðinga heims á fyrri hluta 20. aldar. Þá voru breytingar á kjarna atómanna og efnaeiginleikar þeirra eitt mikilvægasta viðfangsefni eðlisfræðinga og efnafræðinga. Meitner fæddist í Vín 1878 og voru foreldrar hennar gyðingar, faðir hennar vel stæður lögfræðingur. Stú...
Eru kanínur orðnar villt tegund á Íslandi, og sér maður þær í íslenskum dýrabókum í framtíðinni?
Ljóst er að á nokkrum stöðum hérlendis eru kanínur orðnar hluti af dýralífi Íslands. Þegar farið er í göngutúra í Öskjuhlíðinni eða Heiðmörk sjást iðulega kanínur á vappi og finnst mörgum þetta vera góð viðbót við annars fátæka spendýrafánu landsins. Litlar líkur eru á því að menn sjái önnur spendýr á göngu um gró...
Þar sem kanínur, hreindýr og minkar lifa villt á Íslandi ættum við þá ekki að flytja inn úlfa til að halda þeim í skefjum?
Áður en nýjar tegundir eru fluttar inn á svæði þurfa helst að fara fram viðamiklar vistfræðilegar athuganir. Þetta svar byggist þó ekki á neinum sérstökum athugunum en ljóst er að áhrif af innflutningi úlfa yrðu mun víðtækari en hér er fjallað um. Hugmyndinni um að flytja inn úlfa yrði væntanlega ekki vel teki...
Hvað er fóvella, sem Fóvelluvötn á Sandskeiði draga nafn sitt af?
Fóvella er gamalt orð yfir fugl sem nú til dags er kallaður hávella (Clangula hyemalis). Hávellan er af andaætt og verpir á Íslandi. Einnig eru til orðmyndirnar fóella og fóerla. Í seinni myndinni er liðurinn -erla ummótaður til samræmis við fuglsheitið erla. Heimildir: Íslensk orðabók, 3. útg., ritst...
Er til orð sem merkir að vera ekki þyrstur, eins og andheitin saddur og svangur?
Hér er einnig svarað spurningu Berglindar Guðmundsdóttur: Hvaða eitt orð getur maður notað yfir það að vera ekki þyrstur?Eftir því sem best er vitað er ekki notað í íslensku andheiti orðsins þyrstur. Þyrstur er til dæmis ekki flettiorð í Íslenskri samheitaorðabók sem birtir andheiti séu þau kunn. Vissulega er ...
Hvaða áhrif hefðu lægri vextir með tilkomu evru á greiðslubyrði húsnæðislána til lengri tíma? Hvaða líkur eru á að lægri vextir hækki húsnæðisverð?
Svörin við þessum spurningum velta á fjölmörgum þáttum. Í fyrsta lagi er algerlega óvíst hversu mikið evruupptaka ein og sér mundi lækka vexti á Íslandi. Í öðru lagi fer greiðslubyrði af lánum ekki eingöngu eftir því hvað þau bera háa vexti heldur einnig lánsupphæð og lánstíma, að ógleymdri verðtryggingunni. Í þri...
Hver var röksemdafærsla Jóns Sigurðssonar fyrir aukinni sjálfstjórn Íslendinga?
Jón Sigurðsson (1811-1879) hafði engin bein tengsl við frönsku byltinguna sem hófst í París árið 1789. Hins vegar er óhætt að fullyrða að hann hafi verið undir hugmyndafræðilegum áhrifum frá byltingunni og því megi tala um óbein tengsl Jóns við hana. Byltingin markaði óneitanlega djúp spor í sögu Vesturlanda, en þ...