
Hvammur er annað algengasta bæjarheiti á Íslandi. Hér sést Hvammur í Dölum en þar nam Auður djúpúðga land og reisti sér bústað. Ættfaðir Sturlunga, Sturla Þórðarson, bjó í Hvammi og þar fæddust synir hans Þórður, Sighvatur og Snorri. Mörgum öldum seinna ólst upp í Hvammi Árni Magnússon prófessor og handritasafnari.
Bæjarnafn: | Fjöldi: |
Hóll | 31 |
Hvammur | 28 |
Bakki | 24 |
Hlíð | 22 |
Grund | 21 |
Brekka | 20 |
Gröf | 19 |
Þverá | 18 |
Kirkjuból | 17 |
Tunga | 17 |
- Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 13. 6. 2013).