Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Fylgja einhverjir taugasjúkdómar sýfilis eða sárasótt?

Steingrímur Davíðsson og Jón Hjaltalín Ólafsson

Sárasótt, öðru nafni syfílis, orsakast af bakteríu (Treponema pallidum). Fyrr á tímum var sárasótt mikill skaðvaldur hér á landi líkt og annars staðar í heiminum. Sjúkdómurinn er núorðið sjaldgæfur hérlendis og greinast einungis nokkur sárasóttartilfelli árlega. Sjúkdómurinn er enn til staðar í sumum Asíulöndum, sumstaðar í Afríku, Suður-Ameríku og jafnvel í Austur-Evrópu, og sumstaðar hefur hann verið að færast í vöxt að nýju.

Smitleiðir

Sárasótt smitar venjulega um slímhúð kynfæra við samfarir, en getur einnig smitað um aðrar slímhúðir svo sem í munnholi og endaþarmi. Dæmi eru um að smit komist í gegnum húð til dæmis á fingrum. Sýkt móðir getur einnig smitað fóstur sitt á meðgöngu.

Einkenni

Fyrstu einkenni sárasóttar eru eitt eða fleiri hörð, eymslalaus, vessandi sár, sem eru um 3-10 mm í þvermál. Sárin koma oft fram 1-6 vikum eftir smit á þeim stað þar sem bakterían komst inn í líkamann. Oft er erfitt að finna sárið ef það er inni í leggöngum, við endaþarminn eða inni í þvagrás, en þessi sár eru oftast sársaukalaus. Ef engin meðferð er gefin hverfur sárið af sjálfu sér eftir 3-6 vikur. Þótt sárin hverfi er bakterían samt sem áður lifandi í líkamanum. Eftir 1-3 mánuði kemur sjúkdómurinn oft fram aftur og þá sem útbrot á húðinni. Þessu getur fylgt hiti, flökurleiki, þreyta, liðverkir og hárlos. Jafnvel þessi einkenni geta þó horfið án meðferðar.



Hér sést hinn gormlaga sýkill Treponema pallidum sem veldur sárasótt

Fáist ekki fullnægjandi meðferð við sjúkdómnum á fyrstu stigum hans getur bakterían sest að í ýmsum vefjum líkamans og valdið ýmsum sjúkdómum síðar á ævinni, svo sem hjarta- og taugasjúkdómum. Ef fóstur smitast á meðgöngu getur bakterían einnig valdið varanlegum skaða á því.

Greining

Ef sárin eru vessandi er hægt að taka sýni beint úr þeim og skoða þau í smásjá þar sem bakteríurnar sjást. Algengara er þó að taka þurfi blóð, en mótefni greinast í blóðinu nokkrum vikum eftir smit. Ef tekið er penisilín í ófullnægjandi skömmtum getur sýkillinn leynst í marga mánuði áður en hægt er að greina hann í blóðprufum.

Meðferð

Sárasótt er læknuð með penisilíni sem oftast er gefið með sprautum í 10-17 daga. Eftir að meðferð lýkur verður að hafa nákvæmt eftirlit með smituðum einstaklingum og þarf þá að taka blóðprufur á nokkurra mánaða fresti í að minnsta kosti eitt ár. Allir rekkjunautar viðkomandi einstaklings verða að koma í skoðun þar sem afleiðingar sjúkdómsins geta verið alvarlegar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum


Svar þetta birtist upphaflega á vef Landlæknisembættis Íslands og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Hér var einnig svarað spurningunni:
Hver er gerð sýkilsins sárasóttar sýkilsins?

Höfundar

sérfræðingur í húð- og kynsjúkdómum

sérfræðingur í húð- og kynsjúkdómum

Útgáfudagur

23.1.2008

Spyrjandi

Kolbrún Valvesdóttir
Eysteinn Hjálmarsson

Tilvísun

Steingrímur Davíðsson og Jón Hjaltalín Ólafsson. „Fylgja einhverjir taugasjúkdómar sýfilis eða sárasótt?“ Vísindavefurinn, 23. janúar 2008, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7024.

