Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 288 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna fær maður hiksta?

Hiksti er krampi í þindinni sem veldur snöggri innöndun sem stöðvast síðan jafn snögglega við það að bilið á milli raddbandanna lokast, en það veldur einmitt hljóðinu sem fylgir þessum kvilla. Algengasta orsök hiksta er sú að fólk kann sér ekki magamál, hvort heldur í mat eða drykk. Þegar fólk borðar eða drekkur o...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Þekkist fíkn hjá dýrum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Þekkist fíkn hjá dýrum (þ.e. stjórnlaus neysla einhvers sem kemur þeim í annarlegt ástand og er þeim hættuleg)?Ein saga barst höfundi til eyrna fyrir nokkrum árum, af kúreka nokkrum í Norður-Ameríku á 19. öld sem hélt björn sem gæludýr. Það væri ekki í frásögur færandi nema ...

category-iconSálfræði

Er það satt að líkur sæki líkan heim?

Já, menn dragast að jafnaði fremur að þeim sem svipar til þeirra sjálfra (Byrne, Ervin og Lamberth, 1970). Fólki líkar best við aðra á sama aldri, af sama kynþætti og með svipaða hæfileika og það sjálft í listum, íþróttum og bóknámi. Sömuleiðis er fólk líklegra til að velja sér maka sem er svipaður í útliti og það...

category-iconVeðurfræði

Hversu mikil er vindkælingin í miklu frosti og roki?

Það er staðreynd að tölur sem lesnar eru af hitamæli segja ekki alla söguna um það hversu mikið varmatap er hjá þeim sem eru á ferðinni úti við. Kuldi, sem er hættulítill í hægum vindi, getur orðið lífshættulegur sé jafnframt hvasst. Á vef Veðurstofu Íslands er að finna töflu sem byggist á kanadískum rannsóknum...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað mun Hubblessjónaukinn endast lengi?

Hubblessjónaukinn er á næstum því hringlaga braut umhverfis Jörðina í um 555 km hæð. Sjónaukinn ferðast umhverfis Jörðina á um það bil 28.000 kílómetra hraða á klukkustund og tekur hringferðin 96 mínútur en þar af er hann 48 mínútur í skugga Jarðar. Það reynir á þol sjónaukans gagnvart hitasveiflum. Sjónaukinn er ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna eru leðurblökur svona miklir smitberar?

Nýjir smitsjúkdómar sem reglulega koma fram í mönnum orsakast flestir af veirum sem berast úr dýrum í menn. Slíkar veirur hafa sérstakt fræðiheiti og kallast súnuveirur (e. zoonotic viruses). Mesta hættan á súnuveirusmiti er talin vera frá leðurblökum, þar á eftir koma prímatar, hófdýr og síðan nagdýr.[1] Nokkr...

category-iconHugvísindi

Hver var Andreas Vesalius?

Flestir hafa heyrt um menn eins og Charles Darwin og þróunarkenningu hans, Sir Isaac Newton og lögmálin hans, sólmiðjukenningu Aristarkosar og síðar Kópernikusar eða Galíleó og tungl Júpíters. Færri hafa þó heyrt um Andreas Vesalius og aðferðir hans, en hann er einn þeirra manna sem lögðu grunn að nútímalæknavísi...

category-iconHeimspeki

Hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til þess að eitthvað geti talist vísindalega sannað?

Sé þessi spurning tekin alveg bókstaflega er svarið við henni afar einfalt: Það eru engin skilyrði fyrir því að eitthvað geti talist „vísindalega sannað“ vegna þess að strangt til tekið er ekki hægt að sanna neinar kenningar vísindalega – að minnsta kosti ekki innan þeirra fræðigreina sem venjulega eru kölluð vísi...

category-iconLífvísindi: almennt

Getur ein lífvera náð stjórn á líkama annarrar?

Flestir telja að dýr hreyfi og ráði sér sjálf. En í lífheiminum er þekkt að lífverur nái valdi á dýri og geti stjórnað hegðan þess. Það er hins vegar afar sjaldgæft og dæmin um slíkt eru undantekningar. Hárormar (e. hairworms) eru hryggleysingjar sem sýkja tiltekin skordýr, þar á meðal engisprettur. Hárormar þr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hvaða dýri er kötturinn kominn?

Forfaðir heimiliskattarins, samkvæmt rannsóknum á erfðaefni, er afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica). Við getum því útilokað evrópska villiköttinn (Felis silvestris silvestris) í þessu faðernismáli. Heimildir eru til um ketti í þorpum og borgum Palestínu fyrir sjö þúsund árum og heimiliskötturinn v...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju eru afbrot kvenna sjaldgæfari en afbrot karla?

Ef opinberar afbrotafræðiskýrslur eru skoðaðar kemur í ljós að konur fremja að jafnaði ekki nema um 10-20% af öllum afbrotum, en hlutfallið er reyndar svolítið breytilegt eftir brotaflokkum. Hvers vegna er tíðnin lægri? Margar kenningar hafa verið settar fram til að skýra hvers vegna konur fremja síður glæpi en ka...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru bleikháfar hættulegir mönnum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er til bleikháfur og ef svo er hversu hættulegur er hann mönnum? Samkvæmt Sjávardýraorðabók Gunnars Jónssonar fiskifræðings gengur hákarlategundin Carcharhinus leucas undir heitinu bleikháfur á íslensku. Tegundin er þó kunnari undir heitinu nautháfur sem er bein þýðing á enska h...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er einhver þjóðtrú tengd steindepli?

Í íslenskri þjóðtrú er að nokkru minnst á steindepilinn. Jón Guðmundsson lærði (1574-1658) kann að vísu ekkert frá honum að segja (í ritinu um Íslands aðskiljanlegar náttúrur) annað en að flokka hann sem ,,meingaðan" fugl. Eggert Ólafsson nefnir í Ferðabók sinni (1772) að það sé algeng trú að ef ær eða kýr stíga n...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast flóðbylgjur og af hverju?

Flóðbylgjur geta orðið til vegna jarðskjálfta en einnig vegna eldgosa og skriðufalla eða blöndu af þessu þrennu. Þegar flóðbylgja verður til vegna jarðskjálfta er það sökum lóðréttra hreyfinga á hafsbotninum. Við það kemst hreyfing á sjóinn og flóðbylgja fer af stað. Þegar jarðskjálfti á sér stað verða ekki alltaf...

category-iconNæringarfræði

Er vatn á Íslandi betra en annars staðar í heiminum, og þá af hverju?

Hér á landi er reglubundið eftirlit með gæðum neysluvatns í höndum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og framkvæmt í samræmi við reglugerð um neysluvatn frá 1995. Sýni eru tekin reglulega á hverjum stað og fer fjöldi sýna eftir fólksfjölda á hverju svæði. Sem dæmi má nefna að í Reykjavík eru tekin um 180 sýni á ár...

Fleiri niðurstöður