Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er snákur notaður sem tákn læknisfræðinnar?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Það er rétt hjá spyrjanda að snákur eða slanga er einkennistákn læknisfræðinnar. Oft er slangan sýnd hringa sig utan um staf. Stafurinn tilheyrir Asklepíosi sem var grískur guð læknislistarinnar. Hann var sonur Apollons. Asklepíos kemur fyrir í Ilíonskviðu Hómers en þar er hann ekki talinn af guðakyni.

Nokkrar sögur greina frá því hvers vegna Asklepíos kaus slöngu sem einkennistákn sitt. Ein af þeim er á þessa leið: Asklepíos var að rannsaka látinn mann, Glákos, sem Seifur hafði lostið með eldingu. Á meðan á rannsókninni stóð skreið slanga að Asklepíosi. Hann drap hana þá með stafnum sínum. Skömmu síðar skreið inn önnur slanga og færði hinni fyrri jurtir, en hún vaknaði þá til lífsins. Asklepíos brást þá skjótt við og færði Glákosi sömu jurtir. Við það kom líf í Glákos og hann varð heill á ný. Til að heiðra slönguna gerði Asklepíos slöngu sem hringar sig utan um staf að einkennistákni sínu.

Til er annað tákn þar sem tveir snákar hringa sig utan um staf með vængjum efst. Það er tákn Hermesar og hinnar rómversku hliðstæðu hans Merkúrs en þeir voru sendiboðar guðanna. Stundum hefur það verið notað sem tákn læknislistarinnar, einkum þó í Bandaríkjunum.


Mynd sem sýnir Merkúr eða Hermes og kaupmann lengst til vinstri biðla til Asklepíosar fyrir miðri mynd. Konurnar á myndinni eru dætur Asklepíosar. Á myndinni sjást einkennistákn guðanna. Merkúr er með staf sem tvær slöngur hringa sig um en ein slanga er á staf Asklepíosar. Myndin er eftir Aubin Louis Millin, 1811.

Samkvæmt fornum sögnum stöðvaði Hermes bardaga tveggja snáka með því að reka staf sinn á milli þeirra. Í þakklætisskyni hringuðu snákarnir tveir sig utan um staf hans og mynduðu svonefndan Hermesarstaf eða Merkúrsstaf. Á ensku kallast hann cadaceus.

Notkun Merkúrsstafsins til að tákna læknisfræði er í raun ekki alveg rétt þar sem Hermes og Merkúr tengjast læknislistinni ekkert sérstaklega. Hermes var meðal annars verndari þjófa, kaupmanna og ferðalanga auk þess sem hann leiðbeindi sálum manna til undirheima. Væntanlega vilja læknar ekki láta tengja sig við ferðir til undirheima, nema þegar þeir sinna líknandi meðferð.

Í fróðlegri grein um staf Asklepíosar og Merkúrsstafinn rekja höfundarnir þennan rugling á táknunum til bókaútgáfu John Churchills í London. Útgáfufyrirtæki hans prentaði fjölmargar bækur um læknisfræði sem seldar voru í Bandaríkjunum og útgáfan notaði Merkúrsstafinn sem einkennistákn sitt. Þess vegna gæti Merkúrsstafurinn hafa orðið að ímynd læknisfræðinnar meðal lækna í Norður-Ameríku seint á 19. öld.


Merki Læknafélags Íslands og Verzlunarskóla Íslands.

