Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað mun Hubblessjónaukinn endast lengi?

Sævar Helgi Bragason

Hubblessjónaukinn er á næstum því hringlaga braut umhverfis Jörðina í um 555 km hæð. Sjónaukinn ferðast umhverfis Jörðina á um það bil 28.000 kílómetra hraða á klukkustund og tekur hringferðin 96 mínútur en þar af er hann 48 mínútur í skugga Jarðar. Það reynir á þol sjónaukans gagnvart hitasveiflum. Sjónaukinn er búinn rafhlöðum sem safna í sig orku yfir daghlið jarðarinnar en gefa frá sér orku þegar hann þeysist í gegnum náttmyrkrið. Braut Hubblessjónaukans er um 28,5 gráður á skjön við miðbaug. Það stemmir við þá staðreynd að hann var sendur á loft með Discovery-geimferjunni frá Canaveralhöfða í Flórída sem er á 28,5° norðlægrar breiddar.

Sporbraut Hubble-geimsjónaukans lækkar með tímanum vegna örlítillar loftmótstöðu. Ef braut sjónaukans er ekki hækkuð fellur hann í gegnum lofthjúpinn og brennur upp. Ófyrirséðar sveiflur í þéttleika lofthjúpsins vegna hitastigsbreytinga og fleiri atriða valda breytingum á sporbraut hans umhverfis Jörðina. Nýlega hafa birst vísindagreinar um þátt gróðurhúsaáhrifa í breytingum efst í lofthjúpnum. Þótt hlýni í neðri lögum lofthjúpsins þá kólnar í efri lögunum. Þegar það gerist þá lækkar þéttleikinn í hitahvolfinu sem minnkar hamlandi áhrif lofthjúpsins á Hubblessjónaukann og Alþjóðlegu geimstöðina.

Hubblessjónaukinn er á næstum því hringlaga braut umhverfis Jörðina í um 555 km hæð.

Hubble gæti enst fram yfir 2020 ef engar alvarlegar bilanir koma upp. Þegar sjónaukinn var sendur á loft með geimferjunni Discovery árið 1990 var ætlunin að ein af geimferjunum næði einnig í hann þegar hann yrði ónothæfur og flytti hann aftur til Jarðar. Fimmti viðhaldsleiðangurinn til Hubble, sem farinn var árið 2009, var hins vegar sá síðasti. Þá var settur upp sérstakur búnaður (e. Soft Capture Mechanism), málmhringur með tæplega tveggja metra þvermál, smellt undir botn sjónaukans til að auðvelda tengingu hans við geimför framtíðarinnar (mönnuð eða ómönnuð). Þegar Hubble lýkur ævi sinni ætlar NASA að senda geimfar sem mun tengjast Hubble og stýra honum inn í lofthjúpinn þannig að hann rati rétta leið og skapi ekki hættu fyrir önnur geimför. Ef ekkert verður gert fellur sjónaukinn í gegnum lofthjúpinn einhvern tímann milli 2030 og 2040.


Þetta svar er hluti af grein um Hubble geimsjónaukann á Stjörnufræðivefnum og birt með góðfúslegu leyfi.

Mynd:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

20.4.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvað mun Hubblessjónaukinn endast lengi?“ Vísindavefurinn, 20. apríl 2015, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=69906.

Sævar Helgi Bragason. (2015, 20. apríl). Hvað mun Hubblessjónaukinn endast lengi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=69906

Sævar Helgi Bragason. „Hvað mun Hubblessjónaukinn endast lengi?“ Vísindavefurinn. 20. apr. 2015. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=69906>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað mun Hubblessjónaukinn endast lengi?
Hubblessjónaukinn er á næstum því hringlaga braut umhverfis Jörðina í um 555 km hæð. Sjónaukinn ferðast umhverfis Jörðina á um það bil 28.000 kílómetra hraða á klukkustund og tekur hringferðin 96 mínútur en þar af er hann 48 mínútur í skugga Jarðar. Það reynir á þol sjónaukans gagnvart hitasveiflum. Sjónaukinn er búinn rafhlöðum sem safna í sig orku yfir daghlið jarðarinnar en gefa frá sér orku þegar hann þeysist í gegnum náttmyrkrið. Braut Hubblessjónaukans er um 28,5 gráður á skjön við miðbaug. Það stemmir við þá staðreynd að hann var sendur á loft með Discovery-geimferjunni frá Canaveralhöfða í Flórída sem er á 28,5° norðlægrar breiddar.

Sporbraut Hubble-geimsjónaukans lækkar með tímanum vegna örlítillar loftmótstöðu. Ef braut sjónaukans er ekki hækkuð fellur hann í gegnum lofthjúpinn og brennur upp. Ófyrirséðar sveiflur í þéttleika lofthjúpsins vegna hitastigsbreytinga og fleiri atriða valda breytingum á sporbraut hans umhverfis Jörðina. Nýlega hafa birst vísindagreinar um þátt gróðurhúsaáhrifa í breytingum efst í lofthjúpnum. Þótt hlýni í neðri lögum lofthjúpsins þá kólnar í efri lögunum. Þegar það gerist þá lækkar þéttleikinn í hitahvolfinu sem minnkar hamlandi áhrif lofthjúpsins á Hubblessjónaukann og Alþjóðlegu geimstöðina.

Hubblessjónaukinn er á næstum því hringlaga braut umhverfis Jörðina í um 555 km hæð.

Hubble gæti enst fram yfir 2020 ef engar alvarlegar bilanir koma upp. Þegar sjónaukinn var sendur á loft með geimferjunni Discovery árið 1990 var ætlunin að ein af geimferjunum næði einnig í hann þegar hann yrði ónothæfur og flytti hann aftur til Jarðar. Fimmti viðhaldsleiðangurinn til Hubble, sem farinn var árið 2009, var hins vegar sá síðasti. Þá var settur upp sérstakur búnaður (e. Soft Capture Mechanism), málmhringur með tæplega tveggja metra þvermál, smellt undir botn sjónaukans til að auðvelda tengingu hans við geimför framtíðarinnar (mönnuð eða ómönnuð). Þegar Hubble lýkur ævi sinni ætlar NASA að senda geimfar sem mun tengjast Hubble og stýra honum inn í lofthjúpinn þannig að hann rati rétta leið og skapi ekki hættu fyrir önnur geimför. Ef ekkert verður gert fellur sjónaukinn í gegnum lofthjúpinn einhvern tímann milli 2030 og 2040.


Þetta svar er hluti af grein um Hubble geimsjónaukann á Stjörnufræðivefnum og birt með góðfúslegu leyfi.

Mynd:

...