Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Fóstur í móðurkviði þroskast innan í líknarbelgnum sem er fullur af legvökva og er staðsettur inni í legi móðurinnar. Fóstrið þroskast því inni í vökvafylltu rými þar sem loft kemst ekki að. Loftskipti fóstursins fara fram í gegnum blóðrás móður, en þaðan fær það einnig næringu sína.
Raddböndin byrja að þroskast þegar fóstrið er aðeins um 10 vikna, en þar sem ekkert loft kemst að þeim geta þau ekki gefið frá sér neitt hljóð. Í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna breytist röddin í fólki sem andar að sér helíngasi? segir um raddböndin:
Raddböndin eru tvær aðskildar himnur eða þykkildi í barkakýlinu í hálsinum. Brjósk og vöðvar stjórna því hvort og þá hversu mikil glufa er milli raddbandanna, hver lögun þeirra er og hvort þau eru slök eða stríð. Þegar loft þrýstist gegnum barkakýlið og raddböndin liggja þétt hvort að öðru titra þau en við það myndast hljóð sem mótast síðan frekar af tungunni og hljóðholinu í hálsi og munni.
Það er því ljóst að ekkert hljóð heyrist frá börnum fyrr en eftir að þau eru komin út í andrúmsloftið. Um leið og börn fæðast þurfa þau að fara að anda af sjálfsdáðum og það þarf því að losa um slím og legvatn sem liggur í munnholi og lungum. Um leið og búið er að losa um og loft kemst greiðlega ofan í lungun má venjulega heyra börnin gráta í fyrsta skiptið, en loft er þá einnig farið að leika um raddböndin.
Fóstur þroskast inni í líknarbelgnum sem er fullur af legvatni
Kona á meðgöngu finnur hins vegar mikið fyrir barni sínu þó að ekkert heyrist í því. Hún finnur til dæmis þegar það hreyfir sig, sparkar eða fær hiksta. Þegar konur fara í mæðraskoðun má svo heyra í sónartækinu ýmis líkamshljóð sem mannlegt eyra greinir ekki. Þá má til dæmis greina hjartsláttinn og einnig heyrist ef barnið er með hiksta.
Þó fóstrið sé í mjög vernduðu umhverfi í leginu að þá er það ekki algjörlega einangrað frá umheiminum. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að fóstur heyra hin ýmsu umhverfishljóð. Þar er rödd móðurinnar mest ríkjandi en einnig getur barnið heyrt aðrar raddir, umhverfishávaða og jafnvel skynjað hátíðinihljóð.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
MBS. „Getur fóstur í móðurkviði gefið frá sér hljóð?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5793.
MBS. (2006, 5. apríl). Getur fóstur í móðurkviði gefið frá sér hljóð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5793
MBS. „Getur fóstur í móðurkviði gefið frá sér hljóð?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5793>.