Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða konur voru öflugar snemma í kvenréttindabaráttunni aðrar en Bríet Bjarnhéðinsdóttir?

Auður Styrkársdóttir

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvaða konur voru öflugar í kvenréttindabaráttunni aðrar en Bríet Bjarnhéðinsdóttir á sínum tíma? Hvað gerðu þær til að hafa áhrif ?

Bríet Bjarnhéðinsdóttir hefur orðið áberandi í sögunni af kvenréttindabaráttunni, eðlilega þar sem hún var frumherji á svo mörgum sviðum: hún hélt fyrsta opinbera fyrirlestur konu á Íslandi, þar sem hún fjallaði um kvenréttindi, hún gaf út og ritstýrði einu af fyrsti kvennablöðunum, hún átti frumkvæðið að stofnun Kvenréttindafélags Íslands og átti félagið „heima“ á heimili hennar að Þingholtsstræti um langt árabil og hún var einu af fyrstu konunum sem voru kjörnar í bæjarstjórn Reykjavíkur.

Í kosningum til bæjarstjórnar í Reykjavík árið 1908 var boðinn fram sérstakur kvennalisti. Efst á listanum var Katrín Magnússon, formaður Hins íslenska kvenfélags, í öðru sæti var Þórunn Jónassen, formaður Thorvaldsensfélagsins, í því þriðja Bríet Bjarnhéðinsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands og í því fjórða Guðrún Björnsdóttir, sem var félagi í Kvenréttindafélagi Íslands. Þær náðu allar kjöri og voru fyrstu konurnar sem settust í bæjarstjórn í Reykjavík.

En auðvitað var Bríet ekki ein að verki. Ólafía Jóhannsdóttir og Þorbjörg Sveinsdóttir áttu frumkvæði að stofnun Hins íslenska kvenfélags árið 1894, fyrsta kvenfélagsins sem hafði pólitísk réttindi í öndvegi. Með fyrstu verkum félagsins var að safna undirskriftum kvenna að áskorun til Alþingis að veita konum meiri pólitísk réttindi. Undir þessa áskorun rituðu rúmlega 2.000 konur nöfn sín. Árið 1908 sameinuðust Hið íslenska kvenfélag og Kvenréttindafélag Íslands í annarri undirskriftasöfnun til Alþingis þar sem skorað var á þingmenn að veita konum kosningarétt. Þá söfnuðust rúmlega 11.000 undirskriftir kvenna. Undirskriftirnar voru mjög mikilvægar í baráttunni fyrir kosningarétti. Af fjöldanum má sjá að kvenréttindabaráttan var ekki mál einstakra forystukvenna heldur fjöldabarátta íslenskra kvenna. Hún fór fram um allt land, og snerti allar íslenskar konur.

Kvenréttindabaráttan snérist ekki bara um kosningarétt heldur líka um ýmiskonar samfélagsmál. Hér má sjá Ingibjörgu H. Bjarnason í ræðustóli á Austurvelli á hátíð kvenna 19. júní 1916 en þar lýsti hún formlega yfir stofnun Landspítalasjóðs. Ingibjörg varð seinna fyrst íslenskra kvenna til að taka sæti á Alþingi.

Kvenréttindabaráttan var heldur ekki eingöngu barátta fyrir kosningarétti. Konur kröfðust réttar síns og samfélagsbreytinga á öllum sviðum. Þær voru frumkvöðlar í heilsugæslu í Reykjavík og víðar um land, og mörg kvenfélög voru stofnuð til þess að vinna að samfélagsúrbótum á sviði heilsugæslu og líknarmála. Hér má nefna kvenfélagið Hringinn og Thorvaldsensfélagið sem enn starfa.

Kvenréttindabaráttan hefur ávallt verið fjöldahreyfing.

Myndir:


Fyrir þá sem vilja fræðast meira um kvenréttindabaráttuna má benda á vef Kvennasögusafns Íslands. Þar má til dæmis finna lista yfir bækur og greinar sem fjalla um kvennabaráttuna á Íslandi frá 1850. Þar má einnig finna stutt æviágrip þeirra kvenna sem fyrstar voru kjörnar í bæjarstjórn í Reykjavík neðst í kafla um Kvennaframboð í Reykjavík 1908-1918.

Þá má benda á vefinn Konur og stjórnmál þar sem má finna ýmsan fróðleik um sögu kosningaréttar íslenskra kvenna og fjallað um stjórnmálaþátttöku kvenna ásamt því að gera kvennabaráttu og jafnréttisbaráttu kvenna skil.

Höfundur

Auður Styrkársdóttir

forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands

Útgáfudagur

24.9.2015

Síðast uppfært

22.5.2019

Spyrjandi

Hekla Valgeirsdóttir

Tilvísun

Auður Styrkársdóttir. „Hvaða konur voru öflugar snemma í kvenréttindabaráttunni aðrar en Bríet Bjarnhéðinsdóttir?“ Vísindavefurinn, 24. september 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70061.

