Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Á stjarna eftir að lenda á jörðinni og eyða henni?

Sævar Helgi Bragason

Það er ekki stjarna eins og sólin okkar sem á eftir að rekast á jörðina, heldur annað hvort halastjarna eða smástirni. Jörðin sjálf myndi ekki eyðast, því engin svo stór fyrirbæri í sólkerfinu geta rekist á jörðina. Samt sem áður eru til fyrirbæri í sólkerfinu sem gætu haft umtalsverð áhrif á jörðina, meðal annars haft veruleg áhrif á allt lífið. Enginn veit hvenær þetta á að gerast en nánar má lesa um það í svari við spurningunni: Hvað eru miklar líkur á því að geimgrýti rekist á jörðina?

Sum smástirni skera braut jarðar og koma oft hættulega nálægt jörðinni sjálfri. Það getur vel verið að úti í geimnum séu smástirni sem gætu rekist á jörðina eftir nokkra áratugi, aldir eða milljónir ára. Við vitum bara ekki hvenær en verið er að leita að þeim.

Vísindamenn hafa fundið nokkur smástirni sem gætu rekist á jörðina í nálægri framtíð. Í desember 1997, tilkynntu þeir um fund á smástirninu 1997XF11, sem væri ef til vill ekki í frásögur færandi nema hvað að samkvæmt fyrstu útreikningum átti það að fara framhjá jörðinni í aðeins 800.000 km fjarlægð þann 26. október, 2028. Þetta smástirni er nokkrir kílómetrar í þvermál svo það gæti hæglega valdið miklum usla stefni það á jörðina. Síðari útreikningar bentu síðan til þess að smástirnið færi framhjá jörðinni í aðeins 45.000 km fjarlægð. Þegar tilkynning um þetta hafði hins vegar komist í heimsfréttirnar, fundust myndir af smástirninu frá árinu 1990 sem gerðu mönnum kleift að gera nákvæmari útreikninga. Þegar lokaútreikningarnir birtust kom í ljós að smástirnið færi framhjá jörðinni í um milljón kílómetra fjarlægð. Þetta er meira en tvöföld fjarlægð milli jarðar og tungls svo það verður að teljast mjög ólíklegt, sem betur fer, að smástirnið 1997XF11 rekist á jörðina í október 2028.

Í dag þekkja menn á fimmta hundrað hugsanlega hættuleg smástirni og árlega finnast nokkur til viðbótar. Smástirnið 1997XF11 kemst næst jörðu allra smástirna til ársins 2028, en árið 2086 mun smástirnið 2340 Hathor koma enn nær jörðu. Fjarlægð þess frá jörðu verður þá aðeins 880.000 km. Þrátt fyrir að fjarlægðin sé sem betur fer mikil, gætu þau að lokum rekist á jörðina í framtíðinni.

Árið 1950 uppgötvaðist smástirni um 1 km að þvermáli sem týndist en fannst svo óvart aftur á nýársnótt árið 2000. Menn fylgjast vel með þessu smástirni, sem kallast 1950DA, því þremur mánuðum eftir að það fannst rannsökuðu stjörnufræðingar í Kaliforníu og á Púertó Ríkó smástirnið. Þá gátu menn kannað nánar sporbraut þess og í ljós kom að 1950DA mun þrisvar sinnum á næstu öldum koma mjög nálægt jörðinni.

Dagsetningin 16. mars, 2880, veldur mönnum hvað mestum áhyggjum. Samkvæmt útreikningum nokkurra bandarískra stjörnufræðinga eru um 0,33% líkur, eða 1 á móti 300, á að smástirnið rekist á jörðina þann dag. Þetta eru svo sem ekki ýkja miklar líkur í daglegu lífi en engu að síður 100 sinnum meiri en áður þekktist. Áður en braut 1950DA var reiknuð út, voru líkurnar nefnilega 1 á móti 30.000 að 1 km smástirnið 2002CU11 rækist á jörðina 31. ágúst, 2049.

