Er hægt að segja aðeins frá því þegar það voru notaðar alvöru dúfur á Ólympíuleikunum í skotkeppninni?Margt af því sem einhvern tíma hefur átt sér stað í sögu Ólympíuleikanna kann að koma spánskt fyrir sjónir í dag. Meðal þess er notkun á lifandi dúfum í keppni í skotfimi. Þegar fyrstu Ólympíuleikar nútímans voru haldnir í Aþenu árið 1896 var keppt í níu íþróttagreinum sem skiptust í 43 keppnisgreinar. Allar götur síðan hafa leikarnir tekið einhverjum breytingum, nýjar greinar bæst við, sumar tímabundið eða aðrar varanlega. Keppnisfyrirkomulag einstakra greina hefur einnig tekið breytingum í takt við nýja þekkingu, tækni, færni, búnað, innviði og breytt viðhorf. Árið 1900 voru Ólympíuleikarnir haldnir í París samhliða heimssýningunni sem haldin var þar í borg. Fyrirkomulagið var þannig að leikarnir náðu yfir fimm mánaða tímabil og voru mót haldin á hinum ýmsu stöðum. Ekki var alltaf ljóst hvað nákvæmlega var hluti Ólympíuleikanna og hvað ekki, og þar sem lítil áhersla var lögð á að kynna mótin sem hluta leikanna vissu þátttakendur í mörgum tilfellum ekki að þeir væru í raun að keppa á Ólympíuleikum.
Það er ekki aðeins mannfólkið sem hefur æft grimmt. 2.400 hvítar dúfur hafa verið á séræfingum í nær tvö ár, eða frá því í nóvember 1986. Þær hafa verið þjálfaðar í að fljúga beint upp í 200 metra hæð.Þrátt fyrir þessar miklu æfingar fór eitthvað úrskeiðis og hluti dúfnanna flaug ekki á brott heldur settist á skálina þar sem Ólympíueldurinn átti að loga. Það varð til þess að þær brunnu til bana þegar eldurinn var tendraður. Eftir þetta var hætt að sleppa dúfum við opnunarathöfn Ólympíuleika en þess í útfærður táknrænn viðburður sem tengist dúfum og friði. Á leikunum í Sidney í Ástralíu 2000 var mynd af dúfu varpað á risastóran dúk sem íþróttamenn á leikvanginum héldu uppi. Í Peking 2008 voru gulir flugeldar notaðir til að tákna dúfur, í London 2012 voru hjólreiðamenn með vængi eins og dúfur sem lýstir voru með LED-ljósum og í Ríó 2016 hlupu börn með flugdreka sem minntu á dúfur. Heimildir og mynd:
- Live Pigeon Shooting - topendsports.com. (Sótt 5.7.2021).
- 5 Unusual Olympic Sports - Britannica. (Sótt 5.7.2021).
- Live Pigeon Shooting And Other Odd Olympic Games - npr.org. (Sótt 5.7.2021).
- Paris 1900 Shooting Results - IOC (Sótt 5.7.2021).
- History of the 1900 Olympics in Paris - ThoughtCo. (Sótt 5.7.2021).
- Olympic Games ceremony - Wikipedia.org. (Sótt 7.7.2021).
- Antwerp 1920 - IOC. (Sótt 7.7.2021).
- 24. Ólympíuleikarnir voru settir í nótt. Morgunblaðið, 17. september 1988. (Sótt 7.7.2021)
- How the Olympic cauldron came to be. BBC, 16. febrúar 2018. (Sótt 7.7.2021).
- Publicdomainpictures.net. (Sótt 6.7.2021).