Þann 5. júní gerðu Ísraelar árás á egypska flugherinn af ótta við aðgerðir frá Egyptum. Þar með var hafið stríð sem stóð í sex daga og lauk með því að her Ísraels vann yfirburðasigur. Eftir stríðið hafði Ísrael náð á sitt vald öllum Sínaískaganum, allri Jerúsalem, Gasaströndinni, Vesturbakkanum og Gólanhæðum. Þó Egyptar hafi aftur fengið yfirráð yfir Sínaískaga er enn þann dag í dag er deilt um önnur svæði sem Ísrael tók í þessu stríði og sér ekki fyrir endann á þeirri deilu. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hver var aðdragandinn að stofnun Ísraelsríkis árið 1948? Hver átti landið fyrir? eftir Þóri Jónsson Hraundal
- Hvaða yfirráðarétt hefur Ísrael á hernumdum svæðum Palestínu? eftir Jón Orm Halldórsson
- Af hverju geta Ísraelar og Palestínumenn ekki lifað saman í sátt og samlyndi? eftir Magnús Þorkel Bernharðsson
- Encyclopædia Britannica Online: Arab-Israeli wars
- MSN Encarta: Six-Day War
- Wikipedia: Six-Day War
- Kort: NPR: Six Day War: Shaping the Modern Middle East
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2007.