Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1529 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvenær gaus Etna síðast?

Etna á austurströnd Sikileyjar er hæsta virka eldfjall í Evrópu, um 3.350 metra hátt. Reyndar breytist hæð þess, eins og annarra eldfjalla, þegar eldsumbrot eiga sér stað. Til dæmis var fjallið rúmum 50 metrum hærra á seinni hluta 19. aldar en það var undir lok 20. aldarinnar. Fjallið hefur verið virkt í meira 2,5...

category-iconFélagsvísindi

Hata margir arabar Bandaríkin og ef svo er, af hverju?

Í Mið-Austurlöndum ríkir bæði reiði og öfund í garð Bandaríkjanna, en líka aðdáun þar sem Bandaríkin hafa margt að bjóða sem þykir eftirsóknarvert. Yfirleitt eru mjög langar biðraðir fyrir utan öll sendiráð Bandaríkjanna. Í þeim bíður fólk sem vill fá vegabréfsáritun. Einnig er mikil neysla á bandarískum vörum...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvers vegna ganga reikistjörnur eftir sporbaug?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconHugvísindi

Hvað gerðist á uppstigningardaginn?

Uppstigningardagur er einn af helgidögum þjóðkirkjunnar og er jafnframt einn af 15 lögbundnum frídögum almanaksársins. Uppstigningardagur er fimmtudagurinn fjörtíu dögum eftir páska og ber því upp á tímabilinu 30. apríl til 4. júní. Á uppstigningardag er himnafarar Jesú Krists minnst. Samkvæmt ritningum Nýja...

category-iconFöstudagssvar

Éta ísbirnir mörgæsir?

Stutta svarið er nei; villtir ísbirnir éta ekki mörgæsir úti í náttúrunni. Mörgæsum datt nefnilega það snjallræði í hug að koma sér fyrir á suðurhveli, einkum allra syðst, en ísbirnir eru hins vegar fastir á norðurheimskautssvæðinu og ná ekki einu sinni til Íslands með fasta búsetu þó að þeir slæðist hingað einsta...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru jöklabréf?

Jöklabréf (e. glacier bonds) er heiti sem notað er yfir skuldabréf sem erlendir aðilar hafa gefið út í íslenskum krónum. Þessi útgáfa hófst í ágúst árið 2005 og hefur vaxið mjög hratt síðan. Í grundvallaratriðum er enginn munur á jöklabréfum og skuldabréfi sem íslenskur banki hefur gefið út í sömu mynt, nema hv...

category-iconLögfræði

Ef maður gefur konu sæði sitt til getnaðar getur þá konan afsalað sér meðlagsgreiðslum og maðurinn verið stikkfrír þótt hann sé skráður faðir barnsins?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona:Nú gefur maður konu sæði sitt til getnaðar. Getur konan afsalað sér meðlagsgreiðslum og maðurinn verið stikkfrír þó hann sé skráður faðir barnsins?Spurningin er í raun tvíþætt. Annars vegar er spurt hvort maður sem gefur sæði sitt til getnaðar beri framfærsluskyldu gagnvart bar...

category-iconEfnafræði

Hvað er selen og til hvers þurfum við það?

Frumefnið selen (e. selenium), táknað Se, hefur sætistöluna 34 í lotukerfinu og mólmassann 78,96 g/mól. Selen finnst í jarðvegi, vatni og í sumu fæði, svo sem smjöri, hvítlauk, sólblómafræjum, valhnetum, rúsínum og ýmsum innmat eins og lifur og nýrum svo eitthvað sé nefnt. Selen gegnir mikilvægu hlutverki við ý...

category-iconFornfræði

Hver var Eratosþenes?

Nokkrir menn í fornöld hétu Eratosþenes. Þeirra frægastur er vísinda- og fræðimaðurinn Eratosþenes frá Kýrenu sem var uppi um 285-194 f.Kr. Hann var nemandi gríska skáldsins og fræðimannsins Kallímakkosar og eftirmaður Apollóníosar frá Ródos sem yfirbókavörður bókasafnsins mikla í Alexandríu. Eratosþenes var g...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvernig virka hjólbarðar sem byggjast ekki á lofti?

Á síðustu árum hafa dekkjaframleiðendur unnið að þróun nýrra hjólbarða sem minna einna helst á gömlu viðarhjólin á fyrstu bílunum. Þessi gerð byggir ekki á loftþrýstingi eins og flestir hjólbarðar í dag heldur á sérstökum sveigjanlegum gúmmíteinum sem laga sig að undirlaginu hverju sinni. Framleiðslan er enn sem k...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta kettir verið hættulegir?

Vissulega getur stafað hætta af köttum, bæði bein og óbein. Villtir kettir eiga það til að ráðast á fólk ef þeim er ógnað, til dæmis ef börn króa þá af. Slíkt er þó sjálfsagt fátítt hér á landi. Einnig eru fjölmargir með ofnæmi fyrir köttum, jafnvel bráðaofnæmi sem getur í einhverjum tilvikum reynst lífshættulegt....

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna skelfur jörð á Ítalíu?

Í lok maí og byrjun júní 2012 gengu nokkrir jarðskjálftar yfir Ítalíu, sá stærsti af stærðinni 6,0. Kostuðu þeir yfir 20 mannslíf, nokkur hundruð manns slösuðust og margir misstu heimili sín. Flestum er enn í minni jarðskjálftinn undir borginni l´Aquila á Ítalíu árið 2009, er 150 manns fórust. Þrjú þúsund fórust e...

category-iconJarðvísindi

Hversu stór hluti jarðar er hulinn ís?

Heimildum ber nokkuð saman um það að nú á tímum nái jöklar yfir um 15 milljónir km2 af yfirborði jarðar sem er um það bil 3% af heildarflatarmáli jarðarinnar og um eða yfir 10% af flatarmáli þurrlendis jarðar. Suðurskautslandið með hafís umhverfis. Jökulskjöldur Suðurskautslandsins er langstærsta jökulbreiða ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Getur það skaðað mann að fara í gegnum röntgenvélar sem eru á flugvöllum?

Undanfarin ár hefur notkun röntgengeislunar við öryggiseftirlit á flugvöllum aukist mjög mikið, sérstaklega í Bandaríkjunum. Árið 2007 var byrjað að nota röntgengeisla til öryggisskimunar á fólki á leið í flug. Myndirnar sem þarna eru teknar eru þó allt annarrar gerðar en röntgenmyndir sem flestir þekkja. Tæknin ...

category-iconVísindi almennt

Hver er brennsluhiti líkbrennsluofna og er það rétt að beinin brenni ekki í ofninum og þau fari í sérstaka kvörn?

Einungis ein bálstofa er á Íslandi. Hún er staðsett í Fossvogi og ber heitið Bálstofa Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP). Tveir ofnar eru í bálstofunni og eru þeir kyntir með raforku en mun algengara er að líkbrennsluofnar séu kyntir með gasi. Við bálför er kista hins látna sett inn í líkbrennsluofn sem er...

Fleiri niðurstöður