Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1216 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hvernig er sagan af því þegar Perelman leysti Poincaré-tilgátuna?

Alþjóðlega stærðfræðistofnunin (e. International Mathematical Union) er yfirleitt talin nokkurs konar æðsta vald í stærðfræði á alþjóðavettvangi. Stofnunin skipuleggur meðal annars heimsþing stærðfræðinga og veitir svokölluð Fields-verðlaun í greininni á fjögurra ára fresti. Verðlaunin þykja samsvara nokkurs konar...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna er snákur notaður sem tákn læknisfræðinnar?

Það er rétt hjá spyrjanda að snákur eða slanga er einkennistákn læknisfræðinnar. Oft er slangan sýnd hringa sig utan um staf. Stafurinn tilheyrir Asklepíosi sem var grískur guð læknislistarinnar. Hann var sonur Apollons. Asklepíos kemur fyrir í Ilíonskviðu Hómers en þar er hann ekki talinn af guðakyni. Nokkrar ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um M.C. Escher?

Maurits Cornelis Escher (1898 - 1972), betur þekktur sem M.C. Escher, var grafískur listamaður frá Hollandi. Hann er best þekktur fyrir þakningar sínar á tvívíðum flötum og myndir sem nýta sjónskekkjur til að sýna ómögulega hluti. Óendanleikinn, óvenjuleg sjónarhorn og reglulegar þakningar koma oft fyrir í seinni ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru náttúrlegar tölur?

Öll notum við tölur þegar við verslum, skiptum fólki í mismunandi lið, eða teljum kindur. Strangt til tekið notum við þó ekki alltaf sömu tölurnar þrátt fyrir að okkur finnist það kannski. Til dæmis notum við heilu tölurnar þegar við kaupum í matinn, ræðu tölurnar þegar við skiptum fólki í lið, og náttúrlegu tölur...

category-iconLögfræði

Má láta grafa sig án líkkistu á Íslandi?

Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993 og í reglugerð um kistur, duftker, greftrun og líkbrennslu nr. 668/2007 er ekki að finna skýrt ákvæði um að skylt sé að nota líkkistu við greftranir, eða að það sé ófrávíkjanlegt. Það segir þó ekki alla söguna um útfararsiði því til eru skýr ákvæði um ki...

category-iconEfnafræði

Við hvaða hitastig og þrýsting bráðnar ál?

Ál er fljótandi á hitabilinu 660,32°C - 2519°C við eina loftþyngd samkvæmt 85. útgáfu CRC (Handbook of Chemistry and Physics) og með markpunkt (einnig kallað krítískur punktur, e. critical point) 6700°C.1,2 Samkvæmt heimildum hækkar bræðslumark áls við hækkun á þrýstingi en lækkar ekki og því ætti ekki að vera hæg...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er söguskekkja?

Þegar fjallað er um liðna tíma, vill oft brenna við að menn meta liðna atburði á forsendum síns eigin tíma, í stað þess að setja sig í spor þeirrar fortíðar sem við er að fást. Þessi tilhneiging hefur verið nefnd söguskekkja og er skyld því sem kallað er whig history á ensku en þau orð fela þó ekki í sér sömu auka...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Íþróttamenn sjást stundum nota munntóbak, hvernig fer þetta tvennt saman?

Þegar talað er um reyklaust tóbak er átt við neftóbak og munntóbak. Neftóbaks hefur verið neytt á Íslandi í mjög langan tíma. Munntóbaks hefur aftur á móti verið neytt í mun styttri tíma svo einhverju nemi en notkun þess hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum einkum meðal yngra fólks. Ein skýringin á þessari ...

category-iconStjórnmálafræði

Hvaða reglur gilda um veitingu umboðs til stjórnarmyndunar að loknum kosningum til Alþingis?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvaða reglur gilda um veitingu umboðs til stjórnarmyndunar að loknum kosningum til Alþingis? Í Alþingiskosningunum 2013 fékk sá flokkur sem fékk flest atkvæðin ekki umboðið til stjórnarmyndunar, en við fyrstu sýn þá hefði maður talið að það væri lýðræðislegasta leiðin að sá ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru til vísindamenn á Íslandi árið 1944?

Upprunalega spurningin var: Hvað voru til margir vísindamenn á Íslandi og var hægt að læra að verða vísindamaður á Íslandi 1944? Svo að byrjað sé dálítið snemma voru Íslendingar vanir að búa við háskólann í Kaupmannahöfn áður en þeir eignuðust háskóla sjálfir. Þar, eins og í flestum evrópskum háskólum, var ætl...

category-iconTrúarbrögð

Hvaða rannsóknir hefur Arnfríður Guðmundsdóttir stundað?

Arnfríður Guðmundsdóttir er prófessor í samstæðilegri guðfræði með áherslu á kvennaguðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir Arnfríðar hafa verið á sviði femíniskrar guðfræði, með áherslu á lútherska guðfræði, Kristsfræði, guðfræðileg stef í kvikmyndum og umhverfisguðfræði. Þá hef...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á dýra- og plöntufrumum?

Í svari sama höfundar við spurningunni Hver eru helstu líffæri dýra- og plöntufrumu og hvaða hlutverki gegna þau? er greint frá því hvað dýrafrumur og plöntufrumur eiga sameiginlegt. Nú skal líta á hvað greinir á milli þeirra. Það sem dýrafrumur hafa umfram plöntufrumur eru svokölluð deilikorn í geislaskauti sí...

category-iconÞjóðfræði

Er eitthvað vitað um uppruna romsunnar "úllen dúllen doff..."?

"Úllen dúllen doff" er ein vinsælasta úrtalningarromsan sem íslensk börn nota og hefur verið það lengi. Flest börn hafa hana svona: Úllen dúllen doff kikke lane koff koffe lane bikke bane úllen dúllen doff. Ljóst er að þessi romsa kemur snemma til Íslands. Í handriti eftir fræðimanninn Brynjólf Jónsson frá Mi...

category-iconLæknisfræði

Fylgja einhverjir taugasjúkdómar sýfilis eða sárasótt?

Sárasótt, öðru nafni syfílis, orsakast af bakteríu (Treponema pallidum). Fyrr á tímum var sárasótt mikill skaðvaldur hér á landi líkt og annars staðar í heiminum. Sjúkdómurinn er núorðið sjaldgæfur hérlendis og greinast einungis nokkur sárasóttartilfelli árlega. Sjúkdómurinn er enn til staðar í sumum Asíulöndum, s...

category-iconUmhverfismál

Er það rétt að skógar á norðurslóðum bindi bara brot af því kolefni sem skógar í hitabeltinu gera?

Segja má að spurningin sé tvíþætt: Er nú þegar bundið meira kolefni í skógum hitabeltisins en í norðlægum skógum? Eru hitabeltisskógarnir mikilvirkari í nýbindingu en skógar á norðurslóðum? Varðandi geymslu kolefnis er talið að í öllum skógum heimsins séu bundin um 283 gígatonn (Gt) af kolefni (skýrsla FAO 200...

Fleiri niðurstöður