Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Má eiga líkamspart af sjálfum sér eftir aflimun?

Ragnar Guðmundsson

Spyrjandi bætir við:

Ef ekki, af hverju þá? Af hverju má ég eiga tennurnar úr mér en ekki höndina?
Í 72. gr. stjórnarskrárinnar kemur fram að eignarrétturinn sé friðhelgur og að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Af þessu má álykta að skýrar lagareglur þurfi til að takmarka rétt manna til eignar og ráðstöfunar á eigin líkama, hvort sem hann er í einu lagi eða ekki.

Spyrjandi veltir fyrir sér af hverju megi eiga tennur úr sér en ekki útlimi eins og hendur. Þessar vangaveltur vekja upp fleiri spurningar. Hvernig má skilgreina útlim? Er einhver lagalegur munur á útlimi og öðrum líkamspörtum? Og hvenær er hluti líkamans orðinn svo lítill að hann hættir að teljast líkamspartur? Er hár til dæmis líkamspartur? Hvað þá með eina frumu?

Vegna þessa kýs ég að miða svar mitt við hvers konar lífsýni, það er allt lífrænt efni sem tekið er úr mönnum, bæði lifandi og látnum, sem veitt getur um þá líffræðilegar upplýsingar.


Kona sem hefur misst fingur.

Nú eru í gildi lög nr. 110/2000 um lífsýnasöfn sem takmarka mjög alla söfnun, vörslu og nýtingu lífsýna. Lögin eru merkileg fyrir margra hluta sakir en við skulum í bili láta nægja að skoða fyrstu grein þeirra og velta fyrir okkur markmiði laganna:

Markmiðið með lögum þessum er að heimila söfnun, vörslu, meðferð og nýtingu lífsýna úr mönnum með þeim hætti að persónuvernd sé trygg, gætt sé hagsmuna lífsýnisgjafa og nýting lífsýnanna þjóni vísindalegum og læknisfræðilegum tilgangi og stuðli að almannaheill.

Aldrei skal setja hagsmuni vísinda og samfélags ofar hagsmunum lífsýnisgjafa. Óheimilt er að mismuna lífsýnisgjafa á grundvelli upplýsinga sem fengnar eru úr lífsýni hans.

Lögunum er þannig ætlað að setja reglur um meðferð manna á lífsýnum úr öðrum mönnum og persónuupplýsingum þeim tengdum. Því verður ekki séð að þessi aðallagabálkur um meðferð lífsýna nái til þess þegar maður á lífsýni úr sjálfum sér.

Í fljótu bragði fannst því ekkert lagaákvæði sem bannar einstaklingum að eiga útlimi eða nokkur önnur lífsýni, hvaða nafni sem þau nefnast, ef þau eru úr þeim sjálfum.

Hins vegar verður að telja að menn þurfi að virða ákveðnar meginreglur varðandi geymslu þessara líkamsparta. Ekki gengur að maður hafi til að mynda rotnandi fótlegg með sér í vinnuna eða á bíó! En þá erum við komin út fyrir spurninguna og við taka lög og reglugerðir um hollustuhætti og smitvarnir og verður lesendum látið eftir að kynna sér slíkt upp á eigin spýtur að svo stöddu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

15.9.2006

Spyrjandi

Gunnhildur Berit Sigurðardóttir

Tilvísun

Ragnar Guðmundsson. „Má eiga líkamspart af sjálfum sér eftir aflimun?“ Vísindavefurinn, 15. september 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6192.

Ragnar Guðmundsson. (2006, 15. september). Má eiga líkamspart af sjálfum sér eftir aflimun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6192

Ragnar Guðmundsson. „Má eiga líkamspart af sjálfum sér eftir aflimun?“ Vísindavefurinn. 15. sep. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6192>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Má eiga líkamspart af sjálfum sér eftir aflimun?
Spyrjandi bætir við:

Ef ekki, af hverju þá? Af hverju má ég eiga tennurnar úr mér en ekki höndina?
Í 72. gr. stjórnarskrárinnar kemur fram að eignarrétturinn sé friðhelgur og að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Af þessu má álykta að skýrar lagareglur þurfi til að takmarka rétt manna til eignar og ráðstöfunar á eigin líkama, hvort sem hann er í einu lagi eða ekki.

Spyrjandi veltir fyrir sér af hverju megi eiga tennur úr sér en ekki útlimi eins og hendur. Þessar vangaveltur vekja upp fleiri spurningar. Hvernig má skilgreina útlim? Er einhver lagalegur munur á útlimi og öðrum líkamspörtum? Og hvenær er hluti líkamans orðinn svo lítill að hann hættir að teljast líkamspartur? Er hár til dæmis líkamspartur? Hvað þá með eina frumu?

Vegna þessa kýs ég að miða svar mitt við hvers konar lífsýni, það er allt lífrænt efni sem tekið er úr mönnum, bæði lifandi og látnum, sem veitt getur um þá líffræðilegar upplýsingar.


Kona sem hefur misst fingur.

Nú eru í gildi lög nr. 110/2000 um lífsýnasöfn sem takmarka mjög alla söfnun, vörslu og nýtingu lífsýna. Lögin eru merkileg fyrir margra hluta sakir en við skulum í bili láta nægja að skoða fyrstu grein þeirra og velta fyrir okkur markmiði laganna:

Markmiðið með lögum þessum er að heimila söfnun, vörslu, meðferð og nýtingu lífsýna úr mönnum með þeim hætti að persónuvernd sé trygg, gætt sé hagsmuna lífsýnisgjafa og nýting lífsýnanna þjóni vísindalegum og læknisfræðilegum tilgangi og stuðli að almannaheill.

Aldrei skal setja hagsmuni vísinda og samfélags ofar hagsmunum lífsýnisgjafa. Óheimilt er að mismuna lífsýnisgjafa á grundvelli upplýsinga sem fengnar eru úr lífsýni hans.

Lögunum er þannig ætlað að setja reglur um meðferð manna á lífsýnum úr öðrum mönnum og persónuupplýsingum þeim tengdum. Því verður ekki séð að þessi aðallagabálkur um meðferð lífsýna nái til þess þegar maður á lífsýni úr sjálfum sér.

Í fljótu bragði fannst því ekkert lagaákvæði sem bannar einstaklingum að eiga útlimi eða nokkur önnur lífsýni, hvaða nafni sem þau nefnast, ef þau eru úr þeim sjálfum.

Hins vegar verður að telja að menn þurfi að virða ákveðnar meginreglur varðandi geymslu þessara líkamsparta. Ekki gengur að maður hafi til að mynda rotnandi fótlegg með sér í vinnuna eða á bíó! En þá erum við komin út fyrir spurninguna og við taka lög og reglugerðir um hollustuhætti og smitvarnir og verður lesendum látið eftir að kynna sér slíkt upp á eigin spýtur að svo stöddu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...