Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvaða átt er Pólstjarnan frá Reykjavík og hve hátt er hún á himni?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Þegar við erum á norðurhveli jarðar sýnist okkur öll himinhvelfingin snúast um möndul sem liggur um punkt á himinkúlunni sem við köllum norðurpól himins. Hann er alltaf í sömu stefnu miðað við athuganda sem heldur sig á sama stað á jörðinni. Hann er líka sem næst kyrr miðað við fastastjörnurnar en færist þó ofurhægt miðað við þær, og það nefnist pólvelta.

Ef við hugsum okkur lóðlínu frá himinpólnum þá sker hún sjóndeildarhringinn í hánorðri miðað við athugunarstað. Sá staður er raunar líka í stefnu frá okkur til norðurpóls jarðar. Jörðin snýst í raun og veru um möndul gegnum hann og suðurpólinn og fyrrnefndur sýndarsnúningur festingarinnar er afleiðing eða spegilmynd þess snúnings. Hornið sem stefnan til himinpólsins myndar við lárétt nefnist pólhæð og er jafnt landfræðilegri breidd athugunarstaðar. Í Reykjavík er þetta horn því 64 gráður og 8,4 mínútur.

Pólstjarnan er um eina gráðu frá norðurpól himins. Hún fylgir fyrrnefndum snúningi festingarinnar og fer eftir litlum hring um pólinn, nálægt því eina umferð á sólarhring, samanber myndina hér á eftir. Pólstjarnan er því alltaf nálægt hánorðri á athugunarstað. Þegar hún er beint fyrir neðan eða ofan pólinn er hún nákvæmlega í norðri en lóðlína frá henni getur vikið um nokkrar gráður frá hánorðri á sjóndeildarhringnum hér norður frá. Hæð hennar í Reykjavík er samkvæmt framansögðu 63-65 gráður (víkur allt að einni gráðu frá hæð pólsins, til eða frá).



Þegar við höldum í suðurátt frá Reykjavík lækkar Pólstjarnan smám saman á himninum, um jafnmargar gráður og landfræðileg breidd minnkar, eða um eina gráðu fyrir hverja 111 km sem við færumst suður á bóginn. Þetta sést vel á myndinni hér á eftir.



Í mörgum menningarsamfélögum hafa menn notfært sér Pólstjörnuna til að rata um ókunn lönd og um hafið í siglingum. Hæð hennar segir til um landfræðilega breidd og stefnan til hennar sýnir norður eins og hér hefur verið lýst. Hér á norðurslóð er hún svo hátt á lofti að hún sýnir norður ekki alveg eins skýrt og í suðlægari löndum. Auk þess eru bjartar nætur hér á sumrin eins og kunnugt er og menn geta þá ekki notað Pólstjörnuna í þessum tilgangi á ferðalögum.

Myndir: Þorsteinn Vilhjálmsson, 1986. Heimsmynd á hverfanda hveli, 1. bindi. Reykjavík: Mál og menning, bls. 29 og 149.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

28.11.2001

Spyrjandi

Ólafur Jóhannesson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Í hvaða átt er Pólstjarnan frá Reykjavík og hve hátt er hún á himni?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2001, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1973.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 28. nóvember). Í hvaða átt er Pólstjarnan frá Reykjavík og hve hátt er hún á himni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1973

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Í hvaða átt er Pólstjarnan frá Reykjavík og hve hátt er hún á himni?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2001. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1973>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvaða átt er Pólstjarnan frá Reykjavík og hve hátt er hún á himni?
Þegar við erum á norðurhveli jarðar sýnist okkur öll himinhvelfingin snúast um möndul sem liggur um punkt á himinkúlunni sem við köllum norðurpól himins. Hann er alltaf í sömu stefnu miðað við athuganda sem heldur sig á sama stað á jörðinni. Hann er líka sem næst kyrr miðað við fastastjörnurnar en færist þó ofurhægt miðað við þær, og það nefnist pólvelta.

Ef við hugsum okkur lóðlínu frá himinpólnum þá sker hún sjóndeildarhringinn í hánorðri miðað við athugunarstað. Sá staður er raunar líka í stefnu frá okkur til norðurpóls jarðar. Jörðin snýst í raun og veru um möndul gegnum hann og suðurpólinn og fyrrnefndur sýndarsnúningur festingarinnar er afleiðing eða spegilmynd þess snúnings. Hornið sem stefnan til himinpólsins myndar við lárétt nefnist pólhæð og er jafnt landfræðilegri breidd athugunarstaðar. Í Reykjavík er þetta horn því 64 gráður og 8,4 mínútur.

Pólstjarnan er um eina gráðu frá norðurpól himins. Hún fylgir fyrrnefndum snúningi festingarinnar og fer eftir litlum hring um pólinn, nálægt því eina umferð á sólarhring, samanber myndina hér á eftir. Pólstjarnan er því alltaf nálægt hánorðri á athugunarstað. Þegar hún er beint fyrir neðan eða ofan pólinn er hún nákvæmlega í norðri en lóðlína frá henni getur vikið um nokkrar gráður frá hánorðri á sjóndeildarhringnum hér norður frá. Hæð hennar í Reykjavík er samkvæmt framansögðu 63-65 gráður (víkur allt að einni gráðu frá hæð pólsins, til eða frá).



Þegar við höldum í suðurátt frá Reykjavík lækkar Pólstjarnan smám saman á himninum, um jafnmargar gráður og landfræðileg breidd minnkar, eða um eina gráðu fyrir hverja 111 km sem við færumst suður á bóginn. Þetta sést vel á myndinni hér á eftir.



Í mörgum menningarsamfélögum hafa menn notfært sér Pólstjörnuna til að rata um ókunn lönd og um hafið í siglingum. Hæð hennar segir til um landfræðilega breidd og stefnan til hennar sýnir norður eins og hér hefur verið lýst. Hér á norðurslóð er hún svo hátt á lofti að hún sýnir norður ekki alveg eins skýrt og í suðlægari löndum. Auk þess eru bjartar nætur hér á sumrin eins og kunnugt er og menn geta þá ekki notað Pólstjörnuna í þessum tilgangi á ferðalögum.

Myndir: Þorsteinn Vilhjálmsson, 1986. Heimsmynd á hverfanda hveli, 1. bindi. Reykjavík: Mál og menning, bls. 29 og 149....