Hver er munurinn er á því að setja stjórnlög og önnur lög?Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega já. Og þjóðin er í sama skilningi löggjafi. Þar sem í lýðræðisríki er valdið hjá almenningi eða þjóðinni, og þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda, er mikilvægt að ákvarðanir og stefna meirihluta þingmanna endurspegli líka viðhorf kjósenda. Á milli kosninga fer Alþingi hinsvegar með löggjafarvaldið í umboði almennings og stundum gerist það að þingið fer tímabundið á svig við vilja almennings því það kemur fyrir að stjórnmálamenn telja sig knúna til að samþykkja lög sem meirihluti kjósenda styður ekki. Fyrir því geta verið góðar ástæður (þótt svo sé ekki alltaf): Þingmenn eiga að taka sameiginleg gæði fram yfir önnur gæði. Vald þeirra veitir þeim hlutverk og ábyrgð sem getur birst í að bjarga samfélaginu frá ákvörðunum teknum í skyndi eða vegna múgæsinga sem geta haft hörmulegar afleiðingar. Þegar sagt er að þjóðin – eða almenningur – sé stjórnarskrárgjafi er yfirleitt átt við að löggjafinn eigi ekki að geta tekið ákvarðanir um innihald stjórnarskrár án skýrrar heimildar til þess frá almenningi. Slíka heimild er hægt að fá með ýmsu móti. Ein leiðin er að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar, önnur að krefjast aukins meirihluta á þingi en þá er gert ráð fyrir því að samstaða meðal þorra þingmanna, sé líkleg til að endurspegla líka meirihlutavilja í samfélaginu. Íslenska leiðin er að láta þingið samþykkja stjórnarskrárbreytingar tvisvar með kosningum á milli.
- 11. maí - Rissessan við goshver í miðborg Reykjavíkur | Flickr. (Sótt 18.11.2020). Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution 2.0 Generic — CC BY 2.0
- Annar fundur Stjórnlagaráðs | Annar fundur Stjórnlagaráðs. L… | Flickr. (Sótt 23.11.2020). Myndina tók Motiv-Jón S. og hún er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution-ShareAlike 2.0 Generic — CC BY-SA 2.0.