Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 106 svör fundust
Hver var Kólumbus og hvað var svona merkilegt við hann?
Yfirleitt er talið að Kristófer Kólumbus hafi fæðst árið 1451 í hafnarborginni Genúa eða í nágrenni hennar í norðvesturhluta Ítalíu, en þjóðerni hans er nokkuð umdeilt. Kólumbus er einn kunnasti sæfari allra tíma. Hann ferðaðist mikið um Atlantshafið og Miðjarðarhafið áður en hann fór í Ameríkuferðirnar, sem hann ...
Hvaða dýr í Afríku eru í útrýmingarhættu?
Í svari við spurningunni Hversu margar tegundir af dýrum eru í útrýmingarhættu í dag og af hverju? er skýrt út hvernig alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin Union for Conservation of Nature (IUCN) flokka dýrategundir eftir því hversu mikil hætta er á að þær deyi út í nánustu framtíð. Árið 2004 var listi IUCN yfir útda...
Hvaða áhrif hafði kreppan mikla á Ísland og Íslendinga?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvað gerðist í kreppunni á Íslandi árið 1929? Einnig hefur verið spurt:Kreppan mikla á Íslandi, hvaða áhrif hafði hún á heimili og atvinnulíf? Hvaða áhrif hafði kreppan (um 1930) á Ísland? Á fyrstu áratugum 20. aldar var Ísland komið í hóp þeirra landa sem mesta utanrí...
Hvað er skammtafræði?
Skammtafræði er stærðfræðileg lýsing á hegðun smæstu hluta sem við þekkjum. Þetta eru hlutir eins og rafeindir, frumeindir eða jafnvel hinir örsmáu kvarkar sem mynda róteindir og nifteindir í kjarna frumeinda. Þessar agnir eru grundvallareiningar í byggingu nær alls efnis í hinum þekkta heimi og marga af eiginleik...
Af hverju myndast hringlaga ský þegar flugvélar brjóta hljóðmúrinn?
Upphafleg spurning var sem hér segir: Hver er ástæðan fyrir því að hringlaga ský virðist myndast þegar flugvélar brjóta hljóðmúrinn? Yfirleitt er nokkur raki (vatnssameindir) í öllu lofti í náttúrunni. Þessi raki er í gasham sem kallað er og er með öllu ósýnilegur. Hann er kallaður vatnsgufa (e. steam) en það o...
Hvað er popúlismi?
Popúlismi kallast lýðhyggja á íslensku. Fræðimenn hafa skilgreint lýðhyggju sem hugmyndir sem lýsa vanda samfélagsins á einfaldan og yfirborðskenndan hátt og bjóða fram lausnir sem kalla mætti skyndilausnir. Stjórnmálaskoðanir í anda lýðhyggju draga upp mynd af stjórnmálum sem baráttu tveggja afla. Það er að segja...
Hvernig hefur íslensk flóra breyst í grófum dráttum frá landnámi?
Í stuttu máli þá breyttust magnhlutföll tegunda í flóru landsins mikið fyrst eftir landnám. Tegundum fjölgaði verulega og eru um 70-80 tegundir orðnar ílendar í dag, sem ekki voru í landinu fyrir landnám. Um 250 tegundir til viðbótar hafa borist til landsins utan ræktunar, en ekki náð að ílendast varanlega. Ekki e...
Hverjar eru elstu þekktu leifar um ketti á Norðurlöndum?
Upprunalega spurningin var: Hverjar eru elstu kattvistarleifar á Norðurlöndum? Kettir voru fyrst tamdir í Austurlöndum nær og Egyptalandi fyrir um 9-10.000 árum, en villti forveri heimiliskattarins er afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica) sem enn finnst á þeim slóðum.[1] Elsta beinagrind af heimi...
Hver er Steven Weinberg og hvert er framlag hans til eðlisfræðinnar?
Steven Weinberg fæddist í New York-borg árið 1933. Foreldrar hans voru innflytjendur úr hópi gyðinga en Steven sjálfur er yfirlýstur og virkur guðleysingi. Hann lauk BS-prófi frá Cornell-háskóla árið 1954 og hóf síðan framhaldsnám og rannsóknir við Stofnun Níelsar Bohrs í Kaupmannahöfn. Lauk doktorsprófi frá Princ...
Er til getnaðarvarnarpilla eða -sprauta fyrir karlmenn?
Hér er einnig svarað spurningunni:Er til önnur getnaðarvörn fyrir karla en smokkur?Fyrir utan ófrjósemisaðgerð er smokkurinn enn sem komið er eina getnaðarvörnin á almennum markaði fyrir karlmenn. Smokkur er ekki 100% örugg getnaðarvörn en kostur hans er að hann er einnig vörn gegn mörgum kynsjúkdómum. Mikilvægi h...
Eru einhverjar líkur á því að enn séu til ættbálkar frumbyggja sem hafa ekki fundist?
Mjög litlar líkur eru á því núorðið að einhver hópur fólks geti lifað í þess konar einangrun að hægt sé að telja hann „ófundinn“ eða „týndan“. Það er margt sem mælir gegn því. Landsvæði hafa víðast verið þaulkönnuð með tilliti til mögulegra auðlinda og trúboðar eru mjög kappsamir um að ná til fólks á afskekktum sv...
Hverjir hlutu Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2012 og fyrir hvað hlutu þeir verðlaunin?
Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2012 skiptast á milli tveggja vísindamanna, John B. Gurdon, við Cambridge háskóla í Englandi og Shinya Yamanaka, Kyoto háskóla, Japan. Verðlaunin eru veitt fyrir að sýna að þroskaðar, sérhæfðar frumur er hægt að endurforrita í fjölhæfar stofnfrumur. Niðurstöður þeir...
Hvernig er hægt að kenna lýðræði í skólum? Geta skólar verið lýðræðislegir?
Stutta svarið við fyrri spurningunni gæti verið: Skólar geta kennt lýðræði með því að vera lýðræðislegir. Í skólasamhengi er ýmist litið á lýðræði sem markmið – skólinn á að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi – eða sem einkenni á starfsháttum skólans – daglegt starf á að mótast af „lýðræðislegu s...
Af hverju geta ráðherrar ráðið aðstoðarmenn án þess að auglýsa störf þeirra?
Upprunalega spurningin var: Af hverju eru ráðningar aðstoðarmanna ráðherra undanskildar lögum um auglýsingaskildu starfsmanna ríkisins? Stutta svarið við spurningunni er að aðstoðarmenn ráðherra eru ekki ríkisstarfsmenn á sama hátt og annað starfsfólk ráðuneyta. Þeir eru ráðnir til sinna starfa eins lengi ...
Hvað er átt við með sviðshugtakinu í eðlisfræði? Hvernig er hægt að setja það fram án þess að lenda í hring?
Spyrjandi bætir einnig við:Að hvaða leyti er sviðshugtakið spor fram á við miðað við fjarhrifshugmyndir, til dæmis þær sem Newton setti fram?Allt frá því um miðbik nítjándu aldar hafa eðlisfræðingar talað um rafsvið (electric field) og margir kannast sjálfsagt einnig við hliðstæðu þess, segulsviðið (magnetic field...