Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er brennsluhiti líkbrennsluofna og er það rétt að beinin brenni ekki í ofninum og þau fari í sérstaka kvörn?

Þórsteinn Ragnarsson

Einungis ein bálstofa er á Íslandi. Hún er staðsett í Fossvogi og ber heitið Bálstofa Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP). Tveir ofnar eru í bálstofunni og eru þeir kyntir með raforku en mun algengara er að líkbrennsluofnar séu kyntir með gasi. Við bálför er kista hins látna sett inn í líkbrennsluofn sem er um 700°C. Þar tendrast kistan eldi vegna hins háa hita í ofninum.

Kistan brennur síðan af eigin orku trjáviðarins og getur náð tæplega 1200°C. Það er nauðsynlegt að kistan sé efnismikil, samanber reglugerð nr. 668/2007, annars mundi líkið ekki brenna til ösku. Kista og líkami breytast í ösku á um það bil tveimur klukkustundum. Askan er skafin úr ofninum og sett í kvörn sem malar hana í fínni ösku og þau bein sem ekki hafa brunnið (þau brenna mismikið) verða að fínu dufti eins og askan. Úr kvörninni fer askan í sérstaklega merkt duftker og því lokað (innsiglað). Ástæðan fyrir möluninni er að möluð aska rúmast mun betur í duftkerinu en ómöluð aska sem væri tekin beint úr ofninum.

Annar af líkbrennsluofnum Bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma í Fossvogi. Ofninn er um 700°C þegar kista hins látna er sett inn.

Nákvæm skráning er viðhöfð þegar bálför fer fram og er hinn látni tilgreindur í dagbókum KGRP. Nafn hins látna og greftrunarstaður fara einnig inn á vefinn gardur.is. Aðstandendur fá uppgefið á hvaða degi líkbrennsla fer fram og er þá hægara um vik að ákveða jarðsetningardag duftkers í samráði við útfararstofu eða KGRP. Oft er prestur kvaddur til þegar duftker er jarðsett og flytur hann þá bæn og blessunarorð við gröfina. Geyma má duftker í allt að 12 mánuði í Bálstofunni áður en það er jarðsett í kirkjugarði.

Að jafnaði líða nokkrar vikur frá bálför þar til duftker er jarðsett annaðhvort í sérstakan duftgarð eða ofan á kistuleiði með samþykkt rétthafa leiðis. Einnig er hægt að láta dreifa ösku innan kirkjugarðs (í Fossvogskirkjugarði) og utan kirkjugarðs, samanber reglugerð nr. 203/2003. Árið 2012 voru um 40% af gröfum hjá KGRP duftgrafir en ef litið er til alls landsins er hlutfallið um 25%. Á hinum Norðurlöndunum eru bálfarir mun algengari. Í Danmörku og Svíþjóð er hlutfallið á landsvísu yfir 70% og í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi er hlutfallið yfir 95%.

Þegar bruna lýkur er askan sett í sérstakt duftker sem er jarðsett í duftgarði eða ofan á kistuleiði. Einnig er leyfilegt að dreifa ösku innan kirkjugarðs eða yfir haf og óbyggðir.

Fyrsta bálför á Íslandi fór fram þann 31. júlí 1948, þegar jarðneskar leifar dr. Gunnlaugs Claessen voru brenndar og hagaði tilviljunin því svo til að Fossvogskirkja var vígð sama dag. Dr. Gunnlaugur var einn af frumkvöðlum bálfara hér á landi.

Myndir:

Höfundur

Þórsteinn Ragnarsson

forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma

Útgáfudagur

12.11.2013

Spyrjandi

Garðar Bogason, Karl Birgisson

Tilvísun

Þórsteinn Ragnarsson. „Hver er brennsluhiti líkbrennsluofna og er það rétt að beinin brenni ekki í ofninum og þau fari í sérstaka kvörn?“ Vísindavefurinn, 12. nóvember 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=18735.

