Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 920 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Wernher von Braun og fyrir hvað var hann frægur?

Wernher von Braun var annar í röð þriggja sona Magnúsar von Brauns baróns og Emmy von Quistorp barónessu. Hann fæddist 23. mars árið 1912 í Wirsitz í Poznan, sem þá var hérað í Prússlandi en tilheyrir nú Póllandi. Wernher var draumóramaður frá unga aldri og hann ákvað aðeins tíu ára gamall að markmið sitt í lífinu...

category-iconHugvísindi

Hversu há var Marshall-aðstoðin sem Ísland fékk eftir seinni heimsstyrjöld?

Í töflunni hér að neðan má sjá þá upphæð sem Bandaríkin vörðu í Marshall-aðstoðina á árunum 1948-53, og hversu mikið hvert land fékk í sinn hlut. Alls tóku 16 lönd við fjármunum en hér eru Belgía og Lúxemborg talin saman. Tölurnar eru fengnar af heimasíðu Marshall-samtakanna, George C. Marshall Foundation: Mars...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er á merki Háskóla Íslands?

Konan á merki Háskóla Íslands er gríska gyðjan Pallas Aþena sem gegndi til forna meðal annars hlutverki mennta- og viskugyðju. Aþena var dóttir Seifs og viskugyðjunnar Metisar en hana gleypti Seifur áður en gyðjan varð léttari. Nokkru síðar fékk Seifur ægilegan höfuðverk og þegar guðirnir gerðu gat á hauskúpu hans...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað gerir Mannréttindaskrifstofa Íslands?

Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) er óháð stofnun sem vinnur að framgangi mannréttinda með því að styrkja umræðu um mannréttindi og stuðla að rannsóknum og fræðslu. Skrifstofan gegnir einnig ákveðnu eftirlitshlutverki þar sem hún veitir umsagnir um lagafrumvörp og skilar skýrslum til alþjóðlegra eftirlitsstofn...

category-iconVeðurfræði

Breytast hafstraumar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Breytast hafstraumar? Eru líkur á að hafstraumar í kringum Ísland breytist þannig að landið verði óbyggilegt? Svo háttar til um legu Íslands að það er á mörkum mildra og kaldra strauma í sjó og lofti. Sá angi eða afsprengi Golfstraumsins sem berst að sunnan- og vestanverðu landi...

category-iconHugvísindi

Hversu oft er kosið um forseta?

Í lögum um framboð og kjör forseta Íslands númer 36 frá 1945 segir að forsetakjör skuli fara fram síðasta laugardag í júnímánuði fjórða hvert ár. Ef aðeins einn er í kjöri til forseta þá telst sá kjörinn forseti án atkvæðagreiðslu. Ef forseti deyr eða lætur af störfum, áður en kjörtíma hans er lokið, þá segir í lö...

category-iconHugvísindi

Hver var Geronimo?

Geronimo (1829-1909) var frumbyggi í Norður-Ameríku af ættbálkinum Chiricahua Apache. Á máli Chiricahua var nafn hans Goyathlay, sem merkir „sá sem geispar“. Hann fæddist 16. júní 1829 við Turkey Creek sem þá tilheyrði Mexíkó. Í dag telst þetta svæði til Arizona-ríkis í Bandaríkjunum. Geronimo varð þekktur þeg...

category-iconLæknisfræði

Tengdist svartidauði Skaftáreldum eitthvað?

Nei, við vitum ekki til þess að svartidauði og Skaftáreldar tengist á nokkurn hátt. Í báðum tilfellum var reyndar stórt skarð höggvið í íslensku þjóðina en það er engin bein tenging á milli þessara hamfara enda tæplega 300 ár frá því að svartadauða var síðast vart á Íslandi og þar til Lakagígar tóku að gjósa. F...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu margar bakteríur eru í mannslíkamanum?

Talið er að í heilbrigðum einstaklingi séu um það 1013 frumur en 1014 bakteríur. Bakteríurnar í okkur eru því um 10 sinnum fleiri en frumurnar! Bakteríur lifa bæði í og á líkamanum. Flestar bakteríur eru í meltingarveginum en meðal annarra staða þar sem bakteríur þrífast vel eru munnur, nef, húð og kynfæri. ...

category-iconJarðvísindi

Hver var Sigurður Þórarinsson og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

Sigurður Þórarinsson (1912-1983) var bóndasonur, alinn upp á Teigi í Vopnafirði. Þrátt fyrir lítil efni foreldranna var hann settur til bókar og lauk stúdentsprófi frá MA 1931. Eftir eins vetrar jarðfræðinám í Kaupmannahöfn flutti hann sig til Stokkhólms þar sem jarðfræðideildin státaði á þeim tíma af merkum og fj...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað getur þú sagt mér um sólmyrkvann 20. mars 2015?

Sólmyrkvinn 20. mars 2015 er almyrkvi. Ferill almyrkvans liggur aðeins um 70 km austur af suðausturhluta Íslands. Í Færeyjum og á Svalbarða sést almyrkvi en á Íslandi sést verulegur deildarmyrkvi. Í Reykjavík hylur tunglið 97,5% sólar en 99,4% á Austurlandi. Þetta er seinasti almyrkvi á sólu sem sést frá Evrópu ti...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær máttu konur fyrst kjósa á Íslandi?

Þann 19. júní 2015 er haldið upp á það að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu rétt til að taka þátt í kosningum til Alþingis. Í nokkra áratugi þar á undan höfðu konur þó haft kosningarétt til sveitarstjórnarkosninga (í sýslunefnd, hreppsnefnd, bæjarstjórn og á safnaðarfundum) samkvæmt lögum sem Danak...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða konur voru öflugar snemma í kvenréttindabaráttunni aðrar en Bríet Bjarnhéðinsdóttir?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða konur voru öflugar í kvenréttindabaráttunni aðrar en Bríet Bjarnhéðinsdóttir á sínum tíma? Hvað gerðu þær til að hafa áhrif ? Bríet Bjarnhéðinsdóttir hefur orðið áberandi í sögunni af kvenréttindabaráttunni, eðlilega þar sem hún var frumherji á svo mörgum sviðum: hún hélt...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað rannsakaði vísindamaðurinn Þorsteinn Ingi Sigfússon?

Þorsteinn Ingi Sigfússon var prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (frá 2007). Þorsteinn nam eðlisfræði, stærðfræði og efnafræði við Háskólann í Kaupmannahöfn og bauðst svo að koma til doktorsnáms í Cambridge-háskóla á Englandi og vinna þar við Cavendish-rannsóknastof...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær komu rjúpur til Íslands og hvað getið þið sagt mér um rjúpuna?

Rjúpan (Lagopus muta) er tegund af ætt hænsnafugla (Galliformes) og undirætt orrafugla (Tetraoninae). Rjúpnastofninn hér á landi kom upprunalega frá Grænlandi við lok ísaldar fyrir um 10.000 árum. Tengslin við Grænland hafa ekki alveg slitnað því það kemur stöku sinnum fyrir að grænlenskar rjúpur finnist hér á lan...

Fleiri niðurstöður