Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru einhverjar rannsóknir í gangi á Íslandi um notagildi stofnfruma úr naflastrengjum?

Kristbjörn Orri Guðmundsson

Blóðmyndandi stofnfrumur eru forverar allra blóðfrumna, það er rauðkorna, hvítkorna og blóðflaga. Þær eiga sér aðsetur í beinmerg fullorðinna en finnast einnig í mjög litlu magni í blóði. Blóðmyndandi stofnfrumur hafa verið notaðar til lækninga í rúmlega þrjá áratugi til að endurmynda blóðfrumukerfi einstaklinga með ýmsa sjúkdóma, til dæmis arfgenga blóðsjúkdóma eða hvítblæði. Í fyrstu var það gert með beinmergsígræðslum en á síðari árum einnig með hreinum stofnfrumum, það er einöngruðum úr beinmerg eða blóði og er þá talað um stofnfrumuígræðslur.

Um margra ára skeið hefur verið þekkt að naflastrengs- og fylgjublóð inniheldur töluvert magn blóðmyndandi stofnfrumna. Þessi efniviður er sérstakur að því leyti að öllu jöfnu fer hann í ruslið og er því kjörinn til rannsókna á líffræði stofnfrumna. Reyndar hafa stofnfrumur úr naflastrengsblóði verið notaðar erlendis til ígræðslu með ágætum árangri og var fyrsta slíka aðgerðin framkvæmd árið 1989. Notkunargildi þeirra til lækninga takmarkast þó fyrst og fremst við börn því að heildarfjöldinn er lítill þótt hlutfall stofnfrumna í naflastrengsblóði sé nokkuð hátt.

Hér á landi hafa blóðmyndandi stofnfrumur úr naflastrengsblóði verið notaðar til vísindarannsókna frá árinu 1996 í samstarfi Blóðbankans, Barnaspítala Hringsins, Kvennadeildar Landspítala - Háskólasjúkrahúss og fleiri aðila.

Höfundur

líffræðingur hjá Blóðbankanum

Útgáfudagur

23.9.2002

Spyrjandi

Ólína Inga Björnsdóttir

Tilvísun

Kristbjörn Orri Guðmundsson. „Eru einhverjar rannsóknir í gangi á Íslandi um notagildi stofnfruma úr naflastrengjum?“ Vísindavefurinn, 23. september 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2720.

Kristbjörn Orri Guðmundsson. (2002, 23. september). Eru einhverjar rannsóknir í gangi á Íslandi um notagildi stofnfruma úr naflastrengjum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2720

Kristbjörn Orri Guðmundsson. „Eru einhverjar rannsóknir í gangi á Íslandi um notagildi stofnfruma úr naflastrengjum?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2720>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru einhverjar rannsóknir í gangi á Íslandi um notagildi stofnfruma úr naflastrengjum?
Blóðmyndandi stofnfrumur eru forverar allra blóðfrumna, það er rauðkorna, hvítkorna og blóðflaga. Þær eiga sér aðsetur í beinmerg fullorðinna en finnast einnig í mjög litlu magni í blóði. Blóðmyndandi stofnfrumur hafa verið notaðar til lækninga í rúmlega þrjá áratugi til að endurmynda blóðfrumukerfi einstaklinga með ýmsa sjúkdóma, til dæmis arfgenga blóðsjúkdóma eða hvítblæði. Í fyrstu var það gert með beinmergsígræðslum en á síðari árum einnig með hreinum stofnfrumum, það er einöngruðum úr beinmerg eða blóði og er þá talað um stofnfrumuígræðslur.

Um margra ára skeið hefur verið þekkt að naflastrengs- og fylgjublóð inniheldur töluvert magn blóðmyndandi stofnfrumna. Þessi efniviður er sérstakur að því leyti að öllu jöfnu fer hann í ruslið og er því kjörinn til rannsókna á líffræði stofnfrumna. Reyndar hafa stofnfrumur úr naflastrengsblóði verið notaðar erlendis til ígræðslu með ágætum árangri og var fyrsta slíka aðgerðin framkvæmd árið 1989. Notkunargildi þeirra til lækninga takmarkast þó fyrst og fremst við börn því að heildarfjöldinn er lítill þótt hlutfall stofnfrumna í naflastrengsblóði sé nokkuð hátt.

Hér á landi hafa blóðmyndandi stofnfrumur úr naflastrengsblóði verið notaðar til vísindarannsókna frá árinu 1996 í samstarfi Blóðbankans, Barnaspítala Hringsins, Kvennadeildar Landspítala - Háskólasjúkrahúss og fleiri aðila.

...