Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5873 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er elsti kaupstaður á Íslandi?

Orðið kaupstaður hefur ekki alltaf haft sömu merkingu í íslensku máli. Í norrænu fornmáli var það haft um stað þar sem seljendur og kaupendur að vörum hittust og kaup fóru fram. Þannig segir í Íslendingasögunni Valla-Ljóts sögu: „Skip kom út [það er til Íslands] um sumarið í Eyjafirði, og var þar kaupstaður mikill...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða ár var sex daga stríðið háð?

Sex daga stríðið, sem einnig gengur undir nafninu júnístríðið, var háð dagana 5. til 10. júní 1967. Þar áttu í hlut Ísraelsríki annars vegar og hins vegar arabískir nágrannar þeirra; Egyptaland, Jórdanía og Sýrland. Írak, Sádí Arabía, Kúveit og Alsír komu einnig við sögu þar sem þessi lönd lögðu arabaþjóðunum til...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Þegar við sjáum er allt á hvolfi en hvernig fer heilinn að snúa því við?

Sjónin er óneitanlega eitt mikilvægasta skynfæri mannsins og það sem við reiðum okkur mest á í daglegu lífi. Skynjun er hins vegar afar flókið og viðamikið ferli og erfitt getur reynst að útskýra alla þá þætti sem þar koma við sögu. Hér mun hins vegar reynt að setja fram á einfaldan hátt hvað það er sem gerist þeg...

category-iconHugvísindi

Byggðu Forngrikkir í alvöru völundarhús og til hvers?

Í grískum goðsögum segir frá völundarhúsi á eynni Krít þar sem Mínótáros var geymdur. Hann var maður með nautshöfuð en Pasifae, kona Mínosar konungs á Krít, gat hann með nauti Póseidons, sem Mínos fékk sig ekki til að slátra. Mínos fékk því hugvitsmanninn Dædalos til þess að smíða völundarhús þar sem mannnautið va...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við með orðinu gaslýsing?

Orðið gaslýsing er gamalt í málinu, að minnsta kosti frá miðri 19. öld, í merkingunni ‘lýsing húsa og gatna með gasljósum’. Þau voru notuð í bæjum og borgum áður en farið var að lýsa með rafmagni. Mörg dæmi eru um þessa notkun á timarit.is. Ég geri ráð fyrir að spyrjandi sé að leita svara við annarri og mun nýr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér frá dobermann-hundum? Eru þeir mjög grimmir?

Dobermann pinscher er ungt hundakyn sem kom fram seint á 19. öld. Maður að nafni Karl Friedrich Louis Dobermann gegndi starfi skattheimtumanns í bænum Apolda í þýska ríkinu Thüringen og var hann jafnframt hundafangari. Skattheimtumenn voru ekki vinsælustu embættismenn þessa tíma og sagan segir að Dobermann hafi ha...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta kolkrabbar étið menn?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað geta kolkrabbar orðið stórir? Geta þeir étið menn?Í mörgum þekktum ævintýramyndum eru sýnd atriði þar sem risakolkrabbar ráðast á heilu skipin og kippa þeim niður í hafdjúpið. Þetta eru myndir á borð við Tuttugu þúsund mílur neðan sjávar (20,000 Leagues Under the Sea, 1...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu lengi hafa laxfiskar verið í íslensku ferskvatni?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Hversu lengi hafa laxfiskarnir bleikja, urriði og lax verið í íslensku ferskvatni og hvaðan komu þeir hingað, og í hvaða röð? Laxfiskar lifðu ekki á Íslandi á ísöld þegar stór jökulskjöldur lá yfir öllu landinu. Laxfiskar á Íslandi eru því afkomendur fiska sem fluttu hingað f...

category-iconFélagsvísindi

Hvað getið þið sagt mér um hafmeyjar?

Sagnir um hafmeyjar eru gamlar og eiga meðal annars rætur í grískum goðsögum um sírenur. Sírenurnar voru raddfagrar söngmeyjar í fuglslíki að neðanverðu er seiddu til sín menn með yndisfögrum söng og drápu þá. Ýmsum sögum fer af uppruna þeirra en þeim ber þó flestum saman um að sírenurnar hafi hlotið fuglshaminn s...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Edward Carr og hvert var hans framlag til sagnfræðinnar?

Edward Hallet Carr var breskur alþjóðastjórnmála- og sagnfræðingur, einkum þekktur fyrir tvö verk sín, ærið misstór. Annað var saga Sovétríkjanna á árunum 1917–29 í 14 bindum, hitt útgáfa á fyrirlestraröð um aðferðir og eðli sagnfræði, What is History? sem fyllti aðeins 159 blaðsíður í smáu broti Pelican-bóka sem ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Hermann Pálsson og hvert var framlag hans til íslenskra fræða?

Hermann Pálsson fæddist 26. maí 1921 í Sauðanesi á Ásum í Húnavatnsþingi, sonur bændahjónanna Páls Jónssonar (1875–1932) og Sesselju Þórðardóttur (1888–1942). Systkinahópurinn var stór, átta bræður og fjórar systur, og var Hermann sjötti í röðinni. Hann ólst upp við hefðbundin sveitastörf og skólagöngu eins og þá ...

category-iconBókmenntir og listir

Er til forngrískur eða rómverskur kveðskapur sem fjallar um siðspillingu mannanna og afleiðingar hennar, samanber til dæmis Völuspá í norræni trú?

Í Völuspá segir frá upphafi heimsins og endalokum hans og ragnarökum eða endalokum guðanna, sem verða vegna hegðunar þeirra sjálfra og manna. Sams konar heimsslitabókmenntir voru ekki til hjá Forngrikkjum eða Rómverjum. Þar segir hvergi frá endalokum guðanna og endalokum heimsins – nema þá ef með er talin Opinberu...

category-iconBókmenntir og listir

Hvar komust miðaldamenn í tæri við Biblíuna?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Við yfirferð á Egils sögu hjá Endurmenntun HÍ kemur fram að í Egils sögu sé sótt samlíking í Biblíuna. Nú er talið að Egils saga sé rituð um 1220. Þá kemur spurningin, hver var staða Bíblíunnar þá? Ekki var prentun kominn til sögunar var hún þá til eins og við þekkjum han...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju eru systur jólasveinanna svona fáar?

Það er rétt að jólasveinar frá fyrri tíð sem bera kvenkyns nöfn eru mun færri en þeir sem bera karlmannsnöfn. Eins og segir í svari við spurningunni Hvað eru þekkt mörg nöfn jólasveina og hvað heita þeir allir? er vitað um 78 nöfn jólasveina en aðeins fimm þeirra (6,4%) vísa til kvenkynsvera. Sambærileg tölfræði y...

category-iconTrúarbrögð

Hvort tala fræðimenn um siðbreytingu eða siðaskipti? Af hverju?

Orðnotkun í íslensku hefur verið nokkuð breytileg gegnum tíðina þegar rætt og ritað hefur verið um upptök, útbreiðslu og áhrif lútherskunnar á 16. öld. Fram undir þetta hafa fræðimenn almennt notað eitt heiti yfir alla þætti þessarar þróunar. Það hefur svo verið breytilegt hvort rætt hefur verið um siðbót, siðaski...

Fleiri niðurstöður