Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6966 svör fundust
Hvernig lýsir frost- og efnaveðrun sér á Íslandi?
Molnun og tæring bergs á staðnum nefnist veðrun. Molnunin verður með ýmsum hætti, svo sem með frostveðrun, með svörfun jökla, með grjótburði straumvatna og af völdum úthafsöldunnar sem brotnar á ströndinni. Lesa má nánar um veðrun í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er vatnsrof? Frostveðru...
Er trúaður maður sem brýtur af sér hræsnari?
Helsta einkenni hræsnara er uppgerð eða blekking. Hræsnari þykist vera eitthvað annað en hann er eða þykist hafa skoðun eða trú sem hann hefur ekki í raun. Þetta gerir hann í því skyni að líta betur út í augum annarra. Hræsnari er sem sagt sá sem þykist betri en hann er. Ef maður fordæmir aðra fyrir hegðun sem...
Getur múkkinn flogið þegar hann sér ekki sjó?
Múkkinn (öðru nafni fýll) getur flogið þótt hann sjái ekki sjó. Sögusagnir um að múkkinn þurfi að sjá sjó til þess að geta flogið verða að öllum líkindum til þegar fýlsungi berst inn á land, í stað þess að lenda á sjónum, og kemst ekki aftur á flug. En fýlsungi nýskriðinn úr hreiðri er mjög líkur fullorðnum f...
Af hverju sér maður stundum bletti fyrir augunum?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er það sem gerist þegar maður fær svokallaðar stjörnur fyrir augun? Blettir fyrir augunum eru kallaðir „floaters“ á ensku, enda er líkt og þeir fljóti eða sveimi fyrir augunum. Hér er um að ræða örlitla klumpa af hlaupi eða öðru hálfgegnsæju efni sem sveimar um í glærhlaupi ...
Gáta: Hvernig geta glæponarnir bjargað sér úr steypunni?
Þegar lögreglan braust inn í falda vöruskemmu Als Capones í þriðja skiptið í sama mánuði varð hann sannfærður um að það væri uppljóstrari á hans snærum. Eftir að hafa gert ítarlega úttekt á sínu liði voru aðeins fjórir manna hans sem komu til greina, þeir Tony, Sunny, Donny og Jimmy. Ævareiður yfir þessum sviku...
Getur fóstur í móðurkviði gefið frá sér hljóð?
Fóstur í móðurkviði þroskast innan í líknarbelgnum sem er fullur af legvökva og er staðsettur inni í legi móðurinnar. Fóstrið þroskast því inni í vökvafylltu rými þar sem loft kemst ekki að. Loftskipti fóstursins fara fram í gegnum blóðrás móður, en þaðan fær það einnig næringu sína. Raddböndin byrja að þroskas...
Má eiga líkamspart af sjálfum sér eftir aflimun?
Spyrjandi bætir við: Ef ekki, af hverju þá? Af hverju má ég eiga tennurnar úr mér en ekki höndina? Í 72. gr. stjórnarskrárinnar kemur fram að eignarrétturinn sé friðhelgur og að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Af þessu má álykta að skýrar lagareglur þurfi til að takmar...
Hvað er fílaveiki og hvernig lýsir hún sér?
Fílaveiki er landlæg víða í heiminum. Meira en milljarði manna í yfir áttatíu löndum stafar hætta af smiti. Árið 2000 höfðu 120 milljónir fengið sjúkdóminn og af þeim voru meira en 40 milljónir sem hlutu varanlega hömlun eða lýti af hans völdum. Um þriðjungur tilfella er á Indlandi og þriðjungur í Afríku, en önnu...
Er hægt að smíða vélmenni heima hjá sér?
Það er ekki einfalt mál að smíða vélmenni heima hjá sér. Á íslensku notum við orðið vélmenni um róbota í mannslíki. Vélmenni eru flókin fyrirbæri. Til þess að stjórna þeim þarf yfirleitt tölvu og hugbúnað, því það þarf marga mótora til að knýja hendur, fætur og aðra líkamsparta sem eiga að hreyfast. Hins vegar ...
Af hverju draga dökk föt að sér hita?
Sólarljós og annað venjulegt ljós sem lýsir upp umhverfi okkar er oftast svokallað hvítt ljós, en hvítt ljós er í rauninni blanda af öllum litum ljóss. Litur hlutar ræðst af því hvernig hann endurkastar hvítu ljósi. Hlutur sem er til dæmis grænn endurkastar þeim lit meira en öðrum þegar hvítt ljós skín á hann, en ...
Hvað er spasmi og hvernig lýsir hann sér?
Í læknisfræði er spasmi skyndilegur og ósjálfráður samdráttur vöðva, hóps af vöðvum, í veggjum hols líffæris eða samdráttur ops á líffæri. Í daglegu tali er það kallað spasmi þegar krampi kemur í vöðva, oft með skyndilegum sársauka sem líður fljótt hjá en getur varað í nokkrar mínútur eða lengur. Spasmi getur leit...
Hvað er leishmaniusýki og hvernig lýsir hún sér?
Leishmaniusýki eða leishmanssótt (e. leishmaniasis) er sýking af völdum frumdýra af ættkvíslinni Leishmania. Frumdýrið er innanfrumusníkjudýr (e. intracellular parasite) í bæði mönnum og dýrum. Að minnsta kosti 15 tegundir geta sýkt menn. Smit berst til manna með sandflugum sem lifa í heitu og tempruðu loftslagi o...
Hvað eru svifþörungar og hvernig fjölga þeir sér?
Svifþörungar eru hluti af svifi sjávar og nefnast plöntusvif (e. phytoplankton) Þörungarnir eru einfrumungar sem fjölga sér með skiptingu. Þeir eru örsmáir, um 1/1000 mm til 2 mm í þvermál. Svifþörungar eru frumbjarga lífverur sem nýta sér sólarorku og ólífræn efni til vaxtar og viðgangs. Smásjármynd af kísilþör...
Hvað er Huntingtonssjúkdómur og hvernig lýsir hann sér?
Huntingtonssjúkdómur er ættgengur sjúkdómur þar sem heilafrumur hrörna smám saman. Honum var fyrst lýst 1872 af bandaríska lækninum George Huntington. Það sem veldur sjúkdómnum er ríkjandi galli á litningi númer fjögur. Þar er CAG-basaþrenndin endurtekin 36-120 sinnum í DNA-inu í staðinn fyrir 10-35 sinnum. Eftir ...
Hvernig halda skjaldbökur sér köldum í heitu veðri?
Lifnaðarhættir skjaldbaka eru æði mismunandi. Nokkrar tegundir hafa að mestu leyti aðlagast lífi í sjó og koma aðeins á land til að verpa en flestar skjaldbökutegundir lifa hins vegar á landi við miðbaug og á heittempruðum svæðum. Að jafnan eru skjaldbökur því hitabeltisdýr, þótt þær verpi vissulega víðar. Útbr...