Stjörnufræðingar geta fullyrt nánast fortakslaust að smástirnið 1950DA mun ekki rekast á jörðina. Útreikningarnir ná til óvenju langs tíma, eða 878 ára, og margt á enn eftir að koma í ljós varðandi braut smástirnisins. Eins og við munum síðar koma að þarf ekki mjög mikið til þess að breyta brautinni og bægja þannig hættunni frá.

Svo er það smástirnið 433 Eros sem geimfarið NEAR lenti á í febrúar 2001. Eros mun ekki rekast á jörðina í nálægri framtíð en nýlegir útreikningar þykja hins vegar benda til þess að braut Erosar breytist oft, eins og margra annarra smástirna. Samkvæmt því eru líkurnar um 1 á móti 10 að eftir nokkur milljón ár eigi Eros eftir að rekast á jörðina. Eros er frekar stórt smástirni, um 35 km að þvermáli, en það er miklu stærra en fyrirbærið sem rakst á jörðina fyrir 65 milljón árum. Við þekkjum afleiðingarnar sem urðu þá að nokkru og því ættu afleiðingar árekstrar milli jarðar og Erosar líklega þær að lífið myndi að mestu þurrkast út.

En hvernig kæmum við í veg fyrir árekstur? Margar hugmyndir hafa komið fram en þeirra langlífust er líklega sú að sprengja nokkrar kjarnorkusprengjur á eða í smástirninu. Þessi hugmynd virðist við fyrstu sýn ágæt en er raunverulega ekki nýt í neitt nema kvikmyndahandrit, ef þá það. Ástæðan er sú að mörg brotanna sem myndast við sprenginguna myndu enn stefna á jörðina og gætu jafnvel valdið tíu sinnum meiri skaða en upprunalegi steinninn. Auk þess eru ekki öll smástirni úr bergi eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni: Hvað eru smástirni? Til þess að koma kjarnorkusprengju fyrir í smástirni þarf að bora sig í gegn og eins og við vitum er erfiðara að bora í gegnum málma en berg. Ef við hefðum engin önnur ráð myndu menn án efa prófa þessa aðferð. Margt á eftir að kanna í sambandi við þessa hugmynd og því betra að leggja hana til hliðar, í það minnsta í bili.

Ekki er þó ástæða til að útiloka kjarnorkusprengjurnar því betra væri að sprengja þær nokkur hundruð metra frá smástirninu. Geislunin frá sprengingunni myndi glóða helming smástirnisins og valda því að mjög þunnt yfirborðslag gufar upp og kastast út í geiminn. Tugir tonna af efninu kastast af smástirninu á nægilegum hraða til að hnykkja því í aðra átt. Ekki þykir þó ástæða til að hafa kjarnorkuvopnabúr í geimnum til að stöðva smástirni því bent hefur verið á aðrar leiðir til að beina smástirnum frá jörðu og við ættum að skoða þær betur.

Hægt er að beina smástirni frá með því að ýta því, eða það sem betra er, breyta brautarhraða þess þannig að það komi áður en eða eftir að jörðin sker braut þess. Þessa aðferð er hægt að nota árum eða áratugum áður en áreksturinn á sér stað. Sem dæmi má nefna að á tuttugu árum er hægt að breyta staðsetningu smástirnis í geimnum um 274.000 km, sem er meira en helmingurinn af fjarlægðinni til tunglsins, ef því er ýtt mað aðeins 1,6 km/klst hraða.

Þetta er hægt að framkvæma með hugmynd sem rússneski verkfræðingurinn Ivan Yarkovsky (1844-1902) setti fram. Samkvæmt hugmynd hans gefur heitari hlið smástirnisins, þar sem sólin skín, frá sér meiri hitageislun en sú kaldari. Hitageislunin eykur hverfiþungann sem ýtir fyrirbærinu smám saman áfram á svipaðan hátt og eldflaug er knúin áfram. Á meira en hundrað árum getur þessi færsla verið umtalsverð.

