lægsti yfirborðshiti | meðalhitastig yfirborðs | hæsti yfirborðshiti | |
---|---|---|---|
Merkúríus | -170 °C | 350 °C | 430 °C |
Venus | 480 °C | 480 °C | 480 °C |
jörðin | -89 °C | 15 °C | 58 °C |
Mars | -140 °C | -63 °C | 20 °C |
Júpíter | Á ekki við | -110 °C efst í lofthjúpi | Á ekki við |
Satúrnus | Á ekki við | -180 °C efst í lofthjúpi | Á ekki við |
Úranus | Á ekki við | -218 °C efst í lofthjúpi | Á ekki við |
Neptúnus | Á ekki við | -218 °C efst í lofthjúpi | Á ekki við |
Plútó | -220 °C | -230 °C | -240 °C |
Plútó er kaldastur þessara hnatta með meðalyfirborðshitann -230°C og stafar kuldinn af mikilli fjarlægð frá sólu. Yfirborð hans er þakið metanís en metan frýs við 182,5°C. Langheitustu reikistjörnurnar eru þær sem næstar eru sólu. Það sem kemur kannski á óvart er að Merkúríus, sem er innsta stjarnan, er ekki sú heitasta heldur er það Venus. Ástæðan fyrir þessum mikla hita á Venusi er að hún er umlukin geysiþykkum lofthjúpi sem er að mestu úr koldíoxíði (CO2), gróðurhúsalofttegund sem dregur í sig varma og veldur hlýnun. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvað er heitt á Merkúríusi? eftir Martein Sindra Jónsson
- Getið þið sagt mér eitthvað um plánetuna Venus? eftir Sævar Helga Bragason
- Hvað er það sem ræður hitastigi á jörðinni, er það bara geislun frá sólinni? eftir Halldór Björnsson
- Hvernig er yfirborð Mars og hver er meðalhitinn þar? eftir Þorsteinn Þorsteinsson
- Hvað getur þú sagt mér um Júpíter? eftir Sævar Helga Bragason
- Hvað geturðu sagt mér um Satúrnus? eftir Sævar Helga Bragason
- Á hvern hátt er Úranus frábrugðinn hinum reikistjörnunum? eftir Sævar Helga Bragason
- Á hvern hátt er Úranus frábrugðinn hinum reikistjörnunum? eftir Sævar Helga Bragason
- Stjörnufræðivefurinn - Skoðað 23.09.10
- UK Space Agency. Sótt 3.11.2010.