Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2486 svör fundust
Dreymir ketti?
Það er erfitt að svara spurningunni hvort ketti dreymi drauma eins og menn. Ástæðan fyrir því er sú að þótt við spyrjum kettina um þetta geta þeir ekki svarað okkur með því að lýsa draumum sínum, ef einhverjir eru. Vísindamenn hafa þó reynt að komast að þessu með því að taka svokallað svefnrit af dýrum. Þá eru ...
Hvað er úrkoma í grennd?
Veðurathugunarmönnum er gert að flokka veður á athugunartíma í 100 mismunandi „gerðir“ veðurs, hver gerð á sér tölu á bilinu frá 00 til 99. Frá 1949 til 1981 var algjör skylda að nefna einhverja tölu, en frá og með 1982 var leyft að sleppa henni ef hún féll á flokkana 00 til 03 - en þær greina aðeins á milli mismu...
Hver er munurinn á jarðfræði og jarðeðlisfræði?
Einfaldast er að segja, að munurinn liggi í aðferðinni við könnun jarðarinnar: jarðfræðin beitir aðferðum jarðfræðinnar en jarðeðlisfræðin aðferðum eðlisfræðinnar. Á skjaldarmerki (lógó) alþjóðasambands jarðfræðinga er ritað „mente et malleo“ - með huga og hamri. Við þetta einfalda vopnabúr, skynsemina og jarðfræ...
Hvað eru náttúruhamfarir?
Í mæltu máli eru náttúruhamfarir óviðráðanlegir stóratburðir í náttúrunni, helst þeir sem valda tjóni eða mannsköðum. Samkvæmt Orðabók Háskólans kemur orðið fyrst fyrir snemma á 20. öld, hjá rithöfundinum Guðmundi Kamban. Eitt dæmi um orðið í Orðabókinni er: „Hlutverk Almennu deildarinnar er að bæta meiri háttar t...
Var hægt að tákna tölustafi með rúnaletri?
Rúnir hafa verið notaðar allt frá landnámi Íslands. Þegar fyrstu landnemarnir settust að hérna var nýlega búið að taka í notkun yngra rúnaletrið með 16 stöfum í staðinn fyrir 24 stafa rúnaletur. Íslensku rúnirnar fylgdu þeim norsku fast eftir allt til loka þjóðveldisins með nokkrum undantekningum þó. Eftir lok...
Hvaðan kemur orðasambandið „að skeika að sköpuðu“?
Orðasambandið að láta skeika að sköpuðu í merkingunni ‘að láta fara sem vill’ þekkist þegar í fornu máli og má finna dæmi um það í ýmsum fornsögum, til dæmis í 22. kafla Egils sögu: Enga vil eg nauðungarsætt taka af konungi. Bið þú konung gefa oss útgöngu. Látum þá skeika að sköpuðu (Ísl.s. bls. 391). Um fle...
Hvað eru um það bil margir kílómetrar frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja?
Með nútímatækni og þeim möguleikum sem Netið býður upp á er tiltölulega lítið mál að mæla fjarlægðir milli staða. Við áætlun vegalengda þarf hins vegar að athuga hvernig mælt er. Til dæmis stoðar lítið að vita hver loftlínan frá Reykjavík til Akureyrar er ef menn ætla að ferðast í bíl. Hún gagnast flugvélum þó vit...
Hefði átt að skrifa gísl með z-u eða er tannhljóðið í gidsel síðara tíma innskeyti í dönsku?
Orðið gísl er samgermanskt. Í dönsku er notað gidsel og gissel, í fornsænsku gísl, fornensku gīs(e)l, fornsaxnesku gīsal, fornháþýsku gīsal, nútímaþýsku Geisel. Heimildir eru einnig um það úr keltnesku, samanber fornírsku gíall í sömu merkingu. Orðið gísl er af sumum fræðimönnum rakið til indóev...
Er sú regla að hafa stóran staf í upphafi nafnorða sérþýskt fyrirbæri og af hverju stafar þetta?
Ákvarðanir í stafsetningarmálum eru alltaf samkomulagsatriði þeirra sem fengnir eru til að setja niður reglur eða endurskoða eldri reglur og síðan yfirvalda sem setja lög og reglugerðir. Fyrr á öldum, þegar stafsetning var ekki í jafn föstum skorðum og hún er nú í norðanverðri Evrópu, þeim löndum sem við miðum okk...
Hver er munurinn á prósentum og prósentustigum?
Hugtakið prósentustig (e. percentage point) er notað til að tákna einn hundraðasta eða eitt prósent. Það er einungis notað þegar talað er um breytingu á prósentu. Þess vegna er ekki sagt að vextir séu til dæmis sjö prósentustig, heldur sjö prósent. Ef það ætti að hækka eða lækka vextina þá væri hugtakið prósentust...
Er hægt að endurlífga loðfílinn?
Á Vísindavefnum er að finna svar við spurningunni Er hægt að einrækta útdauð dýr? eftir Magnús Jóhannsson. Þar kemur fram að fræðilega er mögulegt að skapa lífveru úr erfðaefninu einu saman. Þetta byggist á því að allt erfðaefni hvers einstaklings er að finna í hverri einustu frumu líkamans. Í svarinu segir einnig...
Hver er meðalaldur hreindýra?
Þegar svara á spurningu sem þessari verður að taka með í reikninginn að villt dýr verða sjaldan mjög gömul. Lífsbaráttan í náttúrunni er hörð og óvægin og það er sjaldgæft að villt dýr nái að lifa inn í ellina. Þau lenda í klóm rándýra, verða fyrir fæðuskorti eða öðrum áföllum. Mikill munur er á meðalaldri vil...
Hvaðan kemur orðið grameðla, á flestum öðrum tungumálum heitir þessi risaeðla tyrannosaurus?
Það er rík hefð fyrir því á Íslandi að taka ekki beint upp erlend heiti heldur íslenska þau. Það á einnig við við um heiti dýra. Þegar að er gáð er alls ekki út í hött að nota heitið grameðla yfir risaeðlutegundina sem á latínu kallast Tyrannosaurus rex. Grameðla (Tyrannosaurus rex). Gramur er gamalt orð yfir...
Hvað er átt við þegar menn hátta sig eða fara í háttinn?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég og Nína barnabarnið mitt erum að velta fyrir okkur sõgninni að hátta. Hátta sig eða fara í háttinn. Hvaðan kemur þetta og hvernig verður orðið hátta til? Karlkynsnafnorðið háttur merkir ‘venja, útlit, aðferð ...’ og af því er leidd sögnin hátta ‘haga til’, til dæmis því er s...
Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða?
Skjaldkirtillinn getur stækkað ef hann starfar of mikið en einnig ef hann starfar of lítið. Einnig er til skjaldkirtilsstækkun án þess að starfsemi kirtilsins sé óeðlileg og er það til dæmis nokkuð algengt hjá fólki sem á heima fjarri sjó og skortir þess vegna joð. Við getum ekki án skjaldkirtilsins verið, þannig ...