Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 154 svör fundust
Hversu heitt er á Plútó?
Það er kalt á Plútó. Talið er að meðalhiti við yfirborð sé -230°C, hæsti hiti sé um -220°C og lægsti um -240°C. Hitatigið á Plútó er því ekki langt frá alkuli. Ástæðan fyrir þessu er sú að braut Plútó er yfrleitt langt frá sólu og einnig er yfirborðið bjart og sólargeislarnir endurkastast því vel af Plútó. Í ...
Ég er að skrifa ritgerð um heimastjórnina á Íslandi árið 1904, getið þið bent mér á gagnlegar heimildir?
Á vef Stjórnarráðs Íslands er ýmislegt efni sem tengist heimastjórnarárunum 1904-1918. Fjallað er um leiðina til sjálfstæðis, fyrsta ráðherrann, stjórnmálin og tímabil heimastjórnarinnar sem var skeið umskipta og óvenjulegrar grósku í íslensku þjóðlífi. Þetta efni var unnið fyrir vef sem opnaður ári 2004 í tilefni...
Hefur einhver siglt inn í Bermúdaþríhyrninginn og komið þaðan heill á húfi aftur?
Hinn svokallaði Bermúdaþríhyrningur er svæði á Norður-Atlantshafi sem hægt er að afmarka með þríhyrningi sem dreginn er frá Miami í Flórída til Bermúda-eyja og þaðan til Púertó Ríkó. Reyndar eru heimildir ekki allar sammála um hvar mörk svæðisins liggja nákvæmlega, það er stundum talið vera stærra, en þetta er það...
Hvaða ríki eiga kjarnorkuvopn og hve mikið af þeim eiga þau?
Upphafleg spurning var á þessa leið:Mikið er talað um hvað Bandaríkjamenn og Rússar eigi mikið af kjarnorkusprengjum. Hvað eiga Frakkar og Bretar margar?Árið 1997 var talið að 35.300-38.000 kjarnavopn væru í heiminum, og skiptust svona milli þeirra fimm ríkja sem þá voru yfirlýst kjarnorkuveldi. LandHeildarfjöldi...
Hvaða efni er EPO?
EPO er skammstöfun á enska orðinu erythropoietin og hefur verið þýtt sem rauðkornavaki á íslensku. Það er hormón myndað í nýrum og berst frá þeim með blóðrás til blóðmergs (rauðs beinmergs) og örvar myndun rauðkorna. Myndun rauðkornavaka er háð súrefnismagni blóðs sem fer bæði eftir súrefnismagni andrúmslofts og f...
Ef maður á jarðarskika, á maður hann þá alveg niður að kjarna jarðarinnar?
Sú skilgreining á fasteignahugtakinu sem helst er notast við í íslenskri lögfræði er svohljóðandi: Fasteign merkir afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt. Hvergi kemur fram, hvorki í lögum né annars staðar, hva...
Er Plútó ennþá flokkuð sem reikistjarna?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Af hverju er krónumynt enn gefin út á Íslandi?
Spurningin í fullri lengd var: Hér um árið var loksins hætt að gefa út hina vitagagnslausu aura, svo hvers vegna er krónumyntin (sem í dag er alveg jafn gagnslaus og ónothæf, ekki einu sinni sjálfsalar taka krónur!) ennþá gefin út með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið? Þótt ekki sé hægt að kaupa mikið f...
A: Setning B er lygi. B: Setning A er sönn. Getur þetta nokkurn tímann gengið upp?
Flestir heimspekingar eru sammála um að þetta geti ekki gengið upp ef það að ganga upp þýðir að báðar setningar hafi ákveðið sanngildi, það er að hvor setning um sig sé annað hvort sönn eða ósönn. En skiptir svona lagað einhverju máli? Er það eitthvert vandamál að setningar eins og(A) Setning B er lygi (B) Set...
Má búast við því að Netið breyti eðli og verðgildi peninga og annarra fjármuna? Gæti aðgengi manna, til dæmis fátækra þjóða, að peningum aukist með tilkomu Netsins?
Margt bendir til þess að aukin útbreiðsla og notkun Netsins eigi eftir að hafa margvísleg áhrif á viðskipti og sum þeirra býsna róttæk. Ein áhrifin verða trúlega þau að notkun peninga í þeirri mynd sem við þekkjum þá, sem seðla og mynt, muni minnka og jafnvel leggjast af. Í stað þeirra komi innstæður á margs konar...
Hvað er Bermúdaþríhyrningurinn?
Bermúdaþríhyrningurinn svokallaði er svæði á Norður-Atlantshafi sem má afmarka með þríhyrningi sem dreginn er frá Miami í Flórída til Bermúda-eyja og þaðan til Púertóríkó. Þar hafa yfir 50 skip og 20 flugvélar horfið frá því um miðja 19. öld, mörg án vísbendinga um afdrif þeirra. Þessi undarlegu hvörf hafa ...
Hvernig verður kosið til stjórnlagaþings og er hægt að svindla?
Í kosningum til stjórnlagaþings verður notað kosningakerfi sem aldrei hefur verið notað á Íslandi áður. Kerfið er flókið og ýmislegt rangt og ónákvæmt hefur verið sagt um það. Hér fyrir neðan verður fjallað ýtarlega um kerfið en í örstuttu máli eru skilaboðin sem mikilvægast er að komist til kjósenda eftirfarandi:...
Í hvaða átt er Pólstjarnan frá Reykjavík og hve hátt er hún á himni?
Þegar við erum á norðurhveli jarðar sýnist okkur öll himinhvelfingin snúast um möndul sem liggur um punkt á himinkúlunni sem við köllum norðurpól himins. Hann er alltaf í sömu stefnu miðað við athuganda sem heldur sig á sama stað á jörðinni. Hann er líka sem næst kyrr miðað við fastastjörnurnar en færist þó ofurhæ...
Oft er talað um jólatungl og í gamalli vísu er talað um þorratungl. Hvernig veit maður hvaða tungl er jólatungl?
Hér er einnig svarað spurningu sama spyrjanda: Hvað þarf til að ár sé kallað 13 tungla ár? Gangur tunglsins skiptist þannig að það er vaxandi eftir að það kviknar, síðan fullt, þá þverrandi uns það hverfur í nokkra daga og er þá kallað nýtt. Síðan kviknar það og umferðin hefst að nýju. Hver umferð tekur 29,53 da...
Hvaða fuglar verpa í Vatnsmýrinni?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða fugla er hægt að finna á Tjörninni í Reykjavík? Hversu margar eru endurnar á Tjörninni í Reykjavík og hve margar tegundir eru þar að staðaldri? Má veiða endur við Tjörnina? Það er nokkuð breytilegt milli ára hvaða fuglar verpa í Vatnsmýrinni og við Tjörnina. Helstu varp...