Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Hermann Pálsson og hvert var framlag hans til íslenskra fræða?

Torfi H. Tulinius

Hermann Pálsson fæddist 26. maí 1921 í Sauðanesi á Ásum í Húnavatnsþingi, sonur bændahjónanna Páls Jónssonar (1875–1932) og Sesselju Þórðardóttur (1888–1942). Systkinahópurinn var stór, átta bræður og fjórar systur, og var Hermann sjötti í röðinni. Hann ólst upp við hefðbundin sveitastörf og skólagöngu eins og þá tíðkaðist.

Hermann varð stúdent 1943 með háa fyrstu einkunn og hæstu einkunn í móðurmáli. Hann settist um haustið í norrænudeild Háskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist hann með kandídatspróf í íslenskum fræðum 1947, eftir aðeins fjögur ár. Samt vann hann með námi og fékk áfram háar einkunnir. Hann hélt undir eins utan til Dyflinnar og innritaðist þar í keltnesk fræði við Þjóðarháskóla Írlands (e. National University of Ireland). Þar lauk hann BA-prófi með honours-nafnbót, og hafði þar með orðið sér úti um þekkingu sem fáir norrænufræðingar höfðu á takteinum. Kunnátta Hermanns á þessu sviði átti eftir að bera margvíslegan ávöxt á löngum fræðimannsferli hans.

Hermann Pálsson (fyrir miðju) við útskrift úr University College í Dublin árið 1950.

Árið 1950 hóf Hermann störf við háskólann í Edinborg. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður var vinur Hermanns frá því að þeir voru saman í námi í íslenskum fræðum. Hann heimsótti Hermann til Edinborgar fyrsta veturinn sem hann kenndi þar og lýsir honum í dagbókarfærslu: „Lá mjög vel á Hermanni, alls staðar sjáandi ný og girnileg verkefni, en jafnframt feginn að fá fréttir að heiman.“ Þetta er skemmtileg svipmynd af ungum fræðimanni í upphafi ferils, spenntur að nýta tækifærin sem fylgdu háskólastöðu erlendis. Um leið er hann með hugann við heimalandið. Honum auðnaðist þó ekki að fá starf við sitt hæfi á Íslandi. Það varð því úr að Hermann gegndi stöðunni í Edinborg allan starfsferilinn, fyrst sem lektor. Hann hlaut doktorsnafnbót frá Edinborgarháskóla 1980 á grundvelli ritstarfa sinna. Tveimur árum síðar hlaut hann prófessorsstöðu í íslenskum fræðum við sama skóla og gegndi henni uns hann lét af störfum vegna aldurs 1988. Á námsárum sínum á Íslandi hafði Hermann kynnst eftirlif andi eiginkonu sinni, Guðrúnu Þorvarðardóttur (f. 1927). Þau giftust 1953 og stofnuðu heimili í Edinborg þar sem þau bjuggu síðan allan sinn búskap.

Hermann er einna þekktastur fyrir rannsóknir sínar á Hrafnkels sögu. Allir sem hafa fengist við hana síðan hafa þurft að taka mið af þeim. Því var framlag hans mikilsvert. Hrafnkels saga fylgdi Hermanni ævina á enda því að alls komu út eftir hann fjórar bækur um söguna. Í bókinni Mannfræði Hrafnkels sögu og frumþættir sem kom út 1988 beinir Hermann sjónum sínum að spakmælum í sögunni og beitir þar aðferð sem hann átti eftir að notast mikið við á síðari árum sínum í rannsóknum á forn bókmenntum. Þar að auki komu út fjölmargar tímaritsgreinar um Hrafnkels sögu eftir Hermann, þær síðustu í héraðsriti Austurlands, Múlaþingi, árin 2000, 2001 og 2003. Þriðja greinin í Múlaþingi kom út eftir fráfall Hermanns og flutti síðustu orð hans um söguna, rúmum fjórum áratugum eftir að hann fyrst kvaddi sér hljóðs um hana. Í viðureign sinni við söguna mótaði Hermann aðferð sína við rannsóknir og túlkun á fornsögunum. Henni átti hann einnig eftir að beita á aðrar sögur.

