Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er best að nota orðið krakkar, eru unglingar ennþá krakkar?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Góðan dag. Langar að forvitnaðst um orðið krakkar. Nota það hér á heimilinu fyrir unglingana hér alla hvort sem þau eru 16 ára til 21 árs gömul. Hvernig skal nota það og er það aldurskipt? Væri betra að segja unglingar?

Orðið krakki er í Íslenskri orðabók (2002: 812) er skýrt ‘barn, barnungi, krógi; einfeldningur’ en í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989: 500) er skýringin ‘barnungi, krógi, unglingur’. Hvorug skýringin segir eitthvað um hvenær krakki verður eitthvað annað en krakki. Skýringin ‘unglingur’ stenst varla lengur því að unglingar vilja ógjarnan vera sagðir krakkar og nú er farið að kalla ungt fólk á aldrinum 17 til 19 ára fremur ungmenni en unglinga.

Skýringin ‘unglingur’ stenst varla lengur því að unglingar vilja ógjarnan vera sagðir krakkar og nú er farið að kalla ungt fólk á aldrinum 17 til 19 ára fremur ungmenni en unglinga.

Bæði konur og karlar kalla góða vini fram eftir öllu stelpur og stráka. „Ég fór í kaffi með stelpunum,“ sagði kona á áttræðisaldri við mig nýlega. Í þessum orðum krakki, stelpa, strákur felst fyrst og fremst eitthvað hlýlegt og engin ástæða til þess að hætta að nota þau á þann hátt nema einhverjum finnist notkunin óþægileg.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Íslensk orðabók. 2002. A-L. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

16.2.2018

Spyrjandi

Hauður Helga Stefánsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig er best að nota orðið krakkar, eru unglingar ennþá krakkar?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74718.

Guðrún Kvaran. (2018, 16. febrúar). Hvernig er best að nota orðið krakkar, eru unglingar ennþá krakkar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74718

Guðrún Kvaran. „Hvernig er best að nota orðið krakkar, eru unglingar ennþá krakkar?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74718>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er best að nota orðið krakkar, eru unglingar ennþá krakkar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Góðan dag. Langar að forvitnaðst um orðið krakkar. Nota það hér á heimilinu fyrir unglingana hér alla hvort sem þau eru 16 ára til 21 árs gömul. Hvernig skal nota það og er það aldurskipt? Væri betra að segja unglingar?

Orðið krakki er í Íslenskri orðabók (2002: 812) er skýrt ‘barn, barnungi, krógi; einfeldningur’ en í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989: 500) er skýringin ‘barnungi, krógi, unglingur’. Hvorug skýringin segir eitthvað um hvenær krakki verður eitthvað annað en krakki. Skýringin ‘unglingur’ stenst varla lengur því að unglingar vilja ógjarnan vera sagðir krakkar og nú er farið að kalla ungt fólk á aldrinum 17 til 19 ára fremur ungmenni en unglinga.

Skýringin ‘unglingur’ stenst varla lengur því að unglingar vilja ógjarnan vera sagðir krakkar og nú er farið að kalla ungt fólk á aldrinum 17 til 19 ára fremur ungmenni en unglinga.

Bæði konur og karlar kalla góða vini fram eftir öllu stelpur og stráka. „Ég fór í kaffi með stelpunum,“ sagði kona á áttræðisaldri við mig nýlega. Í þessum orðum krakki, stelpa, strákur felst fyrst og fremst eitthvað hlýlegt og engin ástæða til þess að hætta að nota þau á þann hátt nema einhverjum finnist notkunin óþægileg.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Íslensk orðabók. 2002. A-L. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.

Mynd:

...