Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Þar sem kanínur, hreindýr og minkar lifa villt á Íslandi ættum við þá ekki að flytja inn úlfa til að halda þeim í skefjum?

Jón Már Halldórsson

Áður en nýjar tegundir eru fluttar inn á svæði þurfa helst að fara fram viðamiklar vistfræðilegar athuganir. Þetta svar byggist þó ekki á neinum sérstökum athugunum en ljóst er að áhrif af innflutningi úlfa yrðu mun víðtækari en hér er fjallað um.

Hugmyndinni um að flytja inn úlfa yrði væntanlega ekki vel tekið meðal flestra hópa samfélagsins, hvort sem um væri að ræða almenning eða hagsmunaaðila eins og bændur eða ferðaþjónustufólk.

Á þeim svæðum þar sem úlfar lifa þurfa að vera stórir stofnar veiðidýra svo sem elgir, hreindýr og önnur klaufdýr. Í Alaska eru til að mynda um 900 þúsund hreindýr auk annarra veiðidýra sem halda uppi stórum og heilbrigðum úlfastofnum (sem telja 6-8 þúsund dýr), auk þess sem landsvæðið er gríðarstórt. Hér á landi telur hreindýrastofninn hins vegar aðeins á bilinu 3000-4000 dýr á frekar litlu svæði eins og lesa má um í svörum við spurningunum Hversu mörg hreindýr lifa á Íslandi? eftir EDS og Hvernig fara hreindýratalningar fram? eftir Skarphéðin Þórsisson.

Hreindýr á Íslandi eru bundin við Austurland og er stofninn ekki það stór að afræningja þurfi til að halda honum niðri. Mannskepnan hefur séð ágætlega um það með veiðum. Hreindýraveiðar á Austurlandi eru góð tekjulind fyrir Austfirðinga og skapa nokkur störf í landsfjórðungnum, svo sem fyrir leiðsögumenn, vísindamenn og ýmis störf tengd þjónustu við veiðimenn sem þangað koma.

Hugmyndinni um að flytja inn úlfa yrði væntanlega ekki vel tekið meðal flestra hópa samfélagsins.

Hvað kanínurnar varðar þá finnast villtar kanínur aðallega í Vestmannaeyjum og á útivistarsvæðum á eða nærri höfuðborgarsvæðinu. Væri úlfum ætlað að halda kanínum í skefjum yrðu þeir að sjálfsögðu að vera á þessum svæðum. Það er harla ólíklegt að slíkt nyti mikilla vinsælda meðal almennings.

Minkar eru ekki náttúruleg bráð úlfa og því er alls ekki víst að úlfarnir hefðu nokkur áhrif á stofnstærð og viðgang minkastofnsins hér á landi.

Bændum yrði varla skemmt ef innflutningur úlfa yrði að veruleika. Sennilega myndu úlfar fyrst og fremst leggjast á sauðfé á sumrin og gæti tjónið orðið umtalsvert. Á veturna er hætt við að hungrið þvingaði þá til að sækja í mannabyggðir í fæðuleit og eflaust gæti skapast umtalsverð hætta á því að þeir réðust á fólk.

Það er því ekki hægt að taka undir þá hugmynd að flytja inn úlfa til að halda hreindýrum, kanínum og minkum í skefjum. Slíkt myndi varla leysa neinn vanda en gæti skapað ótal önnur vandamál og tekjurýrnun fyrir suma hópa samfélagsins.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

1.7.2005

Síðast uppfært

7.5.2024

Spyrjandi

Pétur Ari Markússon

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Þar sem kanínur, hreindýr og minkar lifa villt á Íslandi ættum við þá ekki að flytja inn úlfa til að halda þeim í skefjum?“ Vísindavefurinn, 1. júlí 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5107.

Jón Már Halldórsson. (2005, 1. júlí). Þar sem kanínur, hreindýr og minkar lifa villt á Íslandi ættum við þá ekki að flytja inn úlfa til að halda þeim í skefjum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5107

Jón Már Halldórsson. „Þar sem kanínur, hreindýr og minkar lifa villt á Íslandi ættum við þá ekki að flytja inn úlfa til að halda þeim í skefjum?“ Vísindavefurinn. 1. júl. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5107>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Þar sem kanínur, hreindýr og minkar lifa villt á Íslandi ættum við þá ekki að flytja inn úlfa til að halda þeim í skefjum?
Áður en nýjar tegundir eru fluttar inn á svæði þurfa helst að fara fram viðamiklar vistfræðilegar athuganir. Þetta svar byggist þó ekki á neinum sérstökum athugunum en ljóst er að áhrif af innflutningi úlfa yrðu mun víðtækari en hér er fjallað um.

Hugmyndinni um að flytja inn úlfa yrði væntanlega ekki vel tekið meðal flestra hópa samfélagsins, hvort sem um væri að ræða almenning eða hagsmunaaðila eins og bændur eða ferðaþjónustufólk.

Á þeim svæðum þar sem úlfar lifa þurfa að vera stórir stofnar veiðidýra svo sem elgir, hreindýr og önnur klaufdýr. Í Alaska eru til að mynda um 900 þúsund hreindýr auk annarra veiðidýra sem halda uppi stórum og heilbrigðum úlfastofnum (sem telja 6-8 þúsund dýr), auk þess sem landsvæðið er gríðarstórt. Hér á landi telur hreindýrastofninn hins vegar aðeins á bilinu 3000-4000 dýr á frekar litlu svæði eins og lesa má um í svörum við spurningunum Hversu mörg hreindýr lifa á Íslandi? eftir EDS og Hvernig fara hreindýratalningar fram? eftir Skarphéðin Þórsisson.

Hreindýr á Íslandi eru bundin við Austurland og er stofninn ekki það stór að afræningja þurfi til að halda honum niðri. Mannskepnan hefur séð ágætlega um það með veiðum. Hreindýraveiðar á Austurlandi eru góð tekjulind fyrir Austfirðinga og skapa nokkur störf í landsfjórðungnum, svo sem fyrir leiðsögumenn, vísindamenn og ýmis störf tengd þjónustu við veiðimenn sem þangað koma.

Hugmyndinni um að flytja inn úlfa yrði væntanlega ekki vel tekið meðal flestra hópa samfélagsins.

Hvað kanínurnar varðar þá finnast villtar kanínur aðallega í Vestmannaeyjum og á útivistarsvæðum á eða nærri höfuðborgarsvæðinu. Væri úlfum ætlað að halda kanínum í skefjum yrðu þeir að sjálfsögðu að vera á þessum svæðum. Það er harla ólíklegt að slíkt nyti mikilla vinsælda meðal almennings.

Minkar eru ekki náttúruleg bráð úlfa og því er alls ekki víst að úlfarnir hefðu nokkur áhrif á stofnstærð og viðgang minkastofnsins hér á landi.

Bændum yrði varla skemmt ef innflutningur úlfa yrði að veruleika. Sennilega myndu úlfar fyrst og fremst leggjast á sauðfé á sumrin og gæti tjónið orðið umtalsvert. Á veturna er hætt við að hungrið þvingaði þá til að sækja í mannabyggðir í fæðuleit og eflaust gæti skapast umtalsverð hætta á því að þeir réðust á fólk.

Það er því ekki hægt að taka undir þá hugmynd að flytja inn úlfa til að halda hreindýrum, kanínum og minkum í skefjum. Slíkt myndi varla leysa neinn vanda en gæti skapað ótal önnur vandamál og tekjurýrnun fyrir suma hópa samfélagsins.

Mynd:...