Hermann haslaði sér fyrst völl sem þýðandi ljóða og sagna úr keltneskum málum á íslensku, meðal annars með bókinni Írskar fornsögur sem kom út 1953. Fljótlega sneri hann sér að því að snara íslenskum fornsögum á ensku og fékk til liðs við sig fjölmiðlamanninn og rithöfundinn Magnús Magnússon sem var Íslendingur en hafði búið í Skotlandi frá því í barnæsku. Þeir byrjuðu á Brennu-Njáls sögu og þýðing þeirra kom út 1960 í hinni merku ritröð Penguin Classics hjá Penguin-útgáfufyrirtækinu. Þetta var ákaflega sterkur leikur fyrir orðstír íslenskra bókmennta í hinum enskumælandi heimi og varð til þess að Njála barst víða um heim í ódýrri kiljuútgáfu. Með því að taka söguna inn í ritröðina var íslensk fornsaga enn fremur sett á sama bekk og helstu bókmenntaverk heimsins, til dæmis kviður Hómers, leikrit Shakespeares, skáldsögur Dostojevskíjs og fleiri verk. Stór lesendahópur fékk þar með staðfestingu á stöðu fornsagnanna í heimsbókmenntunum.

Hermann þýddi fleiri fornsögur með Magnúsi, þar á meðal sögur af ferðum til Grænlands og Vínlands (1965), Haralds sögu harðráða úr Heimskringlu (1966) og Laxdæla sögu (1969), sem allar komu út hjá Penguin.

Það verður ekki ofsagt hvað þýðingar Hermanns höfðu mikil áhrif á viðtökur íslenskra fornbókmennta á erlendri grundu. Hann vakti margar kynslóðir lesenda og verðandi fræðimanna til vitundar um auðlegð þeirra. Margir fræðimenn, sem síðar áttu eftir að gera garðinn frægan í rannsóknum sínum á þeim, hafa tjáð sig um mikilvægi þessara fyrstu kynna af sögunum. Stundum kveður svo rammt að því að þeir segjast ekki geta losnað við enduróminn af þýðingum Hermanns og félaga úr huga sér þegar þeir fást við sögurnar, jafnvel þótt þeir hafi fyrir löngu náð tökum á frumtextanum.

Hermann skrifaði nokkur fræðirit um dagana sem fjölluðu um heilar bókmenntagreinar en ekki einstaka sögur. Eitt skrifaði hann með samverkamanni sínum í þýðingunum, Paul Edwards, einnig prófessor við háskólann í Edinborg. Bókin hét Legendary Fiction in Medieval Iceland og kom út 1971. Hún fjallaði einmitt um fornaldarsögur Norðurlanda, eða réttara sagt um nokkrar þeirra sem þeir félagar höfðu þýtt nýlega. Þetta var þarft verk þar sem aðeins ein bók hafði verið skrifuð áður um þessa bókmenntagrein.

Hermann Pálsson á sjöunda alþjóðlega fornsagnaþinginu í Spoleto árið 1988.

Hermann hafði óvenju yfirgripsmikla þekkingu á norrænum forntextum auk þess sem hann var vel heima í miðaldabókmenntum almennt, bæði á latínu og þjóðtungum Evrópu. Þetta kom að notum þegar hann fór tiltölulega seint á ævinni að fást við fornkvæði en hafði fyrst og fremst fjallað um frásagnarbókmenntir fram að því. Hann sinnti einkum tveimur kvæðum, Hávamálum og Sólarljóðum

Varla hefur nokkur annar Íslendingur af kynslóð Hermanns Pálssonar haft jafnmikil og víðtæk áhrif á norræn fræði um sína daga. Þýðingar Hermanns á fornsögum komu út í stórum upplögum hjá virtum erlendum forlögum og hafa því mótað skilning margra kynslóða erlendra lesenda og fræðimanna á sögunum. Hann stofnsetti einnig alþjóðleg fornsagnaþing sem eru enn mikilvægur vettvangur fræðimanna á þessu sviði. Hann kenndi alla starfsævina við Edinborgarháskóla, miðlaði af einstakri þekkingu sinni til nemenda og smitaði þá af óbilandi áhuga sínum á fræðunum. Þó skiptir meira máli að hann var frumlegur og mikilvirkur fræðimaður sem setti mark sitt á skilning okkar á bókmenntum og menningu Íslendinga og annarra norrænna þjóða á miðöldum.


Textinn í þessu svari birtist fyrst í greininni „Dr. Hermann Pálsson“ í Andvara 2021 og er hér lítillega aðlagaður Vísindavefnum. Myndirnar er fengnar úr sömu grein.

Höfundur

Torfi H. Tulinius

prófessor í íslenskum miðaldafræðum við HÍ

Útgáfudagur

25.10.2022

Spyrjandi

Jón Viðar Jónsson

Tilvísun

Torfi H. Tulinius. „Hver var Hermann Pálsson og hvert var framlag hans til íslenskra fræða?“ Vísindavefurinn, 25. október 2022, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84217.