Það eina sem þarf er að koma nægilega miklu magni af sprengiefni fyrir á yfirborð smástirnisins til þess að hreinsa efsta lagið, um það bil sentímetra eða svo, þannig að hitaleiðnin breytist. Slíkt gæti einnig haft í för með sér að yfirborið breytist á einhvern nytsamlegan hátt. Auk þessa er hægt að þekja smástirnið með sykri, hveiti, kalki eða einhverju ljósu efni sem endurvarpar ljósinu meira en yfirborðið gerir.

Einnig væri hægt að nota sólarsegl eða risastóran spegil. Sólarseglið myndi nota lágan en stanslausan þrýsting frá sólargeislunum til þess að ýta smástirninu burt. Slíkt segl þarf að vera stórt og stýranlegt til þess að toga smástirnið í rétta átt. Seglið þarf að festa við smástirnið og þar sem það snýst eða kútveltist, getur reynst erfitt að festa það við smástirnið. Spegill myndi hins vegar safna sólarljósinu saman og beina að smástirninu þannig að efsta yfirborðslag þess gufi upp. Efnið sem þannig streymir á miklum hraða frá smástirninu ýtir smástirninu hægt en örugglega burt.

Útreikningar á árekstrarlíkum eru oftast byggðir á litlum gögnum og líkönum með stórum eyðum. Þessir útreikningar eru stundum til þess fallnir að hræða fólk þegar í raun er ekkert að óttast. Samt sem áður er full ástæða til að taka viðvaranir alvarlega. Við þekkjum aðferðir til að koma í veg fyrir árekstra, en allar þessar aðferðir minna ef til vill heldur á vísindaskáldsögu en raunveruleikann og hafa í för með sér dýrar geimferðir. En þegar lífið á jörðinni er í húfi, þarf væntanlega ekki að hafa áhyggjur af kostnaðinum því allar þjóðir heims, vinir sem óvinir, tækju vonandi höndum saman og dreifðu kostnaðinum á milli sín.

Viðauki:

Hinn 17. júní síðastliðinn uppgötvuðu stjörnufræðingar við Lincoln-athugunarstöðina nærri Soccoro í Nýju-Mexíkó smástirni sem kom óvenjulega nálægt jörðinni. Smástirnið kallast 2002 MN og er um 100 metrar að þvermáli. Það er því á stærð við fótboltavöll og smaug framhjá jörðinni 14. júní síðastliðin, þremur dögum áður en það uppgötvaðist en slíkt gerðist líka árið 1994.

Það sem er óhugnanlegast við þetta smástirni er hvað það kom nálægt jörðinni. Þetta er aðeins sjötta þekkta smástirnið sem sker braut tunglsins og enn sem komið er það stærsta. Stjörnufræðingar segja að smástirnið hafi smogið framhjá jörðinni í um 113.000 km fjarlægð eða milli jarðar og tungls. Ef árekstur hefði orðið, hefðum við líklega upplifað svipaðan atburð og gerðist 1908 í Tunguska í Síberíu, en það hefði þó farið eftir samsetningu steinsins. Orkan sem hefði losnað úr læðingi við árekstur væri á við stærstu kjarnorkusprengjurnar. Smástirnið var hins vegar of smátt til þess að geta talist hættulegt jörðu og líklega hefði það tvístrast í lofthjúpnum.

Skoðið einnig skyld svör:Heimildir:

Spyrjandi bætir við:
Hvenær myndi þetta þá gerast og væri hægt að koma í veg fyrir það?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:
  • Hvað kemur loftsteinninn nálægt sem kemur 2028? (Steinunn Pála Guðmundsdóttir f. 1987)
  • Er einhver hætta á að smástirnið 1950DA rekist á jörðina? (Birgir Jóhannsson f. 1984)
  • Er til tækni til að eyða loftsteini sem stefnir á jörðina? (Elísabet Jóhannesdóttir)

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

27.6.2002

Spyrjandi

Garðar Ingi, f. 1987

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Á stjarna eftir að lenda á jörðinni og eyða henni?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2002, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2536.

