Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4826 svör fundust
Er suðusúkkulaði fitandi?
Mörgum þykir súkkulaði ómótstæðilegt og vita fátt betra en gæða sér á mola. Súkkulaði hefur líka ýmislegt sér til ágætis annað en gott bragð. Í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Hvaða áhrif hefur súkkulaði á líkamann? kemur meðal annars fram að dökkt súkkulaði er ágætis uppspretta járns, magnesí...
Af hverju eru skíðishvalir ekki jafnfélagslyndir og tannhvalir?
Ólík félagskerfi skíðishvala og tannhvala eru að mestu mótuð af lifnaðarháttum þeirra og líkamsbyggingu. Tannhvalir margfalda afkastagetu sína við veiðar ef þeir tilheyra hópi sem vinnur saman á kerfisbundinn og skipulagðan hátt. Líkamsbygging skíðishvala er gerólík byggingu tannhvala. Veiðibúnaður þeirra, það er ...
Geta hvalir talist meindýr?
Hvort hvalir geti talist meindýr eða ekki fer eftir því hvaða skilning við leggjum í hugtakið meindýr. Gömul skilgreining á meindýrum er eftirfarandi: dýr sem valda mönnum skaða á heimili, við vinnu eða á eigin skinni. Aðra og aðeins nánari skilgreiningu er að finna í reglugerð 350/2014 um meðferð varnarefna og...
Hvernig er best að nota orðið krakkar, eru unglingar ennþá krakkar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Góðan dag. Langar að forvitnaðst um orðið krakkar. Nota það hér á heimilinu fyrir unglingana hér alla hvort sem þau eru 16 ára til 21 árs gömul. Hvernig skal nota það og er það aldurskipt? Væri betra að segja unglingar? Orðið krakki er í Íslenskri orðabók (2002: 812) ...
Hvaða sterka ljós er þetta á himninum í vestri, gæti það verið gervihnöttur?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég er í Grindavík og sé alltaf frekar sterkt ljós sem virðist vera nánast stöðugt yfir Reykjanesinu. Séð frá mér er þetta nánast í vestur og virðist ekki vera mjög hátt. Hvað er þetta og hver er tilgangurinn? Ég geri ráð fyrir að þetta sé gervihnöttur af einhverjum toga og væri g...
Hvaða tæri er átt við þegar menn komast í tæri við einhvern?
Orðasambandið að komast í tæri við einhvern er kunnugt frá síðari hluta 18. aldar. Í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar, sem unnin var undir lok 18. aldar en gefin út 1814, eru dönsku skýringarnar eftir málfræðinginn Rasmus Kristian Rask. Tæri er sagt merkja ‘Samliv’ (það er sambúð) og komast í t...
Hvers vegna hafna konur kynlífi tímabundið fyrir eða eftir blæðingar?
Upplýsingar um kynlífshegðun fólks gefa okkur ekki tilefni til að ætla að konur hafni almennt kynlífi fyrir eða eftir blæðingar. Konur eru með mismunandi þrár og langanir til kynlífs sem tengjast margvíslegum þáttum sem reynt verður að minnast á í þessu svari en fyrst mun ég fjalla um blæðingar og viðhorf til þeir...
Af hverju eru bara tólf mánuðir í árinu?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvaða ár er í Kína og af hverju eru þeir ekki með sama tímatal og við? Garðar JónssonAf hverju er ekki 13 mánuðir í ári, það myndi passa akkúrat? Ingibjörg SigfúsdóttirAf hverju eru í árinu 12 mánuðir, 56 vikur og 356 dagar? Víkingur FjalarHvenær eru áramót hjá þeim se...
Hversu nálægt háspennulínum er talið óhætt að búa?
Við hönnun og lagningu á íslenskum háspennulínum er þess gætt að þær liggi ekki of nálægt öðrum mannvirkjum. Almennt gildir að fjarlægð á milli íbúðarhúss og háspennulínu skuli vera að minnsta kosti 10 metrar og meiri ef línan stendur hærra en mannvirkið. Upplýsingar um leyfilegar fjarlægðir má meðal annars finna ...
Eru rauðíkornar í útrýmingarhættu og ef svo er, af hverju?
Rauðíkorni eða evrópski rauðíkorninn (Sciurus vulgaris) er tiltölulega algengur í skóglendi um gjörvalla Evrópu og langt austur til Síberíu. Útbreiðsla þessarar tegundar hefur þó breyst talsvert á síðustu hundrað árum og þrátt fyrir að vera enn algengir í Mið-Evrópu eru rauðíkornar á hröðu undanhaldi á Bretlandsey...
Af hverju er auðveldara að halda jafnvægi á hjóli þegar maður er á ferð?
Allir sem hafa einhvern tímann hjólað vita að það er ómögulegt að halda jafnvægi á kyrrstæðu reiðhjóli eða hjóli sem fer mjög hægt. Reiðhjólið þarf að vera á sæmilegri ferð til að hjólreiðamaðurinn sjálfur geti haldið því uppréttu. Þetta tengist því sem er líka eftirtektarvert, að við höllum hjólinu viljandi í...
Hver er þriðji stærsti skógur Íslands?
Frá fornu fari hefur verið talað um þrjá höfuðskóga Íslands: Hallormsstaðaskóg, Vaglaskóg og Bæjarstaðarskóg. Í þeim öllum eru trén óvenjuhávaxin á íslenskan mælikvarða og eru tveir þeir fyrrnefndu allstórir að flatarmáli en Bæjarstaðarskógur talsvert minni um sig. Því hefur verið haldið fram að Hallormsstaðaskóg...
Af hverju er allt svona mikið vesen?
Það er af því að einu sinni var uppi maður að nafni Murphy. Hann setti fram lögmál sem við hann er kennt og nefnist lögmál Murphys. Lögmálið er yfirleitt dregið saman í eina setningu: Allt sem getur farið úrskeiðis gerir það, fyrr eða síðar. Út frá lögmálinu má meðal annars leiða eftirfarandi reglur: Allt te...
Hverjir eru 5 bestu háskólar í heimi og hvað kostar að stunda þar nám?
Þetta er ein af þeim spurningum sem ekki er hægt að svara afdráttarlaust, en hvað telst vera best er alltaf háð ákveðnu gildismati. Nokkur eining ríkir þó um hvaða háskólar séu taldir meðal þeirra bestu, en reynt hefur verið að meta gæði skóla á hlutlægan hátt. Ein þekktasta rannsóknin á gæðum háskóla er á vegu...
Hvaða aðferðir henta best til að ala upp börn?
Bandaríski sálfræðingurinn Diana Baumrind hefur athugað samband þroska barna á forskólaaldri við uppeldishætti foreldra. Baumrind greindi börnin í þrjá hópa eftir sjálfsaga, sjálfstæði og sjálfstrausti þeirra og eftir því hversu athugul og vingjarnleg þau voru. Í fyrsta hópi voru börn sem voru bæði virk og lipur í...