Merki Læknafélags Íslands er greinilega útfærsla á Asklepíosartákninu. Í því er ein slanga og þess vegna vísar það til Asklepíosar. Merki Verzlunarskóla Íslands er hins vegar Merkúrsstafurinn, þar hringa tvær slöngur sig utan um staf, enda var Merkúr verndari verslunarmanna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

10.1.2008

Spyrjandi

Anna Arngrímsdóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvers vegna er snákur notaður sem tákn læknisfræðinnar?“ Vísindavefurinn, 10. janúar 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6995.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2008, 10. janúar). Hvers vegna er snákur notaður sem tákn læknisfræðinnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6995

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvers vegna er snákur notaður sem tákn læknisfræðinnar?“ Vísindavefurinn. 10. jan. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6995>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er snákur notaður sem tákn læknisfræðinnar?
Það er rétt hjá spyrjanda að snákur eða slanga er einkennistákn læknisfræðinnar. Oft er slangan sýnd hringa sig utan um staf. Stafurinn tilheyrir Asklepíosi sem var grískur guð læknislistarinnar. Hann var sonur Apollons. Asklepíos kemur fyrir í Ilíonskviðu Hómers en þar er hann ekki talinn af guðakyni.

Nokkrar sögur greina frá því hvers vegna Asklepíos kaus slöngu sem einkennistákn sitt. Ein af þeim er á þessa leið: Asklepíos var að rannsaka látinn mann, Glákos, sem Seifur hafði lostið með eldingu. Á meðan á rannsókninni stóð skreið slanga að Asklepíosi. Hann drap hana þá með stafnum sínum. Skömmu síðar skreið inn önnur slanga og færði hinni fyrri jurtir, en hún vaknaði þá til lífsins. Asklepíos brást þá skjótt við og færði Glákosi sömu jurtir. Við það kom líf í Glákos og hann varð heill á ný. Til að heiðra slönguna gerði Asklepíos slöngu sem hringar sig utan um staf að einkennistákni sínu.

Til er annað tákn þar sem tveir snákar hringa sig utan um staf með vængjum efst. Það er tákn Hermesar og hinnar rómversku hliðstæðu hans Merkúrs en þeir voru sendiboðar guðanna. Stundum hefur það verið notað sem tákn læknislistarinnar, einkum þó í Bandaríkjunum.


Mynd sem sýnir Merkúr eða Hermes og kaupmann lengst til vinstri biðla til Asklepíosar fyrir miðri mynd. Konurnar á myndinni eru dætur Asklepíosar. Á myndinni sjást einkennistákn guðanna. Merkúr er með staf sem tvær slöngur hringa sig um en ein slanga er á staf Asklepíosar. Myndin er eftir Aubin Louis Millin, 1811.

Samkvæmt fornum sögnum stöðvaði Hermes bardaga tveggja snáka með því að reka staf sinn á milli þeirra. Í þakklætisskyni hringuðu snákarnir tveir sig utan um staf hans og mynduðu svonefndan Hermesarstaf eða Merkúrsstaf. Á ensku kallast hann cadaceus.

Notkun Merkúrsstafsins til að tákna læknisfræði er í raun ekki alveg rétt þar sem Hermes og Merkúr tengjast læknislistinni ekkert sérstaklega. Hermes var meðal annars verndari þjófa, kaupmanna og ferðalanga auk þess sem hann leiðbeindi sálum manna til undirheima. Væntanlega vilja læknar ekki láta tengja sig við ferðir til undirheima, nema þegar þeir sinna líknandi meðferð.

Í fróðlegri grein um staf Asklepíosar og Merkúrsstafinn rekja höfundarnir þennan rugling á táknunum til bókaútgáfu John Churchills í London. Útgáfufyrirtæki hans prentaði fjölmargar bækur um læknisfræði sem seldar voru í Bandaríkjunum og útgáfan notaði Merkúrsstafinn sem einkennistákn sitt. Þess vegna gæti Merkúrsstafurinn hafa orðið að ímynd læknisfræðinnar meðal lækna í Norður-Ameríku seint á 19. öld.


Merki Læknafélags Íslands og Verzlunarskóla Íslands.

Merki Læknafélags Íslands er greinilega útfærsla á Asklepíosartákninu. Í því er ein slanga og þess vegna vísar það til Asklepíosar. Merki Verzlunarskóla Íslands er hins vegar Merkúrsstafurinn, þar hringa tvær slöngur sig utan um staf, enda var Merkúr verndari verslunarmanna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:...