Sævar Helgi Bragason. (2002, 27. júní). Á stjarna eftir að lenda á jörðinni og eyða henni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2536

Sævar Helgi Bragason. „Á stjarna eftir að lenda á jörðinni og eyða henni?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2002. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2536>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Á stjarna eftir að lenda á jörðinni og eyða henni?
Það er ekki stjarna eins og sólin okkar sem á eftir að rekast á jörðina, heldur annað hvort halastjarna eða smástirni. Jörðin sjálf myndi ekki eyðast, því engin svo stór fyrirbæri í sólkerfinu geta rekist á jörðina. Samt sem áður eru til fyrirbæri í sólkerfinu sem gætu haft umtalsverð áhrif á jörðina, meðal annars haft veruleg áhrif á allt lífið. Enginn veit hvenær þetta á að gerast en nánar má lesa um það í svari við spurningunni: Hvað eru miklar líkur á því að geimgrýti rekist á jörðina?

Sum smástirni skera braut jarðar og koma oft hættulega nálægt jörðinni sjálfri. Það getur vel verið að úti í geimnum séu smástirni sem gætu rekist á jörðina eftir nokkra áratugi, aldir eða milljónir ára. Við vitum bara ekki hvenær en verið er að leita að þeim.

Vísindamenn hafa fundið nokkur smástirni sem gætu rekist á jörðina í nálægri framtíð. Í desember 1997, tilkynntu þeir um fund á smástirninu 1997XF11, sem væri ef til vill ekki í frásögur færandi nema hvað að samkvæmt fyrstu útreikningum átti það að fara framhjá jörðinni í aðeins 800.000 km fjarlægð þann 26. október, 2028. Þetta smástirni er nokkrir kílómetrar í þvermál svo það gæti hæglega valdið miklum usla stefni það á jörðina. Síðari útreikningar bentu síðan til þess að smástirnið færi framhjá jörðinni í aðeins 45.000 km fjarlægð. Þegar tilkynning um þetta hafði hins vegar komist í heimsfréttirnar, fundust myndir af smástirninu frá árinu 1990 sem gerðu mönnum kleift að gera nákvæmari útreikninga. Þegar lokaútreikningarnir birtust kom í ljós að smástirnið færi framhjá jörðinni í um milljón kílómetra fjarlægð. Þetta er meira en tvöföld fjarlægð milli jarðar og tungls svo það verður að teljast mjög ólíklegt, sem betur fer, að smástirnið 1997XF11 rekist á jörðina í október 2028.

Í dag þekkja menn á fimmta hundrað hugsanlega hættuleg smástirni og árlega finnast nokkur til viðbótar. Smástirnið 1997XF11 kemst næst jörðu allra smástirna til ársins 2028, en árið 2086 mun smástirnið 2340 Hathor koma enn nær jörðu. Fjarlægð þess frá jörðu verður þá aðeins 880.000 km. Þrátt fyrir að fjarlægðin sé sem betur fer mikil, gætu þau að lokum rekist á jörðina í framtíðinni.

Árið 1950 uppgötvaðist smástirni um 1 km að þvermáli sem týndist en fannst svo óvart aftur á nýársnótt árið 2000. Menn fylgjast vel með þessu smástirni, sem kallast 1950DA, því þremur mánuðum eftir að það fannst rannsökuðu stjörnufræðingar í Kaliforníu og á Púertó Ríkó smástirnið. Þá gátu menn kannað nánar sporbraut þess og í ljós kom að 1950DA mun þrisvar sinnum á næstu öldum koma mjög nálægt jörðinni.

Dagsetningin 16. mars, 2880, veldur mönnum hvað mestum áhyggjum. Samkvæmt útreikningum nokkurra bandarískra stjörnufræðinga eru um 0,33% líkur, eða 1 á móti 300, á að smástirnið rekist á jörðina þann dag. Þetta eru svo sem ekki ýkja miklar líkur í daglegu lífi en engu að síður 100 sinnum meiri en áður þekktist. Áður en braut 1950DA var reiknuð út, voru líkurnar nefnilega 1 á móti 30.000 að 1 km smástirnið 2002CU11 rækist á jörðina 31. ágúst, 2049.