Steingrímur Davíðsson og Jón Hjaltalín Ólafsson. (2008, 23. janúar). Fylgja einhverjir taugasjúkdómar sýfilis eða sárasótt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7024

Steingrímur Davíðsson og Jón Hjaltalín Ólafsson. „Fylgja einhverjir taugasjúkdómar sýfilis eða sárasótt?“ Vísindavefurinn. 23. jan. 2008. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7024>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Fylgja einhverjir taugasjúkdómar sýfilis eða sárasótt?
Sárasótt, öðru nafni syfílis, orsakast af bakteríu (Treponema pallidum). Fyrr á tímum var sárasótt mikill skaðvaldur hér á landi líkt og annars staðar í heiminum. Sjúkdómurinn er núorðið sjaldgæfur hérlendis og greinast einungis nokkur sárasóttartilfelli árlega. Sjúkdómurinn er enn til staðar í sumum Asíulöndum, sumstaðar í Afríku, Suður-Ameríku og jafnvel í Austur-Evrópu, og sumstaðar hefur hann verið að færast í vöxt að nýju.

Smitleiðir

Sárasótt smitar venjulega um slímhúð kynfæra við samfarir, en getur einnig smitað um aðrar slímhúðir svo sem í munnholi og endaþarmi. Dæmi eru um að smit komist í gegnum húð til dæmis á fingrum. Sýkt móðir getur einnig smitað fóstur sitt á meðgöngu.

Einkenni

Fyrstu einkenni sárasóttar eru eitt eða fleiri hörð, eymslalaus, vessandi sár, sem eru um 3-10 mm í þvermál. Sárin koma oft fram 1-6 vikum eftir smit á þeim stað þar sem bakterían komst inn í líkamann. Oft er erfitt að finna sárið ef það er inni í leggöngum, við endaþarminn eða inni í þvagrás, en þessi sár eru oftast sársaukalaus. Ef engin meðferð er gefin hverfur sárið af sjálfu sér eftir 3-6 vikur. Þótt sárin hverfi er bakterían samt sem áður lifandi í líkamanum. Eftir 1-3 mánuði kemur sjúkdómurinn oft fram aftur og þá sem útbrot á húðinni. Þessu getur fylgt hiti, flökurleiki, þreyta, liðverkir og hárlos. Jafnvel þessi einkenni geta þó horfið án meðferðar.



Hér sést hinn gormlaga sýkill Treponema pallidum sem veldur sárasótt

Fáist ekki fullnægjandi meðferð við sjúkdómnum á fyrstu stigum hans getur bakterían sest að í ýmsum vefjum líkamans og valdið ýmsum sjúkdómum síðar á ævinni, svo sem hjarta- og taugasjúkdómum. Ef fóstur smitast á meðgöngu getur bakterían einnig valdið varanlegum skaða á því.

Greining

Ef sárin eru vessandi er hægt að taka sýni beint úr þeim og skoða þau í smásjá þar sem bakteríurnar sjást. Algengara er þó að taka þurfi blóð, en mótefni greinast í blóðinu nokkrum vikum eftir smit. Ef tekið er penisilín í ófullnægjandi skömmtum getur sýkillinn leynst í marga mánuði áður en hægt er að greina hann í blóðprufum.

Meðferð

Sárasótt er læknuð með penisilíni sem oftast er gefið með sprautum í 10-17 daga. Eftir að meðferð lýkur verður að hafa nákvæmt eftirlit með smituðum einstaklingum og þarf þá að taka blóðprufur á nokkurra mánaða fresti í að minnsta kosti eitt ár. Allir rekkjunautar viðkomandi einstaklings verða að koma í skoðun þar sem afleiðingar sjúkdómsins geta verið alvarlegar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum


Svar þetta birtist upphaflega á vef Landlæknisembættis Íslands og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Hér var einnig svarað spurningunni:
Hver er gerð sýkilsins sárasóttar sýkilsins?
...