Nýlega rakst ég á orð sem ég er ekki kunnugur úr sóknarlýsingu prests á Norðausturlandi um ca. 1780. Þar stóð: „Fyrir prestinn var borið nýbakað ærláfubrauð". Ekki getið þið útskýrt þetta orð 'ærláfubrauð'?Í Íslenskri orðabók Eddu (2002:873) er við flettiorðið láfa gefin merkingin ‘sköp konu eða kvendýrs’ og orðið sagt grófyrði.

Ærláfa eða ærláfubrauð er stór og oft ólöguleg kleina. Grófyrðið láfa er haft um ‘sköp konu eða kvendýrs’.
- FGJ og BSB.