Stjörnufræðingar geta fullyrt nánast fortakslaust að smástirnið 1950DA mun ekki rekast á jörðina. Útreikningarnir ná til óvenju langs tíma, eða 878 ára, og margt á enn eftir að koma í ljós varðandi braut smástirnisins. Eins og við munum síðar koma að þarf ekki mjög mikið til þess að breyta brautinni og bægja þannig hættunni frá.

Svo er það smástirnið 433 Eros sem geimfarið NEAR lenti á í febrúar 2001. Eros mun ekki rekast á jörðina í nálægri framtíð en nýlegir útreikningar þykja hins vegar benda til þess að braut Erosar breytist oft, eins og margra annarra smástirna. Samkvæmt því eru líkurnar um 1 á móti 10 að eftir nokkur milljón ár eigi Eros eftir að rekast á jörðina. Eros er frekar stórt smástirni, um 35 km að þvermáli, en það er miklu stærra en fyrirbærið sem rakst á jörðina fyrir 65 milljón árum. Við þekkjum afleiðingarnar sem urðu þá að nokkru og því ættu afleiðingar árekstrar milli jarðar og Erosar líklega þær að lífið myndi að mestu þurrkast út.

En hvernig kæmum við í veg fyrir árekstur? Margar hugmyndir hafa komið fram en þeirra langlífust er líklega sú að sprengja nokkrar kjarnorkusprengjur á eða í smástirninu. Þessi hugmynd virðist við fyrstu sýn ágæt en er raunverulega ekki nýt í neitt nema kvikmyndahandrit, ef þá það. Ástæðan er sú að mörg brotanna sem myndast við sprenginguna myndu enn stefna á jörðina og gætu jafnvel valdið tíu sinnum meiri skaða en upprunalegi steinninn. Auk þess eru ekki öll smástirni úr bergi eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni: Hvað eru smástirni? Til þess að koma kjarnorkusprengju fyrir í smástirni þarf að bora sig í gegn og eins og við vitum er erfiðara að bora í gegnum málma en berg. Ef við hefðum engin önnur ráð myndu menn án efa prófa þessa aðferð. Margt á eftir að kanna í sambandi við þessa hugmynd og því betra að leggja hana til hliðar, í það minnsta í bili.

Ekki er þó ástæða til að útiloka kjarnorkusprengjurnar því betra væri að sprengja þær nokkur hundruð metra frá smástirninu. Geislunin frá sprengingunni myndi glóða helming smástirnisins og valda því að mjög þunnt yfirborðslag gufar upp og kastast út í geiminn. Tugir tonna af efninu kastast af smástirninu á nægilegum hraða til að hnykkja því í aðra átt. Ekki þykir þó ástæða til að hafa kjarnorkuvopnabúr í geimnum til að stöðva smástirni því bent hefur verið á aðrar leiðir til að beina smástirnum frá jörðu og við ættum að skoða þær betur.

Hægt er að beina smástirni frá með því að ýta því, eða það sem betra er, breyta brautarhraða þess þannig að það komi áður en eða eftir að jörðin sker braut þess. Þessa aðferð er hægt að nota árum eða áratugum áður en áreksturinn á sér stað. Sem dæmi má nefna að á tuttugu árum er hægt að breyta staðsetningu smástirnis í geimnum um 274.000 km, sem er meira en helmingurinn af fjarlægðinni til tunglsins, ef því er ýtt mað aðeins 1,6 km/klst hraða.

Þetta er hægt að framkvæma með hugmynd sem rússneski verkfræðingurinn Ivan Yarkovsky (1844-1902) setti fram. Samkvæmt hugmynd hans gefur heitari hlið smástirnisins, þar sem sólin skín, frá sér meiri hitageislun en sú kaldari. Hitageislunin eykur hverfiþungann sem ýtir fyrirbærinu smám saman áfram á svipaðan hátt og eldflaug er knúin áfram. Á meira en hundrað árum getur þessi færsla verið umtalsverð.