Torfi H. Tulinius. (2022, 25. október). Hver var Hermann Pálsson og hvert var framlag hans til íslenskra fræða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84217

Torfi H. Tulinius. „Hver var Hermann Pálsson og hvert var framlag hans til íslenskra fræða?“ Vísindavefurinn. 25. okt. 2022. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84217>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Hermann Pálsson og hvert var framlag hans til íslenskra fræða?
Hermann Pálsson fæddist 26. maí 1921 í Sauðanesi á Ásum í Húnavatnsþingi, sonur bændahjónanna Páls Jónssonar (1875–1932) og Sesselju Þórðardóttur (1888–1942). Systkinahópurinn var stór, átta bræður og fjórar systur, og var Hermann sjötti í röðinni. Hann ólst upp við hefðbundin sveitastörf og skólagöngu eins og þá tíðkaðist.

Hermann varð stúdent 1943 með háa fyrstu einkunn og hæstu einkunn í móðurmáli. Hann settist um haustið í norrænudeild Háskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist hann með kandídatspróf í íslenskum fræðum 1947, eftir aðeins fjögur ár. Samt vann hann með námi og fékk áfram háar einkunnir. Hann hélt undir eins utan til Dyflinnar og innritaðist þar í keltnesk fræði við Þjóðarháskóla Írlands (e. National University of Ireland). Þar lauk hann BA-prófi með honours-nafnbót, og hafði þar með orðið sér úti um þekkingu sem fáir norrænufræðingar höfðu á takteinum. Kunnátta Hermanns á þessu sviði átti eftir að bera margvíslegan ávöxt á löngum fræðimannsferli hans.

Hermann Pálsson (fyrir miðju) við útskrift úr University College í Dublin árið 1950.

Árið 1950 hóf Hermann störf við háskólann í Edinborg. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður var vinur Hermanns frá því að þeir voru saman í námi í íslenskum fræðum. Hann heimsótti Hermann til Edinborgar fyrsta veturinn sem hann kenndi þar og lýsir honum í dagbókarfærslu: „Lá mjög vel á Hermanni, alls staðar sjáandi ný og girnileg verkefni, en jafnframt feginn að fá fréttir að heiman.“ Þetta er skemmtileg svipmynd af ungum fræðimanni í upphafi ferils, spenntur að nýta tækifærin sem fylgdu háskólastöðu erlendis. Um leið er hann með hugann við heimalandið. Honum auðnaðist þó ekki að fá starf við sitt hæfi á Íslandi. Það varð því úr að Hermann gegndi stöðunni í Edinborg allan starfsferilinn, fyrst sem lektor. Hann hlaut doktorsnafnbót frá Edinborgarháskóla 1980 á grundvelli ritstarfa sinna. Tveimur árum síðar hlaut hann prófessorsstöðu í íslenskum fræðum við sama skóla og gegndi henni uns hann lét af störfum vegna aldurs 1988. Á námsárum sínum á Íslandi hafði Hermann kynnst eftirlif andi eiginkonu sinni, Guðrúnu Þorvarðardóttur (f. 1927). Þau giftust 1953 og stofnuðu heimili í Edinborg þar sem þau bjuggu síðan allan sinn búskap.

Hermann er einna þekktastur fyrir rannsóknir sínar á Hrafnkels sögu. Allir sem hafa fengist við hana síðan hafa þurft að taka mið af þeim. Því var framlag hans mikilsvert. Hrafnkels saga fylgdi Hermanni ævina á enda því að alls komu út eftir hann fjórar bækur um söguna. Í bókinni Mannfræði Hrafnkels sögu og frumþættir sem kom út 1988 beinir Hermann sjónum sínum að spakmælum í sögunni og beitir þar aðferð sem hann átti eftir að notast mikið við á síðari árum sínum í rannsóknum á forn bókmenntum. Þar að auki komu út fjölmargar tímaritsgreinar um Hrafnkels sögu eftir Hermann, þær síðustu í héraðsriti Austurlands, Múlaþingi, árin 2000, 2001 og 2003. Þriðja greinin í Múlaþingi kom út eftir fráfall Hermanns og flutti síðustu orð hans um söguna, rúmum fjórum áratugum eftir að hann fyrst kvaddi sér hljóðs um hana. Í viðureign sinni við söguna mótaði Hermann aðferð sína við rannsóknir og túlkun á fornsögunum. Henni átti hann einnig eftir að beita á aðrar sögur.

