Venus er oft hátt yfir sjóndeildarhringnum og getur sést talsvert fram eftir kvöldi. Þegar hún er björtust er Venus 16 sinnum bjartari en bjartasta stjarna himinsins og því er oft auðvelt að finna hana um það bil í þeirri átt sem sólin er í þá stundina, hvort sem sólin er á lofti eður ei. Með góðum handsjónauka er hægt að sjá kvartilaskipti Venusar en mjög erfitt er að koma auga á einhver smáatriði í lofthjúpnum þótt notast sé við góðan stjörnusjónauka. Á Vísindavefnum eru mörg önnur svör eftir sama höfund um fyrirbæri sem sjá má á næturhimninum, til dæmis:
- Hvaða stjarna sést núna á suðvesturhimninum bæði kvölds og morgna, jafnvel þó að sólin sé að koma upp?
- Hvar á himninum eru Fjósakonurnar og Sjöstirnið?
- Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Óríon?
- Hvar er hægt að sjá stjörnumerkið Hrútinn og hvað getið þið sagt mér um það?
- Hvernig lítur stjörnumerkið Fiskarnir út?
- Hversu margar stjörnur sjást á heiðskírri nóttu?
Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um Venus á vefnum Sjornuskodun.is en hefur aðeins verið breytt hér og birt með góðfúslegu leyfi.