Það eina sem þarf er að koma nægilega miklu magni af sprengiefni fyrir á yfirborð smástirnisins til þess að hreinsa efsta lagið, um það bil sentímetra eða svo, þannig að hitaleiðnin breytist. Slíkt gæti einnig haft í för með sér að yfirborið breytist á einhvern nytsamlegan hátt. Auk þessa er hægt að þekja smástirnið með sykri, hveiti, kalki eða einhverju ljósu efni sem endurvarpar ljósinu meira en yfirborðið gerir.

Einnig væri hægt að nota sólarsegl eða risastóran spegil. Sólarseglið myndi nota lágan en stanslausan þrýsting frá sólargeislunum til þess að ýta smástirninu burt. Slíkt segl þarf að vera stórt og stýranlegt til þess að toga smástirnið í rétta átt. Seglið þarf að festa við smástirnið og þar sem það snýst eða kútveltist, getur reynst erfitt að festa það við smástirnið. Spegill myndi hins vegar safna sólarljósinu saman og beina að smástirninu þannig að efsta yfirborðslag þess gufi upp. Efnið sem þannig streymir á miklum hraða frá smástirninu ýtir smástirninu hægt en örugglega burt.

Útreikningar á árekstrarlíkum eru oftast byggðir á litlum gögnum og líkönum með stórum eyðum. Þessir útreikningar eru stundum til þess fallnir að hræða fólk þegar í raun er ekkert að óttast. Samt sem áður er full ástæða til að taka viðvaranir alvarlega. Við þekkjum aðferðir til að koma í veg fyrir árekstra, en allar þessar aðferðir minna ef til vill heldur á vísindaskáldsögu en raunveruleikann og hafa í för með sér dýrar geimferðir. En þegar lífið á jörðinni er í húfi, þarf væntanlega ekki að hafa áhyggjur af kostnaðinum því allar þjóðir heims, vinir sem óvinir, tækju vonandi höndum saman og dreifðu kostnaðinum á milli sín.

Viðauki:

Hinn 17. júní síðastliðinn uppgötvuðu stjörnufræðingar við Lincoln-athugunarstöðina nærri Soccoro í Nýju-Mexíkó smástirni sem kom óvenjulega nálægt jörðinni. Smástirnið kallast 2002 MN og er um 100 metrar að þvermáli. Það er því á stærð við fótboltavöll og smaug framhjá jörðinni 14. júní síðastliðin, þremur dögum áður en það uppgötvaðist en slíkt gerðist líka árið 1994.

Það sem er óhugnanlegast við þetta smástirni er hvað það kom nálægt jörðinni. Þetta er aðeins sjötta þekkta smástirnið sem sker braut tunglsins og enn sem komið er það stærsta. Stjörnufræðingar segja að smástirnið hafi smogið framhjá jörðinni í um 113.000 km fjarlægð eða milli jarðar og tungls. Ef árekstur hefði orðið, hefðum við líklega upplifað svipaðan atburð og gerðist 1908 í Tunguska í Síberíu, en það hefði þó farið eftir samsetningu steinsins. Orkan sem hefði losnað úr læðingi við árekstur væri á við stærstu kjarnorkusprengjurnar. Smástirnið var hins vegar of smátt til þess að geta talist hættulegt jörðu og líklega hefði það tvístrast í lofthjúpnum.

Skoðið einnig skyld svör:Heimildir:

Spyrjandi bætir við:
Hvenær myndi þetta þá gerast og væri hægt að koma í veg fyrir það?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:
  • Hvað kemur loftsteinninn nálægt sem kemur 2028? (Steinunn Pála Guðmundsdóttir f. 1987)
  • Er einhver hætta á að smástirnið 1950DA rekist á jörðina? (Birgir Jóhannsson f. 1984)
  • Er til tækni til að eyða loftsteini sem stefnir á jörðina? (Elísabet Jóhannesdóttir)
...