Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 836 svör fundust
Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn?
Spurningin í heild var: Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn þegar maður er búinn að borða? Ég þekki þetta ekki frá Þýskalandi. Þýskir siðir geta verið talsvert mismunandi eftir landshlutum en víðast hvar er ekki venja að þakka fyrir matinn á sama hátt og á Íslandi eða annars staðar á Norðurlöndu...
Hvenær og hvernig fannst Langisjór?
Langisjór er næst stærsta stöðuvatnið á hálendinu ef frá eru talin uppistöðulón virkjanna. Aðeins Hvítárvatn er stærra (29,6 km2). Langisjór liggur í dæld á milli móbergshryggjanna Tungnárfjalla og Fögrufjalla og er 20 km langur og um 27 km2 að flatarmáli. Mjög erfitt er að segja til með fullri vissu hver það var ...
Af hverju er svart fólk stundum kallað blámenn?
Heitið Bláland kemur fyrir í fornum íslenskum sagnaritum, til dæmis í Mattheusar sögu postula, einu elsta sagnariti sem til er á íslensku. Af samanburði við erlendar gerðir sögunnar má sjá að þetta orð er þýðing á latneska heitinu Aethiopia. Í Historia de antiquitate regum Norwagiensium, norsku riti á latínu sem r...
Hvaðan kemur orðið þágufall?
Eitt falla í latínu nefnist dativus og hafa nágrannamál eins og norðurlandamál, enska og þýska nýtt sér það í mállýsingum sínum (d. dativ, e. dative, þ. Dativ). Það lýsir því í hvers þágu eða óþágu eitthvað verður eða er gert. Í latneskri málfræði er til dæmis greint á milli, dativus commodi sem mætti nefna þægind...
Hvernig komu áhrif upplýsingarinnar fram á Íslandi?
Hekluganga Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar markaði að ákveðnu leyti upphaf upplýsingarinnar hér á landi. Þeir klifu þetta víðfræga og alræmda fjall árið 1750 og afsönnuðu þá hjátrú að þar væri op Vítis en sýndu að hægt væri að mæla og rannsaka náttúruna á vísindalegan hátt. Fjallgangan var því táknræn fyrir...
Hvernig eru reglurnar með stúdentahúfur? Hvenær eiga þær að vera svartar?
Sá siður að skólanemendur (hér áður fyrr einkum skólapiltar) klæði sig með einkennandi hætti og beri þá meðal annars sérstök höfuðföt á sér rætur allt aftur til miðaldaskólanna í Evrópu og jafnvel mætti fara enn aftar í söguna. Oftar en ekki dró þessi einkennisklæðnaður dám af fatatísku embættismanna og yfirstétta...
Hver var Árni Friðriksson og hvert var hans framlag til vísindanna?
Árni Friðriksson er einn af merkustu frumkvöðlum í rannsóknum á lífríki hafsins hér við land. Árni var Vestfirðingur, fæddur þann 22. desember 1898. Hann gekk í barnaskóla í tvo vetur hjá séra Böðvari Bjarnasyni á Rafnseyri sem veitti honum nauðsynlegan undirbúning fyrir menntaskóla. Árið 1920 hóf hann nám í stærð...
Hvað lásu Íslendingar á 18. öld?
Ætla má að um 1740 hafi rúmlega þriðjungur fullorðinna Íslending getað lesið sér til gagns á bók, nokkru færri konur en karlar. Árin 1741–1745 fóru Ludvig Harboe, síðar biskup á Sjálandi, og Jón Þorkelsson, fyrrum rektor Skálholtsskóla, um landið á vegum konungs og ræddu við presta, sem margir hverjir voru illa að...
Getið þið sagt mér eitthvað um skarfakál?
Skarfakál (Cochlearia officinalis) er af krossblómaætt (Cruciferae). Það vex víða meðfram ströndum landsins en finnst einnig inn til sveita. Skarfakál vex best þar sem jarðvegur er þykkur eða moldríkur, til dæmis við lundaholur og við bæi við ströndina. Í Íslenskum sjávarháttum eftir Lúðvík Kristjánsson segir að s...
Hvaðan er orðið skötuhjú komið?
Elsta dæmi um orðið skötuhjú í Ritmálsskrá Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er frá árinu 1898. Dæmið er úr tímaritinu Fjallkonunni og þar segir: "karl og kerling, einhver ljótustu skötuhjú, sem ég hefi séð á ævi minni." Önnur dæmi í Ritmálsskránni benda til þess að skötuhjú hafi í fyrstu aðeins ver...
Hvað er að þessari sönnun á að 1 = -1?
Áður en við skoðum sönnun spyrjanda á að $1 = -1$ skulum við skoða tvö hugtök sem koma fyrir í sönnuninni: Annars vegar kvaðratrót og hins vegar töluna $i$. Látum $a$ tákna jákvæða tölu. Kvaðratrótin af $a$ er táknuð með $\sqrt{a}$ og hún ákvarðast af eftirfarandi tveimur eiginleikum: $\sqrt{a}$ er jákvæð ta...
Hvernig komst Dalvík inn í Android-stýrikerfið?
Íslensk örnefni hafa stundum lagt land undir fót. Í Vesturheimi er að finna mörg örnefni sem Vestur-Íslendingar tóku með sér yfir hafið í lok 19. aldar. Þar er nú að finna nöfn eins og Gimli, Reykjavík, Árbakki og Bifröst. Á Íslandi er svo á hinn bóginn að finna mörg örnefni sem eiga uppruna sinn í Noregi og víðar...
Hvaða orðasambönd tengjast buxum?
Orðið buxur er þekkt í málinu frá því á 16. öld. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1576:Prestar skulu ei bera […] fellda understacka, stuttvijdar buxur. Samkvæmt Ásgeiri Blöndal Magnússyni (1989:96) er orðið fengið að láni úr miðlágþýsku buxe, boxe sem aftur er stytting á *buckhose. Buck í þýs...
Hvert er algengasta nafn á sveitabæ á Íslandi?
Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að finna gagnasafn sem kallast Bæjatal. Þar má leita að bæjarheitum eftir stafrófsröð, með því að slá inn tiltekið nafn eða leita eftir sveitarfélögum og sýslum. Þegar leitað er að ákveðnu bæjarnafni birtast niðurstöður sem sýna öll bæjarnöfn þar sem viðkomand...
Er götuheitið Laugavegur alltaf skrifað þannig og af hverju dregur gatan nafn sitt?
Laugavegurinn liggur úr miðbænum inn í Laugardal. Hann tekur við af Bankastræti (sem áður hét Bakarastígur eða Bakarabrekka) og stefnir austur á bóginn. Neðsti hluti Laugavegar hét áður Vegamótastígur en þá lá gatan ekki nema skammt upp holtið. Bæjarstjórnin í Reykjavík ákvað 1885 að hefja skyldi vegarlagningu inn...