Hversu lengi hafa laxfiskarnir bleikja, urriði og lax verið í íslensku ferskvatni og hvaðan komu þeir hingað, og í hvaða röð?Laxfiskar lifðu ekki á Íslandi á ísöld þegar stór jökulskjöldur lá yfir öllu landinu. Laxfiskar á Íslandi eru því afkomendur fiska sem fluttu hingað frá öðrum svæðum, annað hvort Evrópu eða Ameríku, eftir að ís tók að leysa. Nær allt vatnalíf (og landlíf) hérlendis á sömu sögu. Merkilegasta undantekningin eru grunnvatnsmarflær sem þraukað hafa nokkrar ísaldir í vatnakerfum neðanjarðar og undir jöklum.[1][2] Harla ólíklegt er að bleikja, urriði og lax, eða jafnvel fleiri tegundir, hafi lifað í íslensku ferskvatni fyrir síðustu ísöld. Ómögulegt er þó að rannsaka slíkt því jöklar ísalda hafa skrapað burt vötn, nær alla gróðurþekju og menjar um fyrri vistkerfi. Allar tegundirnar þrjár eru að upplagi sjógöngufiskar. Það þýðir að fiskarnir æxlast í ferkvatni, yfirleitt ám, ungviðið elst þar upp, síðan ganga stálpuð seiði til sjávar þar sem þau taka út sinn vöxt. Fullvaxta fiskar snúa að endingu aftur til hrygningar, yfirleitt á uppeldisslóðirnar.[3]

A) Bleikja (Salvelinus alpinus), B) urriði (Salmo trutta) og C) lax (Salmo salar).

Tveir meginhópar atlantshafslaxins hérlendis. Gögnin benda til að um tvo meginhópa sé að ræða, auðkenndir með litum. Myndin er úr grein Kristins Ólafssonar og samstarfsmanna frá árinu 2014.
- Laxfiskar lifðu ekki hérlendis á ísöld.
- Tegundirnar hafa lifað hér að hámarki síðustu 10.000 til 12.000 ár.
- Bleikjan er kuldaþolnari en urriði og lax.
- Því er líklegast að bleikjan hafi borist fyrst hingað, síðan urriðinn og að lokum laxinn.
- ^ Bjarni K. Kristjánsson og Jörundur Svavarsson. (2007). Grunnvatnsmarflær á Íslandi. Náttúrufræðingurinn, 76(1-2), 22-28. (Sótt 23.2.2023).
- ^ Kornobis, E., Pálsson, S., Kristjánsson, B. K., & Svavarsson, J. (2010). Molecular evidence of the survival of subterranean amphipods (Arthropoda) during Ice Age underneath glaciers in Iceland. Molecular ecology, 19(12), 2516–2530. (Sótt 23.2.2023).
- ^ Mikill breytileiki er í þessu eftir tegundum laxfiska og jafnvel stofnum innan tegunda. Til að mynda finnst bleikja hérlendis sem sjóbleikja, vatnableikja og dvergbleikja í lygnum eða straumstríðum lindum eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um bleikjur?
- ^ Sjá Earth System Science research that builds on an historical tradition. University of Copenhagen.
- ^ Þau eru sérlega breytilegir staðir í erfðamenginu, sem spretta úr mismörgum endurtekningum tveggja eða fleiri basa.
- ^ Olafsson K, Pampoulie C, Hjorleifsdottir S, Gudjonsson S, Hreggvidsson GO. (2014). Present-Day Genetic Structure of Atlantic Salmon (Salmo salar) in Icelandic Rivers and Ice-Cap Retreat Models. PLoS ONE 9(2): e86809.
- Olafsson K, Pampoulie C, Hjorleifsdottir S, Gudjonsson S, Hreggvidsson GO. (2014). Present-Day Genetic Structure of Atlantic Salmon (Salmo salar) in Icelandic Rivers and Ice-Cap Retreat Models. PLoS ONE 9(2): e86809.
- laxArctic char (Salvelinus alpinus) - Flickr.com. Höfundur myndar Christa Rohrbach. Birt undir Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 2.0 Generic (CC BY-NC-SA 2.0) leyfi. (Sótt 28.2.2023).
- Salmo trutta Ozeaneum Stralsund HBP 2010-07-02.jpg - Wikimedia Commons. Höfundur myndar Helge Busch-Paulick (Grand-Duc). Birt undir Creative Commons Attribution-NonCommercial 3.0 Germany (CC BY-NC 3.0 DE) leyfi. (Sótt 28.2.2023).
- Salmo salar-Atlantic Salmon-Atlanterhavsparken Norway (cropped).JPG - Wikimedia Commons. Höfundur myndar Hans-Petter Fjeld. Birt undir Creative Commons Attribution-ShareAlike 3.0 Unported (CC BY-SA 3.0) leyfi. (Sótt 28.2.2023).