Auður Styrkársdóttir. (2015, 24. september). Hvaða konur voru öflugar snemma í kvenréttindabaráttunni aðrar en Bríet Bjarnhéðinsdóttir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70061

Auður Styrkársdóttir. „Hvaða konur voru öflugar snemma í kvenréttindabaráttunni aðrar en Bríet Bjarnhéðinsdóttir?“ Vísindavefurinn. 24. sep. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70061>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða konur voru öflugar snemma í kvenréttindabaráttunni aðrar en Bríet Bjarnhéðinsdóttir?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvaða konur voru öflugar í kvenréttindabaráttunni aðrar en Bríet Bjarnhéðinsdóttir á sínum tíma? Hvað gerðu þær til að hafa áhrif ?

Bríet Bjarnhéðinsdóttir hefur orðið áberandi í sögunni af kvenréttindabaráttunni, eðlilega þar sem hún var frumherji á svo mörgum sviðum: hún hélt fyrsta opinbera fyrirlestur konu á Íslandi, þar sem hún fjallaði um kvenréttindi, hún gaf út og ritstýrði einu af fyrsti kvennablöðunum, hún átti frumkvæðið að stofnun Kvenréttindafélags Íslands og átti félagið „heima“ á heimili hennar að Þingholtsstræti um langt árabil og hún var einu af fyrstu konunum sem voru kjörnar í bæjarstjórn Reykjavíkur.

Í kosningum til bæjarstjórnar í Reykjavík árið 1908 var boðinn fram sérstakur kvennalisti. Efst á listanum var Katrín Magnússon, formaður Hins íslenska kvenfélags, í öðru sæti var Þórunn Jónassen, formaður Thorvaldsensfélagsins, í því þriðja Bríet Bjarnhéðinsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands og í því fjórða Guðrún Björnsdóttir, sem var félagi í Kvenréttindafélagi Íslands. Þær náðu allar kjöri og voru fyrstu konurnar sem settust í bæjarstjórn í Reykjavík.

En auðvitað var Bríet ekki ein að verki. Ólafía Jóhannsdóttir og Þorbjörg Sveinsdóttir áttu frumkvæði að stofnun Hins íslenska kvenfélags árið 1894, fyrsta kvenfélagsins sem hafði pólitísk réttindi í öndvegi. Með fyrstu verkum félagsins var að safna undirskriftum kvenna að áskorun til Alþingis að veita konum meiri pólitísk réttindi. Undir þessa áskorun rituðu rúmlega 2.000 konur nöfn sín. Árið 1908 sameinuðust Hið íslenska kvenfélag og Kvenréttindafélag Íslands í annarri undirskriftasöfnun til Alþingis þar sem skorað var á þingmenn að veita konum kosningarétt. Þá söfnuðust rúmlega 11.000 undirskriftir kvenna. Undirskriftirnar voru mjög mikilvægar í baráttunni fyrir kosningarétti. Af fjöldanum má sjá að kvenréttindabaráttan var ekki mál einstakra forystukvenna heldur fjöldabarátta íslenskra kvenna. Hún fór fram um allt land, og snerti allar íslenskar konur.

Kvenréttindabaráttan snérist ekki bara um kosningarétt heldur líka um ýmiskonar samfélagsmál. Hér má sjá Ingibjörgu H. Bjarnason í ræðustóli á Austurvelli á hátíð kvenna 19. júní 1916 en þar lýsti hún formlega yfir stofnun Landspítalasjóðs. Ingibjörg varð seinna fyrst íslenskra kvenna til að taka sæti á Alþingi.

Kvenréttindabaráttan var heldur ekki eingöngu barátta fyrir kosningarétti. Konur kröfðust réttar síns og samfélagsbreytinga á öllum sviðum. Þær voru frumkvöðlar í heilsugæslu í Reykjavík og víðar um land, og mörg kvenfélög voru stofnuð til þess að vinna að samfélagsúrbótum á sviði heilsugæslu og líknarmála. Hér má nefna kvenfélagið Hringinn og Thorvaldsensfélagið sem enn starfa.

Kvenréttindabaráttan hefur ávallt verið fjöldahreyfing.

Myndir:


Fyrir þá sem vilja fræðast meira um kvenréttindabaráttuna má benda á vef Kvennasögusafns Íslands. Þar má til dæmis finna lista yfir bækur og greinar sem fjalla um kvennabaráttuna á Íslandi frá 1850. Þar má einnig finna stutt æviágrip þeirra kvenna sem fyrstar voru kjörnar í bæjarstjórn í Reykjavík neðst í kafla um Kvennaframboð í Reykjavík 1908-1918.

Þá má benda á vefinn Konur og stjórnmál þar sem má finna ýmsan fróðleik um sögu kosningaréttar íslenskra kvenna og fjallað um stjórnmálaþátttöku kvenna ásamt því að gera kvennabaráttu og jafnréttisbaráttu kvenna skil.

...