Góðan dag. Langar að forvitnaðst um orðið krakkar. Nota það hér á heimilinu fyrir unglingana hér alla hvort sem þau eru 16 ára til 21 árs gömul. Hvernig skal nota það og er það aldurskipt? Væri betra að segja unglingar?Orðið krakki er í Íslenskri orðabók (2002: 812) er skýrt ‘barn, barnungi, krógi; einfeldningur’ en í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989: 500) er skýringin ‘barnungi, krógi, unglingur’. Hvorug skýringin segir eitthvað um hvenær krakki verður eitthvað annað en krakki. Skýringin ‘unglingur’ stenst varla lengur því að unglingar vilja ógjarnan vera sagðir krakkar og nú er farið að kalla ungt fólk á aldrinum 17 til 19 ára fremur ungmenni en unglinga.

Skýringin ‘unglingur’ stenst varla lengur því að unglingar vilja ógjarnan vera sagðir krakkar og nú er farið að kalla ungt fólk á aldrinum 17 til 19 ára fremur ungmenni en unglinga.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- Íslensk orðabók. 2002. A-L. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
- 486098755 | Group of Multiethnic Teenagers Taking a Selfie | verkeorg | Flickr. (Sótt 29.01.2018).