Hermann haslaði sér fyrst völl sem þýðandi ljóða og sagna úr keltneskum málum á íslensku, meðal annars með bókinni Írskar fornsögur sem kom út 1953. Fljótlega sneri hann sér að því að snara íslenskum fornsögum á ensku og fékk til liðs við sig fjölmiðlamanninn og rithöfundinn Magnús Magnússon sem var Íslendingur en hafði búið í Skotlandi frá því í barnæsku. Þeir byrjuðu á Brennu-Njáls sögu og þýðing þeirra kom út 1960 í hinni merku ritröð Penguin Classics hjá Penguin-útgáfufyrirtækinu. Þetta var ákaflega sterkur leikur fyrir orðstír íslenskra bókmennta í hinum enskumælandi heimi og varð til þess að Njála barst víða um heim í ódýrri kiljuútgáfu. Með því að taka söguna inn í ritröðina var íslensk fornsaga enn fremur sett á sama bekk og helstu bókmenntaverk heimsins, til dæmis kviður Hómers, leikrit Shakespeares, skáldsögur Dostojevskíjs og fleiri verk. Stór lesendahópur fékk þar með staðfestingu á stöðu fornsagnanna í heimsbókmenntunum.

Hermann þýddi fleiri fornsögur með Magnúsi, þar á meðal sögur af ferðum til Grænlands og Vínlands (1965), Haralds sögu harðráða úr Heimskringlu (1966) og Laxdæla sögu (1969), sem allar komu út hjá Penguin.

Það verður ekki ofsagt hvað þýðingar Hermanns höfðu mikil áhrif á viðtökur íslenskra fornbókmennta á erlendri grundu. Hann vakti margar kynslóðir lesenda og verðandi fræðimanna til vitundar um auðlegð þeirra. Margir fræðimenn, sem síðar áttu eftir að gera garðinn frægan í rannsóknum sínum á þeim, hafa tjáð sig um mikilvægi þessara fyrstu kynna af sögunum. Stundum kveður svo rammt að því að þeir segjast ekki geta losnað við enduróminn af þýðingum Hermanns og félaga úr huga sér þegar þeir fást við sögurnar, jafnvel þótt þeir hafi fyrir löngu náð tökum á frumtextanum.

Hermann skrifaði nokkur fræðirit um dagana sem fjölluðu um heilar bókmenntagreinar en ekki einstaka sögur. Eitt skrifaði hann með samverkamanni sínum í þýðingunum, Paul Edwards, einnig prófessor við háskólann í Edinborg. Bókin hét Legendary Fiction in Medieval Iceland og kom út 1971. Hún fjallaði einmitt um fornaldarsögur Norðurlanda, eða réttara sagt um nokkrar þeirra sem þeir félagar höfðu þýtt nýlega. Þetta var þarft verk þar sem aðeins ein bók hafði verið skrifuð áður um þessa bókmenntagrein.

Hermann Pálsson á sjöunda alþjóðlega fornsagnaþinginu í Spoleto árið 1988.

Hermann hafði óvenju yfirgripsmikla þekkingu á norrænum forntextum auk þess sem hann var vel heima í miðaldabókmenntum almennt, bæði á latínu og þjóðtungum Evrópu. Þetta kom að notum þegar hann fór tiltölulega seint á ævinni að fást við fornkvæði en hafði fyrst og fremst fjallað um frásagnarbókmenntir fram að því. Hann sinnti einkum tveimur kvæðum, Hávamálum og Sólarljóðum

Varla hefur nokkur annar Íslendingur af kynslóð Hermanns Pálssonar haft jafnmikil og víðtæk áhrif á norræn fræði um sína daga. Þýðingar Hermanns á fornsögum komu út í stórum upplögum hjá virtum erlendum forlögum og hafa því mótað skilning margra kynslóða erlendra lesenda og fræðimanna á sögunum. Hann stofnsetti einnig alþjóðleg fornsagnaþing sem eru enn mikilvægur vettvangur fræðimanna á þessu sviði. Hann kenndi alla starfsævina við Edinborgarháskóla, miðlaði af einstakri þekkingu sinni til nemenda og smitaði þá af óbilandi áhuga sínum á fræðunum. Þó skiptir meira máli að hann var frumlegur og mikilvirkur fræðimaður sem setti mark sitt á skilning okkar á bókmenntum og menningu Íslendinga og annarra norrænna þjóða á miðöldum.


Textinn í þessu svari birtist fyrst í greininni „Dr. Hermann Pálsson“ í Andvara 2021 og er hér lítillega aðlagaður Vísindavefnum. Myndirnar er fengnar úr sömu grein....