Hvaða eitt orð getur maður notað yfir það að vera ekki þyrstur?Eftir því sem best er vitað er ekki notað í íslensku andheiti orðsins þyrstur. Þyrstur er til dæmis ekki flettiorð í Íslenskri samheitaorðabók sem birtir andheiti séu þau kunn. Vissulega er hægt að nota neitandi forskeytið ó- og búa til andheitið óþyrstur sem nokkur dæmi eru um í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans. Það er þó ekki sambærilegt pörum eins og svangur - saddur, glaður - hryggur, bjartur - dimmur o.s.frv.
Útgáfudagur
5.8.2004
Spyrjandi
Karen Briem
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Er til orð sem merkir að vera ekki þyrstur, eins og andheitin saddur og svangur?“ Vísindavefurinn, 5. ágúst 2004, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4445.
Guðrún Kvaran. (2004, 5. ágúst). Er til orð sem merkir að vera ekki þyrstur, eins og andheitin saddur og svangur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4445
Guðrún Kvaran. „Er til orð sem merkir að vera ekki þyrstur, eins og andheitin saddur og svangur?“ Vísindavefurinn. 5. ágú. 2004. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4445>.