Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 129 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvaða einkenni fylgja skorti á B-12 vítamíni?

Eins og nafnið bendir til er B12 eitt af B-vítamínunum og er því í flokki vatnsleysanlegra vítamína. Annað heiti þess er kóbalamín vegna þess að í miðri sameind þess er málmjónin kóbalt. Hlutverk kóbalamíns er að taka þátt í myndun blóðfrumna, einkum rauðkorna blóðsins, það er rauðra blóðfrumna sem sjá um að flytj...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var fyrsti rithöfundurinn í heiminum og hvers konar rit skrifaði hann?

Fyrsti nafngreindi rithöfundur sögunnar var akkadíska hofgyðjan Enheduanna. Hún var uppi í kringum 2300 f.Kr. Enheduanna er ekki eiginlegt nafn heldur titill. Lausleg þýðing hans er „hin æðsta hofgyðja, skrautmunur guðsins An“ og fékk hún nafnið þegar hún var gerð að hofgyðju. Enheduanna var dóttir Sargonar fy...

category-iconFöstudagssvar

Er til eitthvað sem heitir leiðrétt siðblinda?

Í hversdagslegu máli er sjaldan talað um blindu nema hún sé varanleg. Þegar blinda er tímabundin eða læknanleg er það yfirleitt tekið sérstaklega fram. Snjóblinda getur verið dæmi um slíkt. Bókmenntir og dægurmiðlar gefa oft til kynna að fólk sem er varanlega blint þjálfist í að beita öðrum skilningarvitum. Það ka...

category-iconEfnafræði

Af hverju verður blanda af maíssterkju og vatni að föstu efni við högg?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað veldur því að blanda af maíssterkju og vatni verður fast efni við högg og hvers vegna dansar hún á hátalara við lága tíðni? Maíssterkja blönduð með vatni er dæmi um svokallaðan ó-Newtonskan (e. non-Newtonian) vökva. Slíkur vökvi á það til að breyta þykkt (seigj...

category-iconLögfræði

Af hverju má ekki bera piparúða til sjálfsvarnar á Íslandi?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfalt: Piparúði er úðavopn samkvæmt vopnalögum nr. 16/1998 og lagt er bann við innflutningi og eignarhaldi hans í 4. mgr. 30. gr. laganna. Vopnalögin taka til allra þeirra tækja eða efna sem unnt er að beita til að deyða eða skaða heilsu manna eða dýra tímabundið eða varanl...

category-iconJarðvísindi

Hvað gerist hér á landi og annars staðar ef eldgos hefjast á Yellowstone-svæðinu?

Þetta er áhugaverð en erfið spurning. Í fyrsta lagi er það skilgreiningaratriði hvað telst „byggilegt“ og hvað ekki, í öðru lagi vita menn ekki gjörla hvað veldur ísöldum, og í þriðja lagi hefur enginn maður orðið vitni að eldgosi af því tagi sem gæti einhvern tíma orðið í Yellowstone. Ástæðan fyrir spurningunn...

category-iconSálfræði

Af hverju hafa sumir meiri kynlífslöngun en aðrir?

Sálkönnuðurinn Sigmund Freud fjallaði um libido sem ákveðna lífsorku en lagði sérstaka áherslu á kynlífsorkuna (Garsee og Schuster, 1992). Oftast er fjallað um libido sem kynlöngun einstaklingsins. Aðeins um tuttugu ár eru síðan byrjað var að greina skerta kynlöngun (hypoactive sexual desire). Við frekari rannsókn...

category-iconLæknisfræði

Hvað er til ráða gegn ristilkrampa?

Ristilkrampi eða iðraólga eru truflanir á starfsemi ristilsins. Þetta lýsir sér á þann hátt að í stað þess að reglubundinn samdráttur eigi sér stað í ristlinum þannig að hann flytji fæðuna taktvisst áfram, verður samdráttur á mismunandi svæðum samtímis og fæðan færist því oft treglega í gegn. Einnig getur frásog á...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er MSG eða þriðja kryddið virkilega skaðlegt? Hvað getið þið sagt mér um það?

MSG er skammstöfun fyrir monosodium glutamate eða mónónatrín glútamat á íslensku. Efnið er líka kallað þriðja kryddið. Glútamat er ákveðið form efnis (salt) sem nefnist glútamiksýra. Glútamiksýra er ein svonefndra amínósýra. Amínósýrur eru byggingareiningar prótína, en þar eru þær bundnar saman í langar keðjur....

category-iconJarðvísindi

Hvaða tjón gæti mögulega hlotist af gosi í Bárðarbungu?

Tjón af völdum gosa á jökulþöktum hluta Bárðarbungu-Veiðivatnakerfis getur bæði stafað af gjóskufalli og jökulhlaupum. Gjóskufall í byggð olli líklega einna mestu tjóni í gosi í ágúst og september 1717. Þá féll gjóska um Norður- og Austurland frá Eyjafirði austur á Hérað, svo að haglaust varð og tafir á heyskap.[1...

category-iconHeimspeki

Er þjóðin stjórnarskrárgjafinn?

Hér er líka að finna svar við spurningunni: Hver er munurinn er á því að setja stjórnlög og önnur lög? Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega já. Og þjóðin er í sama skilningi löggjafi. Þar sem í lýðræðisríki er valdið hjá almenningi eða þjóðinni, og þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda, er miki...

category-iconHeimspeki

Hefur einhver breyting verið gerð á stjórnarskránni frá hruni?

Já, ein breyting hefur verið gerð en hún var tímabundin og er nú fallin úr gildi. Vorið 2013 – eftir að þáverandi stjórnarmeirihluti féll frá því að láta reyna á að koma stjórnarskrárfrumvarpi byggðu á frumvarpi Stjórnlagaráðs í gegnum þingið – náðist samkomulag um þá breytingu á stjórnarskránni að næsta kjörtímab...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hafa lifandi dúfur verið notaðar í skotkeppni á Ólympíuleikunum?

Upprunalega spurningin var: Er hægt að segja aðeins frá því þegar það voru notaðar alvöru dúfur á Ólympíuleikunum í skotkeppninni? Margt af því sem einhvern tíma hefur átt sér stað í sögu Ólympíuleikanna kann að koma spánskt fyrir sjónir í dag. Meðal þess er notkun á lifandi dúfum í keppni í skotfimi. Þe...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju stafar þunglyndi?

Hér er einnig að finna svör við spurningunum Hverjar eru algengustu orsakir þunglyndis? frá Baldri Þórssyni og Er þunglyndi andlegur eða líkamlegur sjúkdómur? frá Gunnari Aroni Ólasyni. Ekki er vitað með vissu hvað það er sem veldur þunglyndi. Greina má ætlaðar orsakir gróflega í 3 flokka: Líffræðilega þætti, sál...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru fylgitungl Neptúnusar?

Umhverfis Neptúnus ganga að minnsta kosti 11 tungl. Þrjú þeirra er tiltölulega nýbúið að uppgötva og hafa þau því þegar þetta er skrifað (júlí 2003) enn ekki fengið venjulegt heiti. Heiti tungla Neptúnusar eru fengin úr grísku/rómversku goðafræðinni en nánari skýringar á nöfnunum fylgja umfjöllun um hvert tungl. ...

Fleiri niðurstöður