Þórsteinn Ragnarsson. (2013, 12. nóvember). Hver er brennsluhiti líkbrennsluofna og er það rétt að beinin brenni ekki í ofninum og þau fari í sérstaka kvörn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=18735

Þórsteinn Ragnarsson. „Hver er brennsluhiti líkbrennsluofna og er það rétt að beinin brenni ekki í ofninum og þau fari í sérstaka kvörn?“ Vísindavefurinn. 12. nóv. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=18735>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er brennsluhiti líkbrennsluofna og er það rétt að beinin brenni ekki í ofninum og þau fari í sérstaka kvörn?
Einungis ein bálstofa er á Íslandi. Hún er staðsett í Fossvogi og ber heitið Bálstofa Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP). Tveir ofnar eru í bálstofunni og eru þeir kyntir með raforku en mun algengara er að líkbrennsluofnar séu kyntir með gasi. Við bálför er kista hins látna sett inn í líkbrennsluofn sem er um 700°C. Þar tendrast kistan eldi vegna hins háa hita í ofninum.

Kistan brennur síðan af eigin orku trjáviðarins og getur náð tæplega 1200°C. Það er nauðsynlegt að kistan sé efnismikil, samanber reglugerð nr. 668/2007, annars mundi líkið ekki brenna til ösku. Kista og líkami breytast í ösku á um það bil tveimur klukkustundum. Askan er skafin úr ofninum og sett í kvörn sem malar hana í fínni ösku og þau bein sem ekki hafa brunnið (þau brenna mismikið) verða að fínu dufti eins og askan. Úr kvörninni fer askan í sérstaklega merkt duftker og því lokað (innsiglað). Ástæðan fyrir möluninni er að möluð aska rúmast mun betur í duftkerinu en ómöluð aska sem væri tekin beint úr ofninum.

Annar af líkbrennsluofnum Bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma í Fossvogi. Ofninn er um 700°C þegar kista hins látna er sett inn.

Nákvæm skráning er viðhöfð þegar bálför fer fram og er hinn látni tilgreindur í dagbókum KGRP. Nafn hins látna og greftrunarstaður fara einnig inn á vefinn gardur.is. Aðstandendur fá uppgefið á hvaða degi líkbrennsla fer fram og er þá hægara um vik að ákveða jarðsetningardag duftkers í samráði við útfararstofu eða KGRP. Oft er prestur kvaddur til þegar duftker er jarðsett og flytur hann þá bæn og blessunarorð við gröfina. Geyma má duftker í allt að 12 mánuði í Bálstofunni áður en það er jarðsett í kirkjugarði.

Að jafnaði líða nokkrar vikur frá bálför þar til duftker er jarðsett annaðhvort í sérstakan duftgarð eða ofan á kistuleiði með samþykkt rétthafa leiðis. Einnig er hægt að láta dreifa ösku innan kirkjugarðs (í Fossvogskirkjugarði) og utan kirkjugarðs, samanber reglugerð nr. 203/2003. Árið 2012 voru um 40% af gröfum hjá KGRP duftgrafir en ef litið er til alls landsins er hlutfallið um 25%. Á hinum Norðurlöndunum eru bálfarir mun algengari. Í Danmörku og Svíþjóð er hlutfallið á landsvísu yfir 70% og í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi er hlutfallið yfir 95%.

Þegar bruna lýkur er askan sett í sérstakt duftker sem er jarðsett í duftgarði eða ofan á kistuleiði. Einnig er leyfilegt að dreifa ösku innan kirkjugarðs eða yfir haf og óbyggðir.

Fyrsta bálför á Íslandi fór fram þann 31. júlí 1948, þegar jarðneskar leifar dr. Gunnlaugs Claessen voru brenndar og hagaði tilviljunin því svo til að Fossvogskirkja var vígð sama dag. Dr. Gunnlaugur var einn af frumkvöðlum bálfara hér á landi.

Myndir:...