Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 721 svör fundust
Hvernig skrifar maður bók?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig skrifar maður bók? Er einhver ein leið til, með punkta og þess háttar, eða er það bara 1. kafli og svo framvegis? Getið þið bent mér á eina góða leið? Rithöfundar segja oft að þeir þurfi að finna upp hjólið í hvert skipti sem þeir skrifa nýja bók, sama hve mikla rey...
Hvernig getur faraldur eins og COVID-19 náð hámarki og dvínað svo án þess að hjarðónæmi hafi náðst?
Faraldrar smitsjúkdóma eru margslungnir og flóknir - það má með sanni segja að þeir séu jafn fjölbreyttir og sýklarnir sem valda þeim. Það gerir okkur um leið erfitt að spá fyrir um þróun þeirra, þó til séu aðferðir sem aðstoða okkur við slíkt, eins og lesa má um í svari við spurningunni Er hægt að reikna hvernig ...
Hafa fundist ný kvæði eftir forngrísku skáldkonuna Saffó?
Saffó frá Lesbos (6. öld f. Kr.) var eitt ástsælasta skáld forn-gríska menningarheimsins. Til voru níu víðlesnar bækur með kvæðum hennar sem Bókasafnið í Alexandríu bjó til útgáfu í fornöld. Þrátt fyrir þessar vinsældir hafa kvæðin varðveist afar illa til okkar tíma. Í heildarútgáfu kvæða Saffóar frá 19901 birtast...
Á stjarna eftir að lenda á jörðinni og eyða henni?
Það er ekki stjarna eins og sólin okkar sem á eftir að rekast á jörðina, heldur annað hvort halastjarna eða smástirni. Jörðin sjálf myndi ekki eyðast, því engin svo stór fyrirbæri í sólkerfinu geta rekist á jörðina. Samt sem áður eru til fyrirbæri í sólkerfinu sem gætu haft umtalsverð áhrif á jörðina, meðal annars...
Getið þið sagt mér allt um krókódíla?
Krókódílar eru stærstu núlifandi skriðdýr heimsins og sennilega einu forsögulegu risarnir sem enn eru hér á jörðinni. Rannsóknir hafa sýnt að krókódílar virðast vera skyldari fuglum en öðrum núlifandi tegundum skriðdýra. Þetta þykir afar merkilegt, sérstaklega þar sem talið er að fuglar séu komnir af hinum stórvö...
Getið þið sagt mér eitthvað um rússnesku byltinguna 1917 og hvernig hún byrjaði?
Byltingin í Rússlandi 1917 er einn af afdrifaríkustu atburðum 20. aldar og hún hafði mótandi áhrif á stjórnmál um allan heim. Hægt er að skilgreina byltinguna sem keðju uppreisna í Rússlandi sem leiddu fyrst til þess að einræðisstjórn Rússakeisara var hrundið en síðan til valdatöku ráða (sovéta) undir stjórn bolsé...
Eru úlfar í útrýmingarhættu?
Ef litið er heildrænt á úlfinn (Canis lupus) þá hefur heimsstofn hans verið nokkuð stöðugur síðastliðna tvo áratugi eða svo. Hins vegar greinist úlfurinn í 37 deilitegundir, eða 35 ef við undanskiljum hinn hefðbundna hund (Canis lupus familiaris) og dingóhunda (Canis lupus dingo). Af þessum 35 deilitegundum er...
Hvernig er öruggast að geyma rafræn gögn?
Hér er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum: Hvernig er hægt að framtíðartryggja sig gegn úreldingu sniða? Hvaða aðferðir eru notaðar við varðveislu rafrænna gagna? Hvernig fara þjóðskjalasöfn að því að geyma rafræn gögn? Til að svara spurningu um varðveislu rafrænna gagna er fyrst rétt að skoð...
Hvað getið þið sagt mér um Blaise Pascal og framlag hans til stærðfræðinnar?
Blaise Pascal (1623-1662) var franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur, uppfinningamaður, trúspekingur og ritsnillingur. Hann fæddist í Clermont, sem nú heitir Clermont-Ferrand í Auvergne, þar sem faðir hans var forseti skattdómsins og þekktur áhugamaður um stærðfræði og vísindi. Móðir hans dó þegar hann var þrigg...
Hvað kemur í veg fyrir að ríkið setji bara lögbann á öll verkföll sem skella á?
Það eru skiptar skoðanir um lagasetningu á verkföll. Verkfallsrétturinn var lögfestur á almennum vinnumarkaði með lögum nr. 80/1938. Aðrar reglur giltu um verkföll opinberra starfsmanna en verkföll þeirra voru lengstum bönnuð á 20. öldinni. Opinberum starfsmönnum var veitt heimild til verkfalla að hluta árið 1976 ...
Af hverju er ö aftast í íslenska stafrófinu?
Spurningin öll hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að ö er haft aftast í íslenska stafrófinu á meðan t.d. á og í koma á eftir a og i, og ð kemur á eftir d en þ aftarlega? Fyrst er rétt að rifja upp íslenska stafrófið og stafrófsröðina: a, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, r, s, t, u...
Hvað eru kirkjugrið og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nákvæmlega hvað eru "kirkjugrið" og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum? Á miðöldum var miðstjórnarvald veikt í öllum ríkjum Evrópu, löggæslu var heldur ekki fyrir að fara og ekki var búið að framselja ríkisvaldinu einu umboð til að beita líkamlegu valdi ei...
Hvaða spendýr er með minnstu augun?
Flest spendýr nota sjón tiltölulega mikið í daglegu lífi og stærðarmunur á augum er yfirleitt furðulítill milli tegunda. Sumar tegundir, sem eru eingöngu á ferli á nóttunni, eru með afarstór augu og treysta mikið á sjón sína þótt dimmt sé. Dæmi um þetta eru sumir lemúrar og aðrir hálfapar. Þá eru til næturdýr með ...
Hvað er sýndarveruleiki?
Orðið sýndarveruleiki er gjarnan notað sem þýðing á enska orðasambandinu „virtual reality“, en það er einkum haft um tölvulíkön sem líkja eftir afmörkuðum sviðum veruleikans. Elstu dæmin um sýndarveruleika, í þessum skilningi, eru flughermar sem notaðir hafa verið til að þjálfa flugmenn frá því á 7. áratug 20. ald...
Ef við erum ekki einu vitsmunaverurnar í heiminum, af hverju verðum við þá ekki vör við útvarpsbylgjur frá öðrum?
Þetta er góð spurning og hefur dýpri merkingu en menn gera sér almennt grein fyrir. Margir hafa spurt hennar áður og enn í dag vita menn ekki svarið við henni. Í hádegishléi árið 1950 var hópur kjarneðlisfræðinga á spjalli í Los Alamos-rannsóknarstöðinni í Bandaríkjunum. Þar var meðal annars ítalsk-bandaríski n...