Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9752 svör fundust
Hvernig er nýr páfi valinn?
Kosning páfa er flókið ferli sem einkennist af aldagamalli reynslu. Mjög strangar reglur og miklar hefðir fylgja kjörinu. Páfakjör má ekki hefjast fyrr en 15 dögum eftir andlát páfa. Þá koma kardínálarnir saman til að kjósa páfa, en þeir eru æðstu menn kaþólsku kirkjunnar á eftir páfa. Við fráfall páfa koma kar...
Hvaða sýrumenn voru á ferð í Sýrumannavík, skammt vestan við Grundartanga?
Örnefnið sem nefnt er í fyrirspurninni er að réttu lagi Sýrumannavik (þó að um vík hafi verið að ræða), en víkin er nú horfin vegna framkvæmda á Grundartanga. Á Atlaskorti Eddu stendur ranglega Sýrumannavík. Grundartangi. Sýrumannavik hefur af kortum að dæma verið þar sem uppfyllingin endar lengst til hægri á ...
Hvað er kontrapunktur?
Orðið kontrapunktur er dregið úr latínu „punctus contra punctum“ eða nóta á móti nótu. Skylt hugtak er pólýfónía eða fjölröddun. Í stórum dráttum má segja að tónlist sem samin er eftir aðferðum kontrapunkts byggi á láréttri hugsun fremur en lóðréttri, það er að sjálfstæðum laglínum er teflt saman í stað þess að la...
Hver var Adam Smith og fyrir hvað er hann helst þekktur?
Adam Smith fæddist árið 1723 í hafnarbænum Kirkcaldy á austurströnd Skotlands og dó sextíu og sjö árum síðar, árið 1790. Eftir hann komu út tvær merkilegar bækur meðan hann lifði og að minnsta kosti önnur þeirra er ótvírætt meistaraverk. Fyrra ritið fjallaði um siðfræði og gerði höfund sinn þekktan í landi sínu en...
Hvaða konur voru öflugar snemma í kvenréttindabaráttunni aðrar en Bríet Bjarnhéðinsdóttir?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða konur voru öflugar í kvenréttindabaráttunni aðrar en Bríet Bjarnhéðinsdóttir á sínum tíma? Hvað gerðu þær til að hafa áhrif ? Bríet Bjarnhéðinsdóttir hefur orðið áberandi í sögunni af kvenréttindabaráttunni, eðlilega þar sem hún var frumherji á svo mörgum sviðum: hún hélt...
Hvernig verður ummyndun í bergi?
Öll efnafræðileg ferli leita í átt til jafnvægis við ríkjandi hita og þrýsting. Berg sem myndaðist við hraða kólnun frá 1100°C hita er greinilega í ójafnvægi við þær aðstæður sem ríkja við yfirborð jarðar. Hins vegar eru flest efnahvörf mjög hæg við slíkar aðstæður; hitni það hins vegar upp aftur, til dæmis í jarð...
Hvers vegna verða kaffiblettir dekkstir við jaðarinn þegar þeir þorna?
Mörg fyrirbæri í umhverfi okkar virðast svo sjálfsögð að okkur dettur ekki í hug að undrast fyrr en við nánari skoðun. Kaffiblettir eru gott dæmi um slíkt. Þegar kaffi þornar upp skilur það eftir sig bletti sem eru dökkir á jaðrinum en ljósir innan hans. Skýringin á þessu er kannski ekki augljós en þó í raun einfö...
Hvað er kjarnorka og hvernig verkar hún?
Til að svara þessari spurningu er best að skoða fyrst uppbyggingu frumeinda. Hún er þannig að lítill kjarni gerður úr óhlöðnum nifteindum og jákvætt hlöðnum róteindum er umlukinn neikvætt hlöðnum rafeindum. Milli kjarneindanna, en svo nefnast nifteindir og róteindir einu nafni, verkar svonefndur kjarnakraftur. Mei...
Hvernig myndast nornabaugar eða nornahringir í mosa?
Svokallaðir nornabaugar eða sveppabaugar verða til vegna áhrifa frá þráðum svepps sem liggur í jarðvegi undir mosanum og verður til þess að mosinn yfir sveppnum vex illa eða jafnvel drepst. Þá sést hringur af dauðum eða veikluðum mosa í mosabreiðunni. Á baugnum eða við hann ber sveppurinn síðan aldin sín og eru þ...
Hver er samræðisaldur á Íslandi?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hver er samræðisaldur á Íslandi og hvernig er lögunum háttað? (Vonandi ítarlegt svar.)Rétt er að taka fram að hugtakið 'samræðisaldur' er ekki að finna í lögum en þar er að finna ýmis ákvæði um aldur einstaklinga og samræði. Á Vísindavefnum er hægt að lesa ýtarlegt svar Sóleyja...
Getið þið sagt mér eitthvað um armfætlur?
Armfætlur, fylking Brachiopoda, eru frumstæðir hryggleysingjar, skyldar til að mynda mosadýrum. Þær minna á samlokur (bivalvia) í útliti en eru hins vegar aðeins fjarskyldar þeim. Á ensku kallast armfætlur „lamp shells“ eða lampaskeljar þar sem útlit þeirra minnir mjög á olíulampa Rómverja til forna. Armfæt...
Hvers vegna er stundum kalt og stundum heitt?
Hitabreytingar kringum okkur verða af margvíslegum ástæðum. Þegar ég skrúfa frá ofninum hitnar smám saman hérna inni og ef ég skrúfa fyrir þá kólnar. Ég get líka opnað gluggann og þá kólnar inni ef ég er á Íslandi þar sem er nær alltaf kaldara úti en inni. Ég get líka fært mig til hérna inni, til dæmis ýmist nær o...
Byggðu Forngrikkir í alvöru völundarhús og til hvers?
Í grískum goðsögum segir frá völundarhúsi á eynni Krít þar sem Mínótáros var geymdur. Hann var maður með nautshöfuð en Pasifae, kona Mínosar konungs á Krít, gat hann með nauti Póseidons, sem Mínos fékk sig ekki til að slátra. Mínos fékk því hugvitsmanninn Dædalos til þess að smíða völundarhús þar sem mannnautið va...
Er hægt að titla sig greifa eða barón á löglegan hátt á Íslandi?
Starfsheiti kunna að vera lögvernduð þannig að aðeins þeir sem uppfylla ákveðnar kröfur, til dæmis um menntun eða ákveðin leyfi, megi starfa undir þessu heiti. Þar að baki eru að jafnaði sjónarmið um öryggi og fagmennsku, til dæmis á þetta við um lækna og heilbrigðisstarfsmenn, lögmenn, sálfræðinga, kennara og ýms...
Hver er yfirborðshiti Satúrnusar og meðalhiti jarðarinnar?
Reikistjörnurnar (e. plantets) í sólkerfinu okkar eru 8 talsins. Taflan hér að neðan inniheldur upplýsingar um hitastig þeirra auk dvergreikistjörnunnar (e. dwarf planet) Plútó, sem fram til 2006 var talin ein af reikistjörnunum. lægsti yfirborðshitimeðalhitastig yfirborðshæsti yfirborðshiti Merkúríus-170 °C3...