Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu langan tíma tekur það fyrir líkamann að nýta næringarefni úr fæðunni?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Kolvetni, fita og prótín eru helstu næringarefni fæðunnar. Til þess að nýta þau úr fæðunni þarf að melta hana fyrst. Það felur í sér að mala hana og síðan að brjóta stórsameindir hennar niður í smásameindir sem hægt er að taka upp í gegnum þarmavegginn í blóðrásina.

Stórsameindirnar eru fjölsykrur eins og mjölvi, þríglýseríð sem eru meginuppistaða fitu, og fjölpeptíð í prótínum. Þeim er sundrað í byggingareiningar sínar, sem sagt einsykrur, fitusýrur og glýseról og amínósýrur. Í fæðunni eru líka önnur næringarefni sem við þurfum á að halda til að okkur líði vel. Það eru vítamín og steinefni sem þarf ekki að melta, heldur eru þau tilbúin til upptöku aðallega úr þörmunum en steinefni að einhverju leyti úr ristlinum. Trefjaefni eru ómeltanlegar fjölsykrur. Þau gera einmitt gagn með því að fara óbreytt í gegnum allan meltingarveginn og vera burðarefni hægða.

Meltingarvegurinn er nokkurra metra langur og liggur frá munni til endaþarmsops.

Melting og upptaka næringarefna fer fram í meltingarveginum en hann liggur frá munni, um vélinda, maga, þarma og endar við endaþarmsopið. Í maganum fer fram mölun fæðunnar og niðurbrot prótína en lengst staldrar fæðan við í smáþörmum þar sem melting klárast og upptaka flestra næringarefnanna á sér stað. Vatn og eitthvað af steinefnum eru þó ekki tekin upp fyrr en komið er ofan í ristilinn. Það tekur fæðuna einn til tvo sólarhringa að fara meltingarveginn á enda, en aðeins lítill hluti hennar fer alla þá leið þar sem stærsti hlutinn frásogast í smáþörmunum. Þegar næringarefnin eru komin í blóðrásina berast þau til lifrar og frá henni út um allan líkamann.

Frumur taka til sín úr blóðinu þau næringarefni sem þær þurfa á að halda og fer það eftir ástandi þeirra hverju sinni hver þau eru. Kolvetni, fitu og prótín nýta frumur sem eldsneyti. Fita og prótín eru einnig notuð sem byggingarefni í frumuhimnur og fleira. Vítamín og steinefni gegna ýmsum hlutverkum, til dæmis eru mörg þeirra hjálparhvatar við efnahvörf frumnanna.

Hvenær hægt er að nýta tiltekið næringarefni úr fæðunni er mismunandi eftir því hvaða næringarefni á í hlut. Efni sem ekki þarf að melta, til dæmis einsykrur, amínósýrur og vítamín geta frumur nýtt sér stuttu eftir máltíð. Fita og prótín eru fullmelt nokkrum klukkutímum síðar. Trefjaefni nýtast ekki fyrr en þau eru komin í ristilinn, það er 1-2 sólarhringum eftir máltíð.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

6.3.2012

Spyrjandi

Andrea Rós Kristjánsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hversu langan tíma tekur það fyrir líkamann að nýta næringarefni úr fæðunni?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60451.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2012, 6. mars). Hversu langan tíma tekur það fyrir líkamann að nýta næringarefni úr fæðunni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60451

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hversu langan tíma tekur það fyrir líkamann að nýta næringarefni úr fæðunni?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60451>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu langan tíma tekur það fyrir líkamann að nýta næringarefni úr fæðunni?
Kolvetni, fita og prótín eru helstu næringarefni fæðunnar. Til þess að nýta þau úr fæðunni þarf að melta hana fyrst. Það felur í sér að mala hana og síðan að brjóta stórsameindir hennar niður í smásameindir sem hægt er að taka upp í gegnum þarmavegginn í blóðrásina.

Stórsameindirnar eru fjölsykrur eins og mjölvi, þríglýseríð sem eru meginuppistaða fitu, og fjölpeptíð í prótínum. Þeim er sundrað í byggingareiningar sínar, sem sagt einsykrur, fitusýrur og glýseról og amínósýrur. Í fæðunni eru líka önnur næringarefni sem við þurfum á að halda til að okkur líði vel. Það eru vítamín og steinefni sem þarf ekki að melta, heldur eru þau tilbúin til upptöku aðallega úr þörmunum en steinefni að einhverju leyti úr ristlinum. Trefjaefni eru ómeltanlegar fjölsykrur. Þau gera einmitt gagn með því að fara óbreytt í gegnum allan meltingarveginn og vera burðarefni hægða.

Meltingarvegurinn er nokkurra metra langur og liggur frá munni til endaþarmsops.

Melting og upptaka næringarefna fer fram í meltingarveginum en hann liggur frá munni, um vélinda, maga, þarma og endar við endaþarmsopið. Í maganum fer fram mölun fæðunnar og niðurbrot prótína en lengst staldrar fæðan við í smáþörmum þar sem melting klárast og upptaka flestra næringarefnanna á sér stað. Vatn og eitthvað af steinefnum eru þó ekki tekin upp fyrr en komið er ofan í ristilinn. Það tekur fæðuna einn til tvo sólarhringa að fara meltingarveginn á enda, en aðeins lítill hluti hennar fer alla þá leið þar sem stærsti hlutinn frásogast í smáþörmunum. Þegar næringarefnin eru komin í blóðrásina berast þau til lifrar og frá henni út um allan líkamann.

Frumur taka til sín úr blóðinu þau næringarefni sem þær þurfa á að halda og fer það eftir ástandi þeirra hverju sinni hver þau eru. Kolvetni, fitu og prótín nýta frumur sem eldsneyti. Fita og prótín eru einnig notuð sem byggingarefni í frumuhimnur og fleira. Vítamín og steinefni gegna ýmsum hlutverkum, til dæmis eru mörg þeirra hjálparhvatar við efnahvörf frumnanna.

Hvenær hægt er að nýta tiltekið næringarefni úr fæðunni er mismunandi eftir því hvaða næringarefni á í hlut. Efni sem ekki þarf að melta, til dæmis einsykrur, amínósýrur og vítamín geta frumur nýtt sér stuttu eftir máltíð. Fita og prótín eru fullmelt nokkrum klukkutímum síðar. Trefjaefni nýtast ekki fyrr en þau eru komin í ristilinn, það er 1-2 sólarhringum eftir máltíð.

Heimildir og mynd:

...