Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 957 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er það sem helst tefur fyrir því að vetni og aðrir "hreinir" orkugjafar leysi olíuna af hólmi?

Það er samspil ýmissa þátta sem helst ,,tefja” fyrir því að vetnisrík sambönd geti að fullu tekið við af olíu sem eldsneyti í heiminum. Það sem þeir eiga helst sameiginlegt er að lögð er ofuráhersla á að nýta sem allra best þá gríðarmiklu möguleika sem felast í vetni sem hreinum orkubera (eldsneyti). Slíkt krefst ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver eru hlutverk heilakönguls og heiladinguls?

Bæði heilaköngull og heiladingull eru innkirtlar og framleiða því hormón. Heilaköngull (e. pineal gland, lat. epiphysis) er lítið líffæri, um 1 cm á lengd, sem er í laginu eins og furuköngull. Það er staðsett rétt fyrir ofan miðheilann og fyrir framan litla heilann. Hlutverk heilaköngulsins er að mynda og seyt...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað getið þið sagt mér um myndun og mikilvægi mýlis?

Mýli er hvítt, fitukennt efni utan um suma langa taugaþræði, einkum taugasíma (e. axons), en þeir flytja taugaboð frá taugafrumum eða taugungum (e. neurons) til annarra frumna í líkamanum. Svokallaðar slíðurfrumur (e. Schwann cells) mynda einangrandi taugaslíður utan um taugaþræðina með því að vefja sig í mörg...

category-iconLæknisfræði

Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis fjallagrös virki?

Fjallagrös eru náttúruvara, það er að segja þau flokkast sem fæðubótarefni og hafa ekki markaðsleyfi sem náttúrulyf hér á landi. Fjallað eru um náttúrlyf og náttúrvörur í svari sömu höfunda við spurningunni Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum? Náttúruvörur eru seldar án þess að kröfur séu gerðar til ...

category-iconNæringarfræði

Hversu langan tíma tekur það fyrir líkamann að nýta næringarefni úr fæðunni?

Kolvetni, fita og prótín eru helstu næringarefni fæðunnar. Til þess að nýta þau úr fæðunni þarf að melta hana fyrst. Það felur í sér að mala hana og síðan að brjóta stórsameindir hennar niður í smásameindir sem hægt er að taka upp í gegnum þarmavegginn í blóðrásina. Stórsameindirnar eru fjölsykrur eins og mjöl...

category-iconStærðfræði

Hvernig bý ég til sporöskjulaga hlut?

Í stærðfræði er sporaskja oftast kölluð sporbaugur. Áður hefur verið fjallað um sporbaug á Vísindavefnum í svari sama höfundar við spurningunni Hverjir eru helstu stærðfræðilegu eiginleikar sporbaugs? Hér verður sagt frá því hvernig hægt er að nota eiginleikana sem fjallað er um í fyrrgreindu svari til að gera spo...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er ránlífi?

Til að við áttum okkur á gerðum fæðunáms lífvera á jörðinni er gott að skipta þeim í tvennt: Í fyrsta lagi eru frumbjarga lífverur, sem ýmist stunda efnatillífun eða ljóstillífun en hins vegar eru hinar ófrumbjarga lífverur; þeim flokki tilheyra meðal annarra þær lífverur sem stunda ránlífi. Ránlífi má skilg...

category-iconLæknisfræði

Hvernig lýsir Hunter-heilkenni sér og af hverju leggst það aðallega á stráka?

Hunter-heilkenni er afar sjaldgæfur erfðasjúkdómur. Talið er að alls séu um 2000 einstaklingar með sjúkdóminn í öllum heiminum. Hann stafar af víkjandi stökkbreyttu I2S-geni á X kynlitningi og er það ástæða þess að hann leggst aðallega á stráka. Strákar hafa aðeins einn X litning í frumunum sem þeir erfa í öllum t...

category-iconJarðvísindi

Hver er munurinn á eldstöð, eldstöðvakerfi og megineldstöð? Er þetta allt það sama?

Ekki er allt þetta alveg það sama, eins og skýrt er hér að neðan: Eldstöð er samkvæmt Íslenzkri orðabók Menningarsjóðs: Eldfjall, staður þar sem eldgos er eða hefur orðið. Orðið er þannig almennt, án tillits til gerðar eða stærðar: Hekla er eldstöð, einnig Eldborg á Mýrum, Skjaldbreiður og Krafla. Eldborg á...

category-iconJarðvísindi

Hver var James Hutton og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

James Hutton (1726-1797) telst hafa lagt grundvöll að nútíma jarðfræði. Hann var Skoti, fæddur í Edinborg þar sem hann bjó lengst af. Þar í borg var á ofanverðri 18. öld þungamiðja „skosku upplýsingarinnar“ svonefndu, og Hutton var framarlega í flokki andans manna sem komu sama vikulega til að ræða málin – meðal þ...

category-iconStærðfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Rögnvaldur G. Möller rannsakað?

Rögnvaldur G. Möller stundar rannsóknir í grúpufræði. Grúpufræði er ein af megingreinum nútíma algebru. Grúpa $G$ er mengi með einni reikniaðgerð sem kölluð er margföldun þannig að þegar tvö stök i grúpunni eru margfölduð saman þá er útkoman nýtt stak í grúpunni. Um reikniaðgerðina þarf að gilda að $(fg)h=f(gh)$ f...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Jóna Freysdóttir rannsakað?

Jóna Freysdóttir er prófessor í ónæmisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands (HÍ) og sérfræðingur við Ónæmisfræðideild Landspítala. Rannsóknir Jónu hafa einkum snúist um bólgu og bólguhjöðnun. Bólga er mikilvægt svar líkamans við áreiti, svo sem sýkingum og ýmsum frumuskemmdum. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt...

category-iconHagfræði

Hver er munurinn á því að taka 25 ára lán og 40 ára lán?

Munurinn liggur að hluta til í augum uppi, það er lengri tíma tekur að greiða lánið niður. Á móti kemur svo að greiðslur í hverjum mánuði eru lægri. Sem dæmi má nefna að ef vextir á láni eru 2,5% þá þarf að borga 35.750 krónur á mánuði af 10 milljóna króna láni til 40 ára en 44.862 krónur af 25 ára láni. Hér er...

category-iconLögfræði

Hvers vegna má ég ekki taka upp ættarnafn langafa míns?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég var að lesa grein um það af hverju má ekki taka upp ný ættarnöfn og langar í framhaldinu til að spyrja af hverju maður má ekki taka upp ættarnafn ættar sinnar þegar það hefur ekki verið nýtt af 2 ættliðum? Hvaða rök eru fyrir því? Í stuttu máli má segja að rökin fyrir...

category-iconNæringarfræði

Hvers vegna geymist kex lengur en brauð?

Munurinn á kexi og brauði liggur fyrst og fremst í vatnsinnihaldinu. Samkvæmt Íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) þá er heildarvatnsinnihald í kexi um það bil 2-5% meðan brauð inniheldur 35-50% raka. Heildarvatnsinnihald segir þó ekki alla söguna. Vatnið í matnum okkar er tvenns konar. Annar...

Fleiri niðurstöður