Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3258 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Fellur súrt regn á Íslandi? Hvert er viðnám íslenskra vatna við því?

Súrt regn fellur þar sem regnið er blandað brennisteinssýru (H2SO4), saltpéturssýru (HNO3) og lífrænum sýrum. Þessar sýrur myndast við bruna á kolum og olíu og eru því mjög algengar þar sem iðnaður er mikill. Áhrifa súrs regns gætir aðallega á austurströnd Bandaríkjanna, á Bretlandseyjum, í Norður-Evrópu og í Suðu...

category-iconLögfræði

Er löglegt að sýna auglýsingar í miðjum þáttum í sjónvarpsdagskrá á Íslandi?

Á undanförnum árum hefur framboð efnis í útvarpi og sjónvarpi stóraukist og er nú mikið, oft heldur meira en eftirspurnin. Með aukinni samkeppni hefur baráttan harðnað á markaðnum fyrir útvarps- og sjónvarpsefni og ljósvakamiðlar keppast við að ná sem flestum hlustendum og áhorfendum. Um útvörpun á ljósvakaefni...

category-iconHugvísindi

Af hverju voru yfirvöld á Íslandi áður á móti borgarsamfélagi og Reykjavík?

Það er sagt vera algengt í vanþróuðum landbúnaðarsamfélögum að fólk leitist við að takmarka aðra atvinnuvegi, svo sem verslun, og loka þá úti frá samfélaginu. Slíkt er að sjálfsögðu að einhverju leyti gert með fordæmingu. Á Íslandi kemur andúð á verslun fram strax í Íslendingasögum, einkum verslun sem er stund...

category-iconLandafræði

Hver er fámennasti bær/þorp á Íslandi og hversu margir búa þar?

Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að skilgreina hvað átt er við með hugtökunum bær eða þorp. Hér er gert ráð fyrir að bær eða þorp hafi sömu merkingu og þéttbýli. Í svari Sigurðar Guðmundssonar við spurningunni Hvernig eru hugtökin dreifbýli og landsbyggð skilgreind hér á landi? kemur fram að al...

category-iconLæknisfræði

Eru einhverjar rannsóknir í gangi á Íslandi um notagildi stofnfruma úr naflastrengjum?

Blóðmyndandi stofnfrumur eru forverar allra blóðfrumna, það er rauðkorna, hvítkorna og blóðflaga. Þær eiga sér aðsetur í beinmerg fullorðinna en finnast einnig í mjög litlu magni í blóði. Blóðmyndandi stofnfrumur hafa verið notaðar til lækninga í rúmlega þrjá áratugi til að endurmynda blóðfrumukerfi einstaklinga m...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu mörg hreindýr lifa á Íslandi og hversu mörg þeirra eru villt?

Skarphéðin Þórisson hjá Náttúrustofu Austurlands hefur fjallað um hreindýratalningar í svari hér á Vísindavefnum, en slíkar talningar eru grundvöllur þess að hægt sé að meta stofnstærð hreindýra. Þar segir meðal annars:Í stuttu máli fara hreindýratalningar þannig fram í dag að í júlí er flogið yfir Snæfellsöræfi,...

category-iconVísindavefur

Get ég fengið að sjá rúnastafrófið eins og það var á Íslandi?

Rúnir eru elsta form skrifleturs meðal germanskra þjóða. Orðið rún getur merkt leyndarmál, einkamál eða vísdómur. Til eru tvær gerðir af rúnakerfum. Eldra kerfið hefur 24 rúnir og var notað frá 2. öld e. Kr. fram til þeirrar áttundu. Þá var tekið upp nýtt rúnakerfi með 16 rúnum. Yngri rúnirnar hafa aðeins fundist ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað þarf að gera til að fá starfsréttindi sem sálfræðingur á Íslandi?

Titillinn sálfræðingur er lögverndað starfsheiti. Samkvæmt lögum um sálfræðinga nr. 40/1976 mega þeir einir kallast sálfræðingar sem fengið hafa til þess leyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Brot gegn lögunum geta varðað fjársektum og jafnvel fangelsisvist. Til að fá starfsréttindi sem sálfræðingar...

category-iconJarðvísindi

Hvað gerist ef möttulstrókurinn undir Íslandi hættir allt í einu að virka?

Heitir reitir nefnast svæði á yfirborði jarðar sem standa hátt yfir umhverfi sitt og einkennast af hlutfallslega mikilli eldvirkni, það er kvikuframleiðslu. Orsök heitra reita hugsa menn sér að séu möttulstrókar, súlulaga efnismassar sem ná djúpt niður í jarðmöttulinn. Ef möttulstrókurinn „hættir að virka“ þá...

category-iconLífvísindi: almennt

Vex plantan Linnaea borealis á Íslandi og hefur hún eitthvað íslenskt heiti?

Plantan Linnaea borealis er lágvaxin skógarbotnsplanta og nefnist á íslensku lotklukka. Hún vex í Norður-Ameríku og Evrasíu. Í Evrópu vex lotklukkan í Skandinavíu, á Bretlandseyjum og á meginlandi Evrópu, norðan Alpafjalla. Einnig vex hún víða í fjalllendu svæði Austur-Evrópu og í Ölpunum. Lotklukkan vex ekki ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Jörundur hundadagakonungur og hvað var hann að gera á Íslandi?

Jörgen Jörgensen (1780–1841), betur þekktur sem Jörundur hundadagakonungur, var danskur ævintýramaður. Hann var sonur hins konunglega úrsmiðs og ólst upp í Kaupmannahöfn. Það kom fljótt í ljós að hann var afar greindur, en engu að síður erfiður drengur og ódæll, prakkari og stríðnispúki. Úr varð að hann fór á sjó ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hversu margir starfa við landbúnað á Íslandi og hversu margir við sjávarútveg?

Í stuttu máli sagt vinna flestir Íslendingar störf sem tengjast þjónustu. Hagstofa Íslands hefur um alllangt skeið gert vinnumarkaðsrannsóknir í því skyni að afla haldbærra og greinargóðra gagna um vinnumarkaðinn hér á landi. Þetta svar er byggt á niðurstöðum úr þeim rannsóknum eins og þær birtast á vef Hagstof...

category-iconHagfræði

Gilda sömu reglur um ársreikninga fyrirtækja í skattaskjólum og fyrirtækja á Íslandi?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Þegar íslensk fyrirtæki telja fram til skatts með ársreikning sem aðalgagn þá er hann einungis undirritaður af endurskoðanda eftir að viðkomandi endurskoðandi hefur fengið í hendur útskriftir af bankareikningum fyrirtækisins, fjárhagslegum samskiptum við skattyfirvöld,...

category-iconMenntunarfræði

Hve margir á Íslandi hafa útskrifast sem stúdent 18 ára og yngri?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hve margir á Íslandi hafa útskrifast sem stúdent 18 ára og yngri? Miðað við þetta líðandi ár (2016). Hagstofa Íslands birtir ýmislegt talnaefni um þjóðfélagið. Meðal annars má þar finna upplýsingar um framhaldsskóla landsins og nemendur þeirra. Menntaskólinn í Reykjavík...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað var liturinn appelsínugulur kallaður áður en appelsínur urðu þekktar á Íslandi?

Upprunalega spurningin var á ensku:What was the name for the color of orange (appelsínugulur) before oranges (appelsína) were known in Iceland? Elsta dæmið í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðið appelsína er úr ritinu Sonur gullsmiðsins á Bessastöðum. Bréf Gríms Thomsens og varðandi hann 1838–1858 en bréfi...

Fleiri niðurstöður