Ég er í Grindavík og sé alltaf frekar sterkt ljós sem virðist vera nánast stöðugt yfir Reykjanesinu. Séð frá mér er þetta nánast í vestur og virðist ekki vera mjög hátt. Hvað er þetta og hver er tilgangurinn? Ég geri ráð fyrir að þetta sé gervihnöttur af einhverjum toga og væri gaman að vita hvað hann er að gera.Fyrirbærið sem spyrjandi vísar til er ekki gervihnöttur heldur einfaldlega plánetan Venus. Hún hefur skinið skærast á kvöldhimninum í vestri það sem af er árs 2020. Venus var hæst á lofti í marsmánuði en fer lækkandi, þegar þetta er skrifað, með hverju kvöldinu sem líður og hverfur smám saman í sumarbirtuna.

Tunglið, Venus og Sjöstirnið í apríl 2020.
- ^ Sjá nánar um það hér: Þverganga Venusar - Stjörnufræðivefurinn. (Sótt 1.05.2020).
- Sævar